Íslendingar hafa nú lifað tíman tvenna hvað varðar sjúkdóma.

Það er einkennilegt hvað allir verða undrandi þegar yfirvöld gera einhverjar breytingar, eins og núna. Að vísu er verslunarmannahelgin svo mikilvæg og viðkvæm varðandi opinbera íhlutun að allt riðar og skelfur. Allir verða að komast eitthvað.

Það á alltaf að vera svo svaka gaman og fáir kunna að una sér við einfaldleikann og vera ánægðir með það sem þeir hafa.

Ísland hefur verið einangrað land vegna legu sinnar, þó það sé mjög breytt núna vegna aukinna ferða fólks.

Við höfum nú aldeilis þurft að glíma við allskonar farsóttir og sjúkdóma. Berklar spánskaveikinn, svartidauði stórabóla, mislingar barnaveiki og ég kann ekki að nefna það allt.

Þá hafa búfjársjúkdómar farið um landið, riða kláði, lamablóðsótt garnaveiki mæðiveiki. Við ættum í raun að vera sérfræðingar í sóttvörnum, En samt þó við höfum staðið okkur vel í þessari kórónuveiki og farið að fyrirmælum, þá hefur maður séð skringilegt atferli um leið og eitthvað var slakað á. Fólk nærri  andað ofan í hálsmálið og öðrum. Ég segi fyrir sjálfan mig, ekki tekið handþvott nægilega föstum tökum.

Íslendingar eru matvælaframleiðendur og þar er held ég mikil reynsla og fólk sem stundar slík störf örugglega til fyrirmyndar.

Auðvitað er það eðlilegt að fólk sem hefur lífsviðurværi af því að skemmta og lifa af ferðaþjónustu verði súrt með stöðuna.

Þó ekki sé hægt að segja að við þurfum að standa saman, það má  ekki, en við verðum að komast í geng um þetta og það verður þrautin þyngri og tekur langan tíma. Ekki bætir nú úr skák ef veiru fjandin er að breyta sér. Við stólum nú á Kára. Það er mikil gæfa að hafa slíkt auðlindasetur í landinu, sem hann á til hjálpar. Betri útskýringar þarf um hvernig veiru fjandin lifir.

Það er náttúrlega hræðilegt að verða af öllu fjörinu og þurf að skemmta sér í einrúmi eða þannig.

Sýnum kærleik, umburðarlindi og látum okkur þykja vænt um hvort annað, þá kemur þetta allt saman.

Góða verslunarmannahelgi og ekki keyra út af, hvorki sál né bíl.


mbl.is Hert og slakað næstu mánuðina eða árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Æði margt sem ekki má,
í öllu kóvítinu,
auðlind Kári engin smá,
í því helvítinu.

Þorsteinn Briem, 1.8.2020 kl. 20:26

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Takk nafni

Þorsteinn H. Gunnarsson, 1.8.2020 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband