Hátíðarpistill
Hef verið að lesa bókina Rætur eftir Ólaf Ragnar Grímsson. Ég er sammála ritdómum um bókina sem ég hef lesið. Nú langar mig að rekja nokkra snertifleti og rætur sem ég kalla svo þó þeir séu ekki alveg eins í raunin en ákveðin hliðstaða í því og þetta er gert til skemmtunar og fróleiks.
1. Báðir höfum við tengingu við Ísafjörð og Vestfirði. Ólafur er fæddur þar og ólst þar upp. Faðir hans var krati. Móðurafi minn, Magnús Guðmundsson og móðuramma mín, Karítas Skarphéðinsdóttir bjuggu þar all lengi og voru kommar og fengu línuna beint frá Moskvu að berja á krötum og íhaldinu og láta þá aldrei í friði. Ættarkjarni minn er kominn frá Ströndum í gegnum Pálsætt. En Ólafur er ættaður frá Ísafirði og Brekkuætt þar um slóðir.
2. Þingeyri, Ólafur ólst upp að hluta til hjá ömmu sinni og afa á Þingeyri. Systurdóttir mín Birgitta Bragadóttir sérfræðingur á Alþingi bjó um nokkurt skeið með manni sínum, séra Gunnari Haukssyni sóknarpresti á Þingeyri. Á Flateyri bjó mitt fólk nokkurn tíma, m.a. Hallgrímur Pétursson, stýrimaður á línuveiðaranum Pétursey ÍS 100, sem sökkt var í seinni heimstyrjöldinni við strönd Bretlands. Hitler var svo vitlaus að skjóta skipið niður fullt af fiski frekar en taka það herskildi og færa til hafnar. Vel að merkja var skipið utan bannssvæðis sem Hitler hafði afmarkað og því á alþjóðlegu hafsvæði og var þetta stríðsglæpur. Skipstjórinn sigldi skíthræddur af vettvangi þegar hann uppgötvaði það. Spurt er: Hvar var utanríkisráðherra Íslands að gaufa þá? Tímdi ekki að offra tundurskeyti á skipið. Skutu áhöfnina í brú skipsins, sem var úr tré. Hallgrímur var einn af stofnendum verkalýðsfélagsins Skjaldar á Flateyri. Hann var stilltur maður og prúður, fastur fyrir, þrekmaður og mannsefni mikið. Þannig er honum lýst í bókinni, Virkið í norðri eftir Gunnar M. Magnús.
3. Stóridalur í Svinavatnshreppi, Ólafur rekur ættar- og fjölskyldubönd á þann bæ. Þar bjuggu æskuvinir mínir og vinir. Ég rek þetta ekkert frekar. Það yrði bara langloka
4. Manchester, Ólafur var þar í háskóla og þar nam hann hann fróðleik um hugmyndafræði Samvinnuhreyfingunni en hún er upprunnin þaðan. Dóttir mín bjó í Manchester um skeið með manni sínum Auðuni Atla Sigurðssyni frá Ísafirði. Þau eiga dreng sem heitir Dagur Ólafur sem æfir skylmingar við dagsbrún nýrrar aldar. Ólafur Ragnar stundaði miklar skylmingar á stjórnmálasviðinu.
5. Tröð á Álftanesi, þangað tengist Ólafur fólki sem flutti þangað. Amma Karítas átti Tröð um skeið.
6. Báðir gengum við í Miðbæjarbarnaskólan. Ég einn vetur og Ólafur allt sitt barnaskólanám.
7. Báðir höfum við verið formenn í Alþýðubandalaginu. Ólafur formaður heildarsamtakanna, ég formaður aðildar félags.
8. Báðir höfum við verið forsetar. Ólafur Ragnar forseti lýðveldisins, ég var um tíma forseti Búnaðarfélags Svíanvatnshrepps, elsta búnaðarfélag landsins stofnað 1842. Þannig var titillinn í lögum félagsins. Forystumaður félagsins var ekki nefndur formaður heldur forseti, það hefur þótt flottara og var nær tíðarandanum. Ég var settur fljótlega af, ekki er mér kunnugt vegna hvers.
9. Kvöldbænir, báðir höfum við farið með kvöldbænir og beðið fyrir okkar ástvinum.
10. Vífilsstaðir, er snertiflötur vegna berklaveiki. Móðir Ólafs var berklaveik og dó. Móðursystir mín, Pálína Magnúsdóttir var á Vífilstöðum og höggvin og lifði langa æfi. Fór út á kayakróður með hjálparmanni í tilefni 80 ára afmælis síns, út frá Austfjörðum. Það skildu fáir kjark og þrek Pálínu.
11. Köpuryrði höfum við báðir þurft að þola af samferðamönnum. Ólafur var sagður vera með skítlegt eðli og ég fékk einkunina leiðinlega innrættur og vildi láta á mér bera. Þessi köpuryrði hristum við af okkur.
12. Við áttum báðir heima á Óðinsgötunni og áttum Ingibjörgu Þorbergs sem vinkonu. Við Arnbjörn bróðir veiddum fyrir hana hornsíli sem hún hafði í glerbúri sér til skemmtunar. Það var fínt að sníkja lakkrísafskurð í Lakkrísgerðinni hjá Steina. Svo bauð hún mér að syngja í barnatíma sem ég held að ég hafi gert.
Stjórnmál og samfélag | 26.12.2021 | 18:07 (breytt 15.1.2022 kl. 17:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var glæsilegt framtak þegar bændur byggðu Hótelið í Reykjavík. Bæði sem gististað fyrir bændur og svo stafsemi félagsamtaka bænda. Ég þekki svo sem ekki hvernig byggingin gekk, auðvitað vantaði pening í þetta dæmi og þá var lagt á svokallað innvigtunargjald á mjólk og fór það í bygginuna. Ekki veit ég hvað mikla fjármuni bændur lögðu til með þessum hætti, það er annara að upplýsa það.
Það er svo sem gleðilegt að Háskóli Íslands náð því að eignast húsið og gott fyrir bændaséttina að fá kaupanda. En bændur eiga góða að í stjórnmálunum. Ekki má gleymað því Eitthvað af þessu fjármagni eru á grundvelli makaskipta.
Þó hefði verið ánægjulegt ef einhver hluti nýttist áfram fyrir starfsemi bænda.
Það verður mikið áfall þegar bændur uppgötva þetta og ég er satt að segja hræddur um að láta Hótel Sög af hendi skaði sjálfsímynd bænda, þó þeir muni ekki viðurkenna það. En það að sætta sig að eignin hafi verið orði svona skuldsett að ekki hafi verið hægt að hanga á húsinu er ekki gott.
Mér þykir háskólarektor hafa vera of fljótur á sér að ætla sér að ráð því hver þróunin verður um nafngift á staðnum. Skemmtilegra hefði verið að efna til hugmyndakeppni um nýtt nafn. Sjálfum finnst mér Sumarhús koma eitthvað til greina.
En það er merkilegt hvað bygginarstarf bænd hefur dugað lista og menningarlífi Reykjavíkurborg. Má þar benda Listaháskóla Íslands sem mig minnir að komið sé frá SS, Þjóskjalasafnið var Mjólkur samlag. Áburðarverksmiðjan var að vísu byggð af ríkinu fyrir Marsallhjálpina. Þar er Baltasar búin að ná fótfestu. Þeir færa menninguna inn í þjólífið þeir feðgar.
Svona væri eitthvað hægt að halda áfram, en ættli þetta verði ekki látið duga. Vona bara að bændur fari ekki að grenja. Það verður voða erfitt að sætta sig við söluna á Hótel Sögu. ,,Og hvar eigum við að gista Gunna mín meða alla þessa krakka?
Finnst nafnið Saga mjög fallegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.12.2021 | 10:35 (breytt kl. 19:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er nauðsynlegt að ræða þessi mál. Ég býst við að heilbrigðisstéttinn haf gert og muni gera það sem þeim hefur verið kennt.
Ekki finnst mér að frelsi mitt hafi verið skert. Það er innan marka og hvað segir Frjálshyggjufélagið, það boðaði mótmæli?
Það er þessi spenna sem ruglar fólk það er auðvelt að þola þetta ástnd. Bara vera slakur og fara með æðruleysis bænina. Mér finns það næstum fáránlegt að stjórnvöld út um allan heim séu að nota þessa atburði tila búa til model sem gengu út á að láta alla lúta sér. Svoleiðis dugar ekki á Íslendinga.
Það hafa komið athugasemdir við bæði lyfið sem fólki finnst hafa verið ótrúlega fljótt að rannsaka og koma í umferð. Það má vera að þar eigi sér stað einhver fljótfærni. En allt er þetta staðlað samkvæmt bókinni og þekkingunni og ekkert breytis þó Þórólfur segi af sér og vera velta því fyrir sér að Þórólfur komi bara fram með minnisblað og leggi það fram si svona og ráðherrann og ríkistjórnin verði svo að taka taka ákvörðuna. Ja svona er stjórnkerfið.
Fólk finnst að frelsi þess sé skert ef það er skildað að fara í bólusetningu er það ekki eitthvað til að vernda aðra. En vel að merkja, ég hélt að þegar maður væri bólusettur þá væri maður bólusettur. Og þar er svolítill veikur hlekkur að maður hafi bara verið bólusettur 70% eða 85% Ég vissi þetta ekki. Við þær aðstæður ætti maður að geta umgengist flesta án þess að taka smit af lausagöngu smitbera og gengið um án þess að hafa áhyggjur um að maður væri sífellt í hönk með heilsuna þarna er spurrning sem þarf að fara yfir
Svo kom þessi hugsanleg vitneskja um að eitthvað væri að og erfitt að gera sér grein fyrir hvað það væri. Sagt var sagt að konur væru með óreglulegar blæðingar. Mér fannst þetta vera móðursýki, en fór hvergi fram með þá fullyrðingu. Það væri lækna að útskýra það og þeir voru of seinir að útskýra það.
Það er svo lítil fyrirhöfn að vera með grímu en nauðsynlegt held ég og var of seint framkvæmt í upphafi faraldursins. Fólk gat þvælt það út og suður um að ekkert gagn væri að því. Hægt hefði verið að benda á að allstaðar þar sem uppskurður eða læknisaðgerð færi fram. Og hvers vegna til að veirur og sýklar kæmust ekki inn í líkamann. Þetta er nú ekki flókið.
Loftræsting er á flestum söðum rangt notuð. Lofti er blásið inn og þá þyrlast loftið til og allar agnir fara fljótt yfir. Það ætti að draga loftið út. Gunnar Bjarnason bændaskólakennari benti á þetta. Loftið ætti ekki að draga niður um strompinn frekar ættu loftop að vera á veggjum, þá væri ammoníaki ekki stöðugt dregið í geng um fjósið. Loftræstingu þarf að stórbæta og hugsa. Hér í minni íbúð er þetta svona að Þorrasölum. Loftið er tekið inn á tveim stöðum á baði og þvottahúsi fer beint út í íbúð og heldur stöðugu loftstreymi um íbúðina og fer svo út í gegn um loftop út í náttúruna. Enda eru ótrúleg loftgæði í íbúðunum. Viðmiðið er að blað A4 hangi uppi við túðuna og haldist þar, þá er loftstreymið í lagi. Spurningin er hvort hinn nýi vísindaráherra gæti ekki skipað Þórólfi vísinda og ráððgjafarnefnd.
Svo þyrfti að halda almannaráðstefnu þar sem yrð vettvangur umræðna og átaka.
Finnst að Þórólfur eigi að segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 21.12.2021 | 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fólkið sem hefur staðið í þessu málastappi hefur staði sig ótrúlega vel. Auðvitað var nauðsynlegt að ganga í málið og ég óska þeim til hamingju með þetta afrek.
Að vísu stendur mál dánarbú Tryggva Rúnara Leifssonar útaf.Sjálfsagt eru dómarar með einhver paragröf sem þeim er skylt að fara eftir sem skýrir þessa niðurstöðu. Er ekki svo vel að mér í þessum málum. En Alþingu verður að gera hliðarráðstafnir svo jafnræði sé með fólki.
Við sem erum á þeim aldri að hafa fylgst með stórnmálaþætti málsins þegar það var í atburðarrás dag eftir dag og á dagskrá í beinni línu frá Alþingu.
Það verður að segjast eins og er að það vantar eitthvert púsli í heildar myndina, finnst mér. Hvað það nákvæmlega er, er ekki gott að fullyrða. Þetta er allt til einhverstaðar. T.D. að fá rannsókarmann frá Þýskalandi o.s.frv. Til hvers voru Íslandingar ekki færir að rannsaka málið.
Það þarf að atvikagreina aðkomu ríkisvalds og hvernig það fór að þróast í það að málið færi á hliðina. Setja svo svartan ramma utanum skýringar ríkisvaldsins.
Það yrði gleggra að þáttur ríkisvaldsins væri dreginn glöggt fram og það birt í blöðum eða ritgerð. Auðvitað eru bæturnar sem þarf að greiða hluti af viðurkenningu rkisins í geng um lög og dóma.
Sérstaklega væri áhuga vert að það væri greint af hverju málið dróst inn á Alþing og danshúsið Klúbburinn, var kominn í sviðsljósið.
Ekki meira í bili Gleðileg jól.
Óljóst hvort ríkið komi til móts við fjölskylduna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 19.12.2021 | 14:14 (breytt kl. 16:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er víst ekkert nýtt undir sólinni. Auðvitað er búið að segja flest einhverni vegin á flestum tungumálum?
Lýsing á sauðfjársýningu
Texti svipaður þessum sem fer hér á eftir kemu oft fram í hrútadómum, gætu menn þá sagt, þetta er frá mér, allt stolið.
Prúður góður um herðar, hryggurinn breiður, góð lærafylling. Lágfættur rétt fótstaða. Ull ágæt. Gott heildarsamræmi.
Það væri hægt að segja að allar Þessar ávirðingar sem settar eru fram sé runa af fjölmælum sem borið er upp seðlabankastjóra. Íslendingar eiga doktorsritgerð um fjölmæli og væri rétt af þessum sagnfræðinug að fara glugga í þá bók.
Árni sakar Ásgeir líka um ritstuld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 17.12.2021 | 16:30 (breytt kl. 16:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er nú alltaf gama að því þegar menn velti Íslandssögunni fyrir sér, en þar er margt að skoða. Saga okkar er vissulega mögnuð og sérstaklega að við skulum vera lifandi og með stofnanir og stjórnarfyrirkomulag í lægi, burtséð frá talningunni í NV-kjördæmi og þegar Hannes Hólmsteinn fékk bágt fyrir að hafa ekki gert grein fyri tilvitnunum í nóbelskáldi hér um árið.
Í raun er okkar nútíma ríki byggt upp á 70-90 árum miðað við ríki í Skandinavíu og Evrópu sem hafa verið mjög lengi að byggjast upp. Ég sá einu sinni kirkju í Búdapest sem var byggð um svipað leiti sem Ísland var numið. Þar var mikið forskot á Hallgrímskirkju.
Margt er stundum haft eftir gömlum ritum og á það trúað sem heilagan sannleika. Fáein ár eru síðan bloggari tók sig til og las bókina Íslandssaga til okkar daga eftir Björn Þorsteinsson og Bergstein Jónsson gefin út af Sögufélagi Reykjavík 1991.Ég sem hélt að að ég væri fullnuma í Íslandsögunni. Þar voru nú mörg götinn og fróðlegt að bæta við sig. Við höfðum góða kennara í farskólanum og Stebbi á Hóli kenndi okkur landafæði og spurði um hvaða sund væri milli Englands og Frakklands. Þá varð alveg þögn í stofunni á Höllustöðum. Dauðaþögn svo fór Steppi að toga ermarnar á skirtunni fram og þó hrópuðu allir hver í kapp við annan. Ermasund!!!. Landakortið var eina búnaðurinn sem fylgdi farskólanum milli vistunarstaða.
Hermann Pálsson sveitungi minn frá Sauðanesi ritaði mjög góða rannsóknarsögu um Hrafnkells sögu Freysgoða og útskýrði hennar innihald í bókinni Siðfræði Hrafnkelssögu. Samsamaði ég mig vel þeirri sögum, mjög vel, verandi nýbúina að taka stóðhesta Björns á Löngumýri og láta yfirvaldið selja hann. Hann fv.valda karlinn og ég leiguliðinn.
Margt er óútskýrt um gróður og viðarvöxt á Íslandi.
Landið var viði vaxið milli fjalls og fjöru segir í Landnámu. Þetta er nú allgjör steypa nema kannske á Austurlandi.
Þá eru það villurnar í ritunum. Ekki er gott að fara leiðrétta handrit sem maður hefur ekki fyrir framan sig. En ég tel að þarna sé augljós villa. Þarna er kommu villa. Í staðin fyrir viði vaxið, hlýtur að eiga standa víði vaxið. Það hef ég reynt á sjálfum mér með því að grafa milli fjalls og fjöru fyrir vatnsleiðslu.
Þegar ég kom upp í svokallað Hrísholt á Syðri-Löngumýri komu sverir lurkar upp í mokstrinum. Þar var ekki um neinn við að ræða eða skóg, enda fór Ingimundur Gamli til Noregs að heyja sér við í byggingar. Varla hefði hann þurft þess ef landið hafi verið viði vaxið.
Stundum voru birki hríslur notaðar til að þekja þök undir torfristu í peningshúsum en burðarvirkið hefur vafalaust komið frá Ströndum norður, þaðan sem Seðlabankastjóri er frá.
Ekki er óeðlilegt að svona mál komi upp eins og milli Ásgeirs og Bergsveins. Ekki tel ég það nú gáfulegt að ætla að fara í hart í þessu máli fyrr en allir málavextir séu komnir fram.
Það er nefnilega áhugavert þegar seinni tíma menn nenna að velta hagsögu þjóðarinnar fyrir sér.
Ég átti einu sinni í viðskiptum við Júgóslava sem lagaði bát fyrir mig. Hann var lærður skipasmiður. Hann fórnaði höndu þegar hann kom inn í fjárhús mín og skildi ekkert í því hvað ég var með margt. Svo fór hann að tala um fiskiskip okkar og þótti þau nokkuð stór og fór að velta því fyrir sér hver fjármagnskostnaður og olíu eyðsla vær. Þetta er auðvitað nauðsynlegt fyrir hagfræðinga að rannsaka og bera saman við smærri og liðlegri útgerðir Hvað sé þjóðhagslega hagkvæmt og útskýra það?
Gæti dregið Ásgeir fyrir dóm í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.12.2021 | 12:33 (breytt kl. 17:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stundum fyrir kosningar vilja frambjóðendur fara að gefa almenningi einhvern hlut í banka að spítala. Þetta er göfugt hlutverk. Málið er að fólk telur sig eiga þetta í gegn um þjóðfélagsaðildina.
Lengi er búið að deila um kvótamálin og gengur á ýmsu.
Framsalið á kvóta var nokkuð glannalegt á sínum tíma og var það talið að það væri hugsanlega að festast í sessi. Sú aðgerð að leyfa framsal var fyrst og fremst hugsuð til að hagræða og slappar útgerðir gætu selt frá sér kvóta til að komast út úr einhveri skuldakrísu.
Þess vegna eru bankar alltaf á móti að gera kvótan að alþýðueign og fara æpa og góla og bíta í skjaldarrendurnar, vissulega eru þetta stjórnarskrávarinn réttidi, en einhvern tíman þarf að höggva á þennan hnút og þá er hægt að segja við bankan að þeir hefðu átta að gera sér grein fyrir þessu, því 1.gr. laga um stjórnun fiskveiða er eignarréttarákvæðið og þá er nógu sterkt til að hrynda hugmyndum bankann frá sér. Betur má ef duga skal. Færa þetta í hendur fólksins.
Skrifari sendi einum háskóla sem var að rannsaka útfærslur og framkomnar hugmyndir um úrræði í kvótamálum og tók þessi hlunnninda bréf með í rannsókninni og leyst vel á þangað til einhver fór að hvísla að þau væru svo flókin. Ekki flóknar en að leggja á skatta eða semja kjörskrá, allt gert í tölvum. þannig að þessu er vísað út af borðinu.
Sko þetta er hugmynd og skrifari hefur velt þessu nokkuð fyrir sér. Hugmyndin er konin ofan af Laxárdal í Þingeyjarsýslu frá samvinnumönnum þar, sem áttu viðskipti við Danskan og breskan sauðakaupmenn, þá Louis Zöllner og Johan Coghill. Bændurnir þurftu að reysa sér hús fyrir sauðasöluna og fannst betra að nefna bréfin hlunnindabréf frekar en hlutabréf.
Guðbjartur Hannesson skólastjóri og alþingismaður sagði mér að alltaf þegar einhver nefnd væi að komast að niðurstöðu um þessi mál færu bankarnir að góla og þá væri allt básiða af.
Nú við stefnuræðu forsætætisráðhera sá ég að upp var komin málverk af Guðbjarti heitnum. Það var gott.
Sumir vilja setja inn í stjórnarskrána ákvæð um auðlindir til a að gera sess auðlindarainnar varanlegri, svo ekki sé hægt að toga þetta út og suður, lögfræðilega, t.d að segja að þjóðin geti ekki átt neitt sem er nú blaður að mínu mati.
Flestir landsmenn sem eru komnir yfir fermingu vita hvað hlunnindi eru. Það eru verðmæti sem fylgja sjó, vötnum og landi og næst kemur, loftið sem við öndum að okkur. Þannig að það er eins gott að fara gera eitthvað í þessum málum.
Skrifari hugsaði og samdi skjal að skipta sjávarauðlindina niður á landsmenn. þá væri ekki hægt að véfengja það að þjóðin ætti fiskinn í sjónum en ekki stórútgerðir. Hlunnindabréf gætu vel dugað við handfæraveiðar og til viðurkenningar á nytjum innan landhelgi sjávarjarða sem þær hafa haft frá landnámi, en voru svo skyndilega sviftar þessum nyjun bótalaust. með frekju ríkivalds og þeirra pótentáta sem þá ríktu.
Þessi hlunnindabréf voru borinn inn á miðstjórnarfund Alþýðubandlagsins, vöfð með íslenska fánanum.
Lög um Stjórnarráðið endurskoðuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 2.12.2021 | 11:07 (breytt kl. 11:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sumir eru á móti því að taka blóð yfir höfuð úr hryssum. Bændur eru að drýgja litlartekjur með því að taka þátt í þessari atvinnustarfsemi.
Myndbandið varpaði ekki fallegri mynd á starfsemina og umhverfið mætti vera betra svo sannarlega. Ekki stendur þessi rekstur undir því að kosta tamningu á hrossin. En hægt væri að fá sér sprautukönnu og mála tökuklefana einu sinni á ári. Tilraun þarf að gera með uppblásnar hliðarmottur á hverri hlið tökubássins og væru þær blásnar upp þannig að þær skorðuðu hyssurna hæfilega af, þannig að þær gætu ekki skaðað sig né þá, sem vinna við verkið.
Spurning hvort motturnar sem notaðar eru í lausagöngufjósum væru nothæfar.
Að lokum þarf að gefa gaum að umhirðu og næringarástandi hryssanna. Þetta er mikið álag á dýrin að taka allt þetta blóð úr þeim og getur það vissulega orkað tvímælis. Vetrarfóður þarf að vera yfir meðallagi eftir þessa áraun dýrsins. Svo væri útlátalítið að hafa umgengni góða eins og kostur er, moka bása og nota möl í alla aðkomu á vinnusvæðinu og götur inn í básinn. Fara varlega í beitingu hunda, umfram nauðsyn. Ef bændur gætu þróða þetta svona einhvern vegin til betri vegar, mundi starfsemin verða fyrri minni gagnrýni og allt léttbærara.
Engan veginn ásættanleg meðferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.11.2021 | 14:01 (breytt kl. 14:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú þarf að vanda sig þegar farið er að nota þessi orð. Hagvaxtarauki, er væntanlega aukning á framleiðslu atvinnuveganna. Það er að segja meira er framleitt sem er hægt að selja. Þetta kannast atvinnurekendur ekki við og seðlabankastjóri ekki heldur.
Þetta þarf að komast á hreint og ætti að vera auðvelt að komast að því.
Þá er það verbólgan og dýrtíðin hvað er það? Í mínum huga skapast verðbólga þegar verðlag hækkar og launþeginn verður óánægður með sína stöðu og vill samsvarandi hækkun. Sem sagt átök milli vinnuaflsins og eigenda fjármagnsins og framleiðslutækjana, hver á að fá hvað.
Á Hvanneyri var það kennt með bók Ólafs Björnssonar Þjóðarbúskapur Íslendinga að dýrtíð skapaðist vegna vöruskort, sem sagt vöruverð hækkaði vegn vöruskorts. Ekki er gott að blanda þessu saman og tala um verðbólgu í öðru tilfellinu en dýrtíð í hinu orðinu. Stundum geta ýmis svona orð verið notuð í áróðursskini.
Gott dæmi eru uppbætur á innlegga bænda sem oft var leitast við að borga þegar búið avar að selja allt kjöt og kjötreikningurinn var komin með allar tekjur af kjötin og hægt var að gera fullnaðaruppgjör.
Bændur áttu rétt á ákveðnu verði til að ná viðmiðunarstéttunum í kaup, verið var skráð á hvert kjöt-kg í verðlagsgrundvelli. Síðasta greiðslan var gjarnan notð orði uppbætur. Það var villandi því það var ekkert greitt meira en skilt var. Lokatölur mætti það heita. Uppbætur var eins og það væri verið að greiða eitthvað meira- bónus eða eitthvað slíkt. Það var tilhlökkun hjá bændu að fá uppbótina, eins er það með verkalýðinn að tilhlökkun er hjá launamönnum að fá eitthvað af hagvaxtaraukanum, en áhöld virðast vera hvort hann sé til staðar.
Ef hægir á hraða aðfangakeðjunnar gæti orði dýrtíð og hvað á þá að gera. Það verða hagspekingar að upplýsa.
Bændur geta aldrei gefið meira hey en þeir afla, svoleiðis er það Nú hækkar áburðurinn í vor. Helst má ekki tala um það.
Ásgeir líkti hækkun launa við öfugmælavísur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 18.11.2021 | 10:32 (breytt kl. 12:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þarna fór betur en áhorfðist og er þetta mikill sæmdarhundur sem varð var við kindina og rjúpnaveiðimaðurinn eftirtekktar samur.Það er svo sem ekkert óeðlilegt að í stóru landi eins og við byggjum miðað við mannfjölda og byggðin alltaf að grisjast finnist óskilafé. Það er nú atriði sem huga þarf að, að gæta fjárins eins vel og kostur er. Þarna hefur einfaldlega skafið yfir ána, hún hefur getað hreyft sig haft vatn kannski og örlitla mosaþúfu að naga.
Í Þjóðólfi blaði sem gefið var út hér fyrr á árum er mjög góð grein eftir Erlend Pálmason (1820-1888) dennebrogsmann frá Tungunesi í Svínavatnshreppi, en þar er elsta búnaðarfélagi landsins. Greinin er um vetrarbeit roskins fjár og vörslu. Greinin er mjög góð og í raun fræðigrein um hvernig halda á og umgangast skal sauðfé á þessum árstíma og beita því og nýta landið sem best. Má segja að þessi grein hafi farið hulduhöfði á vettvangi búfræðinnar, sennilega vegna þess að vetrarbeit hefur þótt púkó eftir að tæknin hóf innreið sína í landbúnaðinn.
Alltaf var hlustað á veðurfregnir frá hreppaskilum kringum 12. okt og fram að jólum varðandi útiveru fjárins á mínum unglingsárum. Féið var oftast hýst, þó gat því verið sleppt í einmunatíð. Smalinn var skammaður ef eitthvað vantaði. Meiri rækt var lögð við að hlusta á veðurfregnir þegar veðrakerfi voru á sveimi við landið.
Það er fóðursparnaður við að hýsa fé á haustinn og geta hleypt því út þurru og rösku.
Allt er þetta lagt á aðra bók núna sauðfé fennti í hrönnum hér um árið og Bjargráðasjóður er látinn punga út stórum bótum vegna fjárskaða. Jafnvel fjöldi hrossa fennti. Að vísu var þá um aftakaveður ræða og bændur liðfáir að ná þeim saman og reka til réttar á býlum sínum. Ef til vill hafa þeir ekki vitað hvar hrossin gengju eða ekki haft trausta réttaraðstöðu.
Engin veit hvort bændur hlusta á veðurfregnir almennt en nú er mun léttara að ná þeim fréttum en áður var. Ef menn misstu af veðurfregnum urðu þeir ómögulegir, hér áður fyrr.
Bændum mörgum finnst gott að vita af rjúpnaskyttur á fer á þessum árstíma og spyrja gjarnan ,, sástu nokkuð. Vonandi helst þessi samvinna frekar en að kenna skotveiðimönnum um dráp á búpeningi án stafestrar vitneskju um hvort þau séu skotin eða sjálfdauð.
Á útmánuðum háttar bóndi beitinni öðruvísi. Fé sækir gróður sem er að koma undan snjó og klaka. Smalinn þarf að fara langan veg til að komast í kring um féið. Hann gat farið marga km og lagði af stað í ljósaskiptunum og oft var hann orðin blautur í lappirnar. Það bjargaði að vera í lopasokkum, þá varð þeim sjaldan kalt.
Fundu lifandi kind grafna í fönn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 14.11.2021 | 10:29 (breytt kl. 10:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 19
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 571
- Frá upphafi: 573917
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 505
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar