Fallegt maraþonhlaup fram hjá Laugarnesinu 2018

Árið 2018 stóðu krakkar sem áttu heima í Laugarnesinu til viðburðar á Laugarneshólnum til að hvetja maraþon hlauparana við dillandi söng Sigurðar Ólafssonar. Þetta var einstaklega vel heppnaður viðburður og gaman að koma á fornar æskuslóðir.

 


mbl.is Forsetahjónin og Steindi hlaupa til góðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að halda sæmd sinni

Það er vandasamt að lenda í þeirri stöðu að óánægja verður með störfin og embættisfærslur. Þá fer allt af stað.

Í þessu máli var engin skýrsla skrifuð eða uppgefið hvort lögreglustjórinn hafi rekið sig í löginn. Þá lendir ráðherran í vandræðum og vill flytja hann til Vestmannaeyja. Það var nokkuð þungt fyrir eyjaskeggja að þurfa að mæta því og vildu ekki taka við málinu að svæðið vær í einhverjum öðrum flokki hvað gæði varði.

Menn sitja á meða sætt er. Svona var þetta með ríkslögreglustjóra og þegar þannig stendur á verður viðkomandi ráðherra  að sækja á og finna ráð til að leysa mál embætta. Þá er síðasta úrræðið að gera menn að sérfræðingum. Þó ríkislögreglustjóri hafi ekki hlotið þá upphefð, þá fékk hann umbun í lokin.

Fyrir almenningi kemur þetta spánskt fyrir sjónir að verðlauna menn fyrir meint galppaskot þannig held ég að almenningur lýti á málin, finnst það alveg útúr kú. En það er náttúrlega ekki gott fyrir dómsmálaráðherra eð bíða eftir því að menn fari að draga upp kylfurnar. Einhver getur meiðst.

Það er þekkt í okkar fornsögum að ef menn lenntu í einhverjum hremmingum þá var lögð á það megináhersla að halda sæmd sinni. Alveg sama hvort menn særðust eða féllu. Það á við í svona málum. Það er snyrtilegra að getað gengið inn í ráðuneytin með hálstau og verið sérfræðingar og leiðbeint ráðherrum. Og þetta gengur yfir eins og hvert annnað él.

Eitt mál  er áþekkt sem svipar til þessa máls en hefur ekki verið mikið fjallað um. Það er þegar fv. framkvæmdastóri Strætó hætti.

Það var erfitt mál. Þannig voru málavextir að því sem mér skilst að stjórinn hafði álpast til að aka út í á og bíllinn saup inn á vélina, þetta sögðu vanir bílstjórar mér og gerðu sér grein fyrir því að þá eyðileggst vélinn. Stjóri var fljótur að losa sig við jeppan og reyna snúa sig út úr málinu, en það var ekki auðvelt því það vitnaðist að tekið hafði verið myndband af atburðinum eins og það fréttist. Voru ýmsir sólgnir í að kaupa myndbandið, en það fékkst ekki. Þá gerir stjóri sér lítið fyrir og fer út í búð og kaupir nýjan jeppa út í reikning Strætó. Þá fór nú brúnin að síga á stjórn Strætó og fór hún eitthvað að ókyrrast út af þessu máli. Þá var farið að hvísla og hringj eins og gengur í pólutíkinni. Stjórinn fékk nýtt embætti upp í ráðuneyti og var titlaður sérfræðingur.

Það er ekki undarlegt að almenningur sé par ánægður með svona fyrirkomulag. En auðvitða verað menn að hafa starf og halda sæmd sinni. Það gefur auga leið, Og hvað á svo sem að gera? Öll dýrinn í skóginum eiga að vera vinir.


mbl.is Mun fyrst og fremst sakna starfsfólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífstíðarábúð og veiðigjöld

Það er margt skrafað um fiskinn í sjónum. Á opinberum vettvangi hefur verið fundið að því að rétthafar veiðiheimilda sem fara með veiðiheimildir geta látið þær ganga í erfiðir. Ekki er hægt að segja beint að veiðiheimildin erfist bein, en þó í gegn um öll hlutabréfin og allt auðmagnið.

Er þá ekki eðlilegt að þessi réttur falli niður við andlát? Lengi hefur það verið tíðkað samkvæmt lögum að ábúð á jörðum er með margvíslegu formi.

1. Erfðafestuábúð þar sem  elsti erfingin á tilkall til jarðnæðisins með öllum hlunnindu ræktun og húsakosti á verðlagt á hálfu fasteignamati.

Hann var skyldugur til að hugsa vel um ættarauðin og þar á meðal minnir mig að hafa uppi myndir af fyrri ábúendum í góðum ramma svo tengda-mamma-pabbi gleymist ekki. Ef til vill á að geyma ættarsilfrið.

2. Þá var það til sem kölluð var lífstíðarábúð og hún féll niður þegar leiguliðinn var kominn í kistuna og vorkenndi engin honum, ekkju hans eða börnum Og urðu allir heimils menn að ganga af jörðina efti útför, bara taka leigubíl og í burtu. 

3. Ábúð sem skilyrt var til ákveðins tíma og var það skýrt í ábúðarlögum að eigandi gæti tekið hluta af jarðnæðinu eða alla jörðin til nota fyrir ættingja og afkomendur voru stýf ákvæði um að eigandi þurfti að leysa til sín umbætur  sem gerðar höfðu verið í tíð ábúenda og þóttu það harðir kostir að þurfa að borga. Var þetta allt útskýrt  í lögum, en hefur nú verið að mestu fellt úr ábúðarlögum og fara því margar jarðir í eyði þegar ábúðarskyldan var afnumin. Þetta fór svo soldið í rugl þegar kvótinn var settur á í landbúnaði og er saga að segja frá því, sem vonandi verður sögð innan tíðar.

Svona var nú þessu fyrirkomið í elsta atvinnuvegi landsmanna og mætti ýmislegt af því læra ef lesið er með opnu hugarfari.

Það er náttúrlega gráupplagt að viðra þessa hugmyndafræði með lífstíðarábúðina. Féllu þá öll réttindi niður við andlát, búffs. Það er auðvitað harðneskjulegt fyrir bánkana og þá sem hafa hampa þessum réttindum. Þingmenn geta auðvitað dottið á hnéin þegar bánkarnir fara vilja ráða og æpa, stjórnarskráin, stjórnarskráin, eigarétturinn er friðhelgur.

E-nnnnnnnnnnnn fiskveiðistjórnunin var til að verja sjávarauðlindina þannig að hún gæti viðhaldið sér en ekki uppsafnað auðmagn.

Íslendingar hafa barist í aldir fyrir því að ráð sem þjóð yfir auðlind sinni. Lent í þorskastríði margsinnis.  Átt við erlenda togara upp í landsteinum

Bændur eru búnir að missa landhelgi jarða sinna og mega varla dýfa snæri í sjó. Þannig að það þarf að fara gera eitthvað í þessu.

Ástæðulaust er að þessi réttindi flytjist milli kynslóða si svona.

Svo gæti næsta kynslóð verið aumingjar sem ekkert geta og hefðu ekkert læknisvottorð  sem sannaði vit og dugnað.

 Þannig að það er margt í mörgu eins og sagt er.


mbl.is Veiðigjöld Samherja í Namibíu lægri en á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona aðstæður eru nú ekkert grín.

100_5008Svona aðstæður eru nú ekkert grín. Flugstjórin og áhöfn verða að vera góð í sálfræði til að halda farþegum á mottunni. Svoleiðis fólk er ekki pikkað upp af götunni og sett í félaga til að ryðja markaðinn ef launþeginn vill halda sínum hlut og betur en það.

Ég mundi missa hjartað í buxurna ef ég lenti í svona atviki.

Það er gott að hann var á sunnan. Það 100_5004er væntanlega betra. Ég hef einu sinni lent í því að Farmall cub fór að missa afl þegar verið var að aka blautu heyi af engjum og þurka heima. Ég gaf í botn benzínið, en þá fór vélin að banka og glamra og þá hætti ég. Fór svo sem ekkert að gráta 10 ára. En maður getur auðvitað orðið lítilfjörlegur við slíkar aðstæður. Flugstjórar eru náttúrlega með sólgleraugu.

100_5006Svo kom snillingur af næsta bæ sem var bifreiðareftilitsmaður. Hann var ekki lengi að finna út úr þessu. Hann kallaði þetta sótbank. cylernarnir höfðu fyllst af sóti og svo fór að kvikan í því og það olli þessu neistabanki.


mbl.is Flugvél Icelandair sneri við vegna vélartruflana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vettvangur dagsins, tilraunir og viðhorfskannanir.

Frjálshyggjufélagi ætlar að fara í mótmæli sennilega að mótmæla hvernig ákvarðanir fæðast hjá þríeykinu, frekar enn að mótmæla kovitinu sjálfu.

Gaman væri að stúdentar væru að gera tilraunir og legðust á árarna með að skapa frjóa hugsun og gera viðhorfkannnair um hvernig þjóðin er að berjast í gegn um þetta allt saman.

Ég hef nefnilega rökstudda grun að Íslendingar kunni ekki að taka leirtau úr uppþvottavélum. Það væri t.d. gott efni í vettvangsrannsókn. En þá verða stúdentar auðvitað að vita það sjálfir hvernig á að vinna verkið.

Í ónefndum skóla í gamladaga var uppþvottur framkvæmdur þannig að allt óhreint leirtau var sett í þvottabala með sjóðandiheitu vatni, þá var steypt í balan álitlegum bunka af plastdiskum sem voru frekar rispaðir og hrært í. Síðan þurrkað með viskustikki og annað tekið þegar hitt var orðið hæfilega óhreint.

Þarna vöknuðu margar spurningar hjá fólki sem var t.d. að læra gerlafræði og hefði verið gaman fyrir það að gera tilraun með skolpvatni frá uppþvottinum. Diskarnir voru úr plasti og voru sumir rispaðir og því gróðraðrstía fyrir ýmsar smáverur.

Svona geta rannsóknartækifærin legið við hversmanns dyr. T.D., þarf að fjölga sturtuferðum eða auka yfirleitt þrifnað þjóðarinnar.

Nobelskáldið hafði ekki mikið álit á þrifnaði Íslendinga og kom það fram í hans bókum.

Það var maður sem fór á mótorhjóli um jörðina og var svona að halda fyrirlestra og segja frá lifnaðarháttum fólks og sagði að ákveðin hópur sem hann hitti hefði ekkert klósett eða salernispappír. En hann tók eftir því að þeir heilsuðu alltaf með vinstri hendinni.

Þá spurði ég hvernig þeir þrifu sig eftir að hafa haft hægðir. Alltaf með vatni og þá með hægri hendinni.

Svona getur lífið orðið flóki hjá fólki, þó allt sýnist einfalt.

Nú er að dugast eða drepast stúdentar og gera tímamóta tilraunir.


mbl.is Hafa ekki og munu ekki segja skólum að loka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar hafa nú lifað tíman tvenna hvað varðar sjúkdóma.

Það er einkennilegt hvað allir verða undrandi þegar yfirvöld gera einhverjar breytingar, eins og núna. Að vísu er verslunarmannahelgin svo mikilvæg og viðkvæm varðandi opinbera íhlutun að allt riðar og skelfur. Allir verða að komast eitthvað.

Það á alltaf að vera svo svaka gaman og fáir kunna að una sér við einfaldleikann og vera ánægðir með það sem þeir hafa.

Ísland hefur verið einangrað land vegna legu sinnar, þó það sé mjög breytt núna vegna aukinna ferða fólks.

Við höfum nú aldeilis þurft að glíma við allskonar farsóttir og sjúkdóma. Berklar spánskaveikinn, svartidauði stórabóla, mislingar barnaveiki og ég kann ekki að nefna það allt.

Þá hafa búfjársjúkdómar farið um landið, riða kláði, lamablóðsótt garnaveiki mæðiveiki. Við ættum í raun að vera sérfræðingar í sóttvörnum, En samt þó við höfum staðið okkur vel í þessari kórónuveiki og farið að fyrirmælum, þá hefur maður séð skringilegt atferli um leið og eitthvað var slakað á. Fólk nærri  andað ofan í hálsmálið og öðrum. Ég segi fyrir sjálfan mig, ekki tekið handþvott nægilega föstum tökum.

Íslendingar eru matvælaframleiðendur og þar er held ég mikil reynsla og fólk sem stundar slík störf örugglega til fyrirmyndar.

Auðvitað er það eðlilegt að fólk sem hefur lífsviðurværi af því að skemmta og lifa af ferðaþjónustu verði súrt með stöðuna.

Þó ekki sé hægt að segja að við þurfum að standa saman, það má  ekki, en við verðum að komast í geng um þetta og það verður þrautin þyngri og tekur langan tíma. Ekki bætir nú úr skák ef veiru fjandin er að breyta sér. Við stólum nú á Kára. Það er mikil gæfa að hafa slíkt auðlindasetur í landinu, sem hann á til hjálpar. Betri útskýringar þarf um hvernig veiru fjandin lifir.

Það er náttúrlega hræðilegt að verða af öllu fjörinu og þurf að skemmta sér í einrúmi eða þannig.

Sýnum kærleik, umburðarlindi og látum okkur þykja vænt um hvort annað, þá kemur þetta allt saman.

Góða verslunarmannahelgi og ekki keyra út af, hvorki sál né bíl.


mbl.is Hert og slakað næstu mánuðina eða árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einstakur snillingur Baltasar Samper. Fer vel með Vatnsdælinga.

Í Vatnsdælasögu er greint frá því að Norðmenn hafi komið hingað upp frá Raumsdal í Noregi og finna Vatnsdal og nema þar land og er til af því dálítil saga. Raumsdalur er falleg sveit með góðri siglingaleið út á haf.

Baltasar Samper hafði augljóslega grandskoðað söguna þegar hann málaði fresku af atburðum úr Vatnsdælu upp á vegg í Grunnskólanum að Húnavöllum.

Það var einstaklega gaman að fylgjast með því hvernig verkið varð til og þegar það var fullmótað, hvað það var skemmtilegt að geta fylgt söguþræðinum. Hver þáttur eða atvik er málað sem sér mynd sem verður svo að einni heildarsamfellu og sögu.

Baltasar hafði mjög gaman að tilsvari Þorsteins á Hofi þegar hann frétti af því að Víðdælingar væru á leið inn í Vatnsdal til að drepa hann eftir brúðkaup hríðarveður málaferli og níðstöng.

Þorsteinn fór með mannskap á móti Víðdælingum og hafði orð fyrir Vatnsdælingum og spurði um erindi í dalinn. Því svarar Finnbogi rammi: "Oft eru smá erindi um sveitir".

Þetta þótti Baltasar gott svar og hló mikið að því.

Baltasar er frumkvöðull í því að koma sögu okkar í listform málaralistarinnar.

Mest hefur verið málað landslag, gróður og sjórinn og er það ágætt, en verður meiri breidd þegar farið er að setja söguna í svona form og liti.

Ég hef bent hótelhaldara á Húnavöllum á að það vanti að setja úrdrátt úr Vatnsdælu við þessar myndir til að ókunnir geti haldið söguþræði. Má vel vera að það sé búið en ef ekki þá er það tímabært núna.

Hafðu þökk Baltasar fyrir áhuga þinn á Vatnsdælu og öll skemmtilegheitin við sköpun þessa listaverks.


mbl.is „Engin leið út úr þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öskurherferðin- viðbótartillaga - Ferðalok Jónasar Hallgímssonar

Þessi hugmynd um öskur er merkileg og ekki síst áhuginn á öskrinu.

Mér er styrt um stef að leysa 1.st bloggfærslu um efnið. Einu öskrin sem ég raunverulega þekki er þegar ég kom til gegninga í minni búskapartíð í fjósið, ef ég var ef til vill of seinn í fjósið þá gátu kýrnar staðið á öskrinu og maður áttaði sig ekki á hvað  var að gerst.

Þá hafa þær sjálfsagt verið óánægðar með seinaganginn með að fá ekki gjöfina á réttum tíma svo hitt sem var sprenghlægilegt að það hafði fæðst lítill bolakálfur, sem búið var að kara og hann ranglaði um  á milli kúnna og fékk sér að sjúga þegar hentaði og hvar sem var.

Ekki komst á kyrrð fyrr en kálfurinn var kominn til móður sinnar og kýrnar komnar með hey í fóðurganginn og mjaltavélar komnar í gang Þá varð allt orðið hljótt.

Flestir þekkja þjósöguna um Karlson sem leiddi Búkollu og lenti í viðureign við skessuna. Fyrst var hár tekið úr hala Búkollu og gert að fljóti sem skessan lét nautið drekka  svo var hár tekið úr hala Búkollu og gert að eldi. Haldiði að skessan hafi ekki komið með bolann og látið hann mýga á bálið. Síðast var hár notað til að búa til fjall og skessan boraði inn í fjallið og sat þar föst þegar sólin kom upp og varð að steini.

Það er gott og blessað að þessi 1500 milljón krónu markaðskynning hafi lukkast svona vel, ekki geri ég athugasemd við að fólk fá útrás og öskra í íslenskri öræfakyrrð sem við Íslendingar höfum í einfeldni okkar haldið að væri aðal verðmætið sem hægt væri að bjóða ferðamönnum.

Fyrst til eru svona miklir peningar þá vil ég gjarnan að þeir séu notaðir í áríðandi verkefni að færa íslenskar bókmenntir og list í átt til ferðamanna bæði innlendra og erlenda.

Svo er mál með með vexti að Jónas Hallgímsson var með stúlku sem hann var ástfanginn af fram við Galtará á Eyvindastaðaheiði og var að greiða henni þar og orti að því tilefni ljóðið Ferðalok.

Þegar virkjunarsamningu um Blönduvirkjun milli Landsvirkjunar og hreppanna sem áttu beitarnytjar á afréttum þar sem viðkomandi hárgreiðsla fór fram var gerður, kom babb í bátinn. Þótti bændum erfitt að kyngja því að staðurinn framm við Galtará færi undir vatn og hvernig væri hægt að leysa það mál.  Niðurstaðan var sú að fellt var ákvæði inn í samninginn að með einhverju móti væri þessa staðar minnst. Ekki er mér kunnugt að það hafi verið gert.

Vindum  nú kvæði okkar í kross Íslendingar og fullnustum Blöndusamninginn með því að setja hljóðstöð fram á Eyvindastaðarheiði, þar sem þreyttir ferðalangar geti ýtt á hnapp og notið kvæðisins Ferðalok eða hlustað á það í tölvu sinni og notið einhverskonar stemmingar við lónið í bland við lóminn og hljómlist hans. Ég skora á menn að klára þetta mál.


mbl.is Mikill áhugi á öskurherferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gróðursprenging í trjágróðri

Það er áhugavert að taka eftir því að losun af Co2 koltvísýringi í flugsamgöngum hefur stórlega minnkað eins og mér skilst af fréttum, enda flugsamgöngur stór losunaraðili í heiminum.

Þekkt er að garðyrkjumenn nota Co2 til að auka vöxt og láta vaxa hraðar.

Þetta á auðvitað um allan gróður í heiminum, gróskan verður því meiri sem úrkoma eykst vegna meiri uppgununar úr hafi og vötnum.

Ísland er ekki afkasta mikið í þessari tillífun og er þar aðalega takmarkandi þáttur stuttur sprettutími plantna. Þar takmarkar hiti og stuttur birtutími og vangróið land

Ef maður tekur vel eftir trjágróðri t.d. hér á höfuðborgarsvæðinu þá geta athugul augu skynjað mikla gróðursprengingu í laufvexti trjáa. Það má hvarvetna taka eftir hve laufkrónur eru búsnar og fallegar.

Náttúrann undirbýr nú átök við loftslagsógnina og  vinnur að því að ná jafnvægi. Þetta er vert að taka eftir og sérfræðingar þurfa helst að gera tillraunir, mæla og stúdera, flugmálin og gróðursprenginguna.

Er hægt að spara fluvélabenzin með því að taka öðruvísi á loft. Spenna hraðan minna, nota vinda til að ná hagstæðar flugi o.s.frv.?

Allt þetta þarf almenningur að gefa gaum og sérstaklega gróðurspreningunni og gera sínar sjónrænu athuganir og bera saman ár eftir ár.

Auðvitða hefur týnst mikill gróðurmassi á Íslandi í áranna rás af margvíslegum orsökum, en líka er ýmsir aðilar að reyna að auka tillífunina.


Merkingar byrja 2 km í aðdragandi að vegaframkvæmdum í Bandaríkjunum.

Bloggari hefur ekið svolítið í U.S.A.

Við hjónin kviðum mjög fyrir því að aka þarna. Vorum svo heppinn að taka bílaleigubíl rétt við eina stofnbrautina og vorum búin að fara í vettvangskönnun og athuga  hvernig allt virkaði og sigta hvar við gætum komist út á akstursbrautina og hvort við mundu lifa þetta af. Hraðinn er jafn og mikill, svo við létu vaða á stað.

Það fyrsta sem maður tók eftir á þjóðvegum var hve allt var vel merkt. Fyrst kemur merking þegar ökumaður á eftir 2 km áður en framkvæmdir byrja. Texti um það. Síðan er ökumaðurinn stöðugt minntur á þetta og krafa gerð um kerfisbundna lækkun á hraða.

Svo er öll umgjörð framkvæmdanna mjög vel merkt með ljósum o. þ.h. Þetta vakti athygli mína og var sómi að þessu.

Hér er þessu öðruvísi háttað. Virðist verktakanum í sjálfsvald sett hvernig hann hefur þetta. Hef svo sem ekki kynnt mér lög og reglugerðir um hvernig þetta á að vera.

Eitt sinn var ég við störf mín í Reykjavíkurborg og ek ofan í einhvern umbúnað sem átti að heita framkvæmdir.

Fyrst koma plastkeila, beygluð, svo létt, að hún hefði fokið í snarpri vindkviðu. Þá ók ég raunverulega ofan í framkvæmdirnar og þessi plastkeila var það fyrsta sem aðvaraði mig.

Engin texti um hvað væri verið að gera þarna og hverju maður ætti von á. Rétt eins og ritmálið hefði ekki verið fundið upp.

50 meturm seinna sá ég höfuð á manni ofan í brunni. Höfuðið eitt stóð upp úr. Brunnurinn var í miðjunni og akreinar sitthvoru meginn, þannig að maðurinn slapp alltaf og hefða vitaskuld getað beygt sig ef bíll hefði stefnt á hann. Þetta var allt of sumt.

Vinnubrögðin á verkinu sem um er rætt í þessari frétt er sérstakur kafli, sem Vegagerðin er að rannsaka.


mbl.is Yfirlögn á malbiki uppfyllti ekki skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband