Nú getur allt farið að gerast.
Nú verður einhver sveifla.
Hægt er að nota forsetakosningarnar til að mæla styrkleika markhópa.
Þá getur það verið sjónarmið frambjóðenda að nota tækifærið til að skapa umræður.
Eins getur útkoman verið ávísun á þingsæti við næstu alþingiskosningar.
En ég held að hefðbundnir umræðuþættir í sjónvarp séu liðnir undir lok.
Nema frambjóðendum verið skipt upp í hópa.
T.d. Neðri og efri deild, ellegar yngri og eldri deild.
Hver veit? Ekki ég.
![]() |
Andrea tilkynnir um forsetaframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 30.4.2012 | 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er leitt að heyra hvernig það er að verða árviss atburður að upp komi svona mál sem greint er frá í fréttinni. Óviðunandi er fyrri hinn almenna sauðfjarbónda sem að öllu jafna hugsar vel um sinn bústofn að hafa svona umræður hangandi yfir sér.
Sú breyting hefur átt sér stað varðandi skoðun fóðurbirgða á hausti að bændum er sent eyðublað þar sem þeir tilgreina fjölda búfjár og metnar heybirgðir. Þetta er breyting frá fyrra kerfi þar sem forðagæslumenn fóru að jafnaði á hvern bæ og skráðu niðurstöður.
Fjórar ástæður geta legið til þess að svona fer. Ásetningur glannalegur þ.e.a.s. of litlar heybirgðir og of margt fé. Mikil skuldastaða og því ekki hægt að kaupa fóður. Fákunnátta um hirðingu búfjár og svo persónulegar aðstæður, svo sem þunglyndi, hirðuleysi, drykkjuskapur og félagsleg einangrun, sorg og rangt mat á stöðu viðkomandi.
Til að komast hjá svona atburðum þarf ásetningur og eftirlit að vera í lagi. Nauðsynlegt er að fara vel yfir heilsufar búfjár að hausti svo sem hvort ær séu með heilar tennur og komi til með að fóðrast vel. Gætnir búmenn flokka fé eftir aldri og fóðra sér. Fylgjast vel með ef fé fer að misgangast. Sérstaklega þarf að aðgæta eldra féið og taka jafnharða frá og fóðra sér. Færsluhöfundur ólst upp við að eldri ám var gefið rúgmjölsdeyg til að rétta þær af í fóðurstigi þar sem fóðurbætir var dýr og áðstæðulaust að gefa öllu fénu fóðurbætir.
![]() |
Kindum lógað vegna vanfóðrunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 30.4.2012 | 20:48 (breytt 8.12.2012 kl. 23:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Reglur um boðun húsfunda í fjölbýlishúsum eru mjög strangar. Þannig verður að boða húseiganda með sannanlegum hætt á húsfund. Það er gert til að ákvarðanir húsfundr ónýtist ekki vegna ákvarðana sem teknar eru varandi framkvæmdir og samþykktir um fjárútlát. Húseigandi geti semsagt ekki vikið sér undan ábyrg bara með því að koma ekki á húsfund. Og mál geta ekki drabbast niður með því að boða ekki húsfund. Um það eru sérstakar reglur um hvernig hægt er að koma á húsfundi sé hann ekki haldinn.
Aðalfund húsfélags skal boða með minnst 8 daga fyrirvara og mest 20 daga fyrirvara. Það er gert til að eigendur hafi svigrúm til að þoka málum áfram svo sem undirbúa tillögur eða eiga samræður við stjórn um sprunguviðgerðir viðhald á gluggum o.þ.h.
Eftir þessu reglum reynir almenningur í þéttbýli að fara svo menn lendi ekki upp í Hæstarétti með mál sem hafa ekki verið löglega afgreidd og reyfuð á húsfundi.
17. grein stjórnarskrárinnar kveður á um það að halda skal ríkisstjórnarfundi um mikilvæg stjórnarmálefni. Þetta ákvæði er sett til að skapa réttmætan grundvöll fyrir ráðherra þar sem þeir geti hittst á jafnræðis vettvangi að koma með upplýsingar, fá upplýsingar og vinna að málum sem kalla á aðgerðir.
Þarna geta þeir reyfað hugmyndir sínar og óskað eftir frekari úrvinnslu á þeim. Það kemur fram í Rannsóknarskýrslunni að bankamálaráðherra hafi verið með minnisblað sem aldrei fékkst rætt. Einhver ráðherra hefði getað komi með tillögu um að bindiskylda bankana væri aukin. Það var bara aldrei neinn formlegur vettvangur til að starfa á. Það var bara verið að hringjast á og spjalla og sumir sniðgengnir að nóttu til.
Nú er Landsdómur sem sagt búin að gera 17. grein stjórnarskráina virka og það er sigur fyrir fólkið í landinu að valdhafarnir verði að hlýta stjórnarskrá og þörf áminning.
Geir Haarde hefur engan sigur unnið. Það er fjarstæða og engum til góðs að ræða niðurstöðu Landsdóms með þeim hætt sem fv. forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins gerir.
![]() |
Það var reitt hátt til höggs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 28.4.2012 | 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Einhverar hugrenningar virðast svífa innan veggja í Valhöll að Sjálfstæðismenn geti notað dómara Landsdóms eins og einhvern flokk á Sturlungaöld til að koma fram hefndum um niðurstöðu Landsdóms um brot Geirs Haarde fv. forsætisráðherra á 17. grein stjórnarskra Lýðveldisins Íslands komist þeir til valda.
Ég held að það hafi engum manni dottið í hug að slíkt væri hægt nema Sjálfstæðismönnum og að það þurfi að vera ítreka það í dreifibréfi kemur á óvart.
Þetta er í raun sprenghlægilegt en þó í raun sorglegt að menn haldi það að einhver einn aðili ráði yfir fjölskipuðum blönduðum dómi eins og Landsdómur er uppbyggður.
Þetta er gróf móðgun við dómara Landsdóms að ía að því að þeir séu strengjabrúður. Þetta er í raun aðför að löglegum Landsdómi.
Sjálfstæðismenn ráða bara yfir sjálfum sér. Aungvum öðrum.
![]() |
Landsdómi ekki beitt í hefndarskyni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 24.4.2012 | 23:00 (breytt kl. 23:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Geir Haarde fv. forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins var dæmdur í Landsdómi kl:14:00 í dag fyrir að hafa brotið 17. grein stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands.
Geir fer mikinn í fjölmiðlum og rífur kjaft og er með mikinn gorgeir og hroka varðandi niðurstöðu Landsdóms samkvæmt minni skoðun.
Það sem mér finnst alvarlegast í yfirlýsingu hans sem fylgir þessari frétt er að hann ræðst að æru fv. forsætisráðherrum landsins sem eru látnir og er með staðhæfulausar fullyrðingar um hliðstæður við sitt mál.
Í fyrsta lagi voru þær hliðstæður ekki í ákæru málsins og því ekkert dæmt um það og koma málinu ekki við.
Í öðru lagi geta látnir menn ekki varið sig og er þetta lítilmannlegt af hálfu Geirs Haarde að mínu mati og er þessi málflutningur honum ekki til sóma.
Þessi niður staða í máli Geirs Haarde var eins og ég bjóst við og var búin að segja konu minni frá að þetta yrði niðurstaðan.
Ég mun svo seinna þegar ég hef tíma til grein frá reynslu minni hvernig það er að reyna það á eigin skinn að stjórnarskráin sé brotin á manni.
Geir Haarde virðist standa í þeirri trú að engin hafi lent í neinni lífsreynslu nema hann í þessu hruni.
Það er fjarri lagi.
Þúsundir Íslendinga og fjöldi fólks í öðrum löndum á um sárt að bind vegna bankahrunsins á Íslandi og því ætti Geir Haardi bara að hafa hægt um sig og passa sig á því að missa ekki þá stöðu niður sem hann hefur þó, með gifuryrðum og svigumælum um látna menn.
Það er langt í frá að við Íslendingar séum búnir að bíta úr nálinni með þetta bankahrun og því ætti fv. forsætisráherra Sjálfstæðisflokksins að hætta að þenja sig á opinberum vettvangi vilji hann ekki skaða flokkinn meir.
![]() |
Ósáttur við niðurstöðuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.4.2012 | 16:47 (breytt 16.9.2012 kl. 21:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Toppurinn á tilverunni hjá Kínverjum og forseta Íslands í þessari opinberu heimsókn hafa sennilega átt að vera undirritun um kaup á jörðinni Grímstöðum á Fjöllum, en forseti Ísland hr. Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið áhugasamur um það mál.
Af því varð hinsvega ekki. Kemur þar til andstaða við að selja Kínverjum svo stórt land, óskipulagt. Mikil munur er á eignarlandi og leigulandi. Eignarland er fyrirstöðu lítið hægt að girða mannheldum girðingu. Þó reikna megi með að Kínverjar mundu fara að íslenskum lögum varðandi allar athafnir innan landamerkja jarðarinnar er ekki fullvíst að stjórnvöld gætu haft yfirsýn yfir alla þætti starfseminnar.
Þannig háttar til að við höfum ekki her og lögreglu er þröngur stakkur skorinn og ýmsir þættir stjórnvalda og framkvæmdavalds ófullburða. Það má t.d. merkan á að við eigum fullt í fangi með að líta til með sorpbrennslum, fjármálafyrirtækjum og ýmissi starfsemi.
Nú hafa komið fram hugmyndir að sveitarfélögin á Norðausturlandi fái lán frá Huang Nubo og leigi honum síðan landið. Þetta verður náttúrlega að vera mál íbúa á svæðinu.
Mörg dæmi eru um að sveitarfélög hafi keypt jarðir vegna ýmissa sjónarmiða og hagsmuna almennings og verður svo að telja að þessi leið sé fær sé jörðin leigð í friðsamlegum tilgangi.
Í fréttablaðinu í dag er getið um að þetta umsóknarferli sé á lokametrunum. Þar kemur hinsvegar ekki fram hvaða ráðuneyti fer með eigendamálefni Grímstaða á Fjöllum en ríkið á ca 25% hlut í jörðinni óskiptri og hvað ríkið hugsi sér í málinu.
![]() |
Wen gætt af öryggisvörðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 21.4.2012 | 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er meir en sjálfsagt að eiga vinsamleg samskipti við Kínverja á þjóðréttarlegum grundvelli.
Lýðræðið á eitthvað undir högg að sækja í Kína. Kínverjar eru fjölmennir og ekki gott ef allir tækju til máls í einu og hefðu uppi tillöguflutning.
Félagskerfi Íslendinga er mjög gamalt.
Þó félagskerfi á þjóðveldisöld hafi ekki verið lýðræðiskerfi var það þó skipulag, sem laut ákveðnum lögmálum og og reglum.
Fyrsta búnaðarfélag sem stofnað var er Jarðabótafélag Svínavatns- og Bólstaðarhlíðarhrepps, talið stofnað 1842. Færsluhöfundur var félagi í Búnaðarfélagi Svínavatnhrepps sem hefur starfað óslitið síðan og formaður um skeið.
Félagið heldur reglulega fundi og þar ræða félagsmenn ýmis mál sem þeir telja til framfara horfa. Það ver eðlilegur hluti af félagsmenningunni og eru félagsmenn óhræddir að hafu uppi skoðanir og fylgja þeim efti.
Afurðarsölufélag Austur-Húnvetnskra bænda er yfir 100 ára. Það er samvinnufélag og þar er viðhaft svokallað fulltrúalýðræði. Fulltrúar kosnir í deildum sem fara á aðalfund.
Gaman væri að Wen Jiabao gerði uppskátt hvernig félagskerfi í Kína virkar..
![]() |
Gullfoss skartar sínu fegursta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 21.4.2012 | 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það verður örugglega mikil hækkun í hafi þegar og ef rafmagninu verður landað í Evrópu.
Það er engin spurning.
![]() |
Hjörleifur með efasemdir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 12.4.2012 | 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Icesave-málið er prófmál og þess vegna forvitnilegt út frá lögfræði og Evrópurétti.
Geir Haarde talaði um það í Landsdómsmálinu að það hefði ekkert verið hægt að gera til að afstýra bankahrunin.
Ríkisvaldið hefði ekki boðvald yfir hlutafélögum og réði því ekki hvernig hlutafélög eins og bankar á Evrópska efnahagssvæðinu störfuðu.
Mig minnir að samkeppnisforstjóri Evrópusambandsins hafi bent á það þegar farið var að bjarga bönkum með ríkisaðstoð, að það skekkti samkeppnisgrundvöll í fjármálastarfsemi og væri óheimilt.
Bretar tóku um það pólitíska ákvörðun að borga sparifjáreigendum skakkaföllin af Icesave.
Máttu þeir það?
Spyr sá sem ekki veit.
![]() |
Viðræðum um aðild að ESB sjálfhætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 11.4.2012 | 20:52 (breytt 28.1.2013 kl. 16:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er gömul aðferð að reykja matvæli úr holu og er færsluhöfundur alinn upp við það.
Hægt er að koma sér upp slíkri aðstöðu með mjög einföldum og ódýrum hætti. Grafin er hola ca 1mx1m og ca 60-70 cm djúp. Holan eða gryfjan, sem ég kýs að kalla svo þarf að vera neðst í halla. Í hana er sett hálfþurrt sauðatað og eitthvað eldfimara, t.d. hrís eða viður til að koma brunanum af stað. Yfir holun er sett járnplata og svo tyrft lauslega yfir.
Frá gryfjunni er síðan gerð rás upp í móti með því að stinga skásnyddu og snúa henni við og loka rásinni þannig. Þessi rás þyrfti að vera 5-7 metra ætla ég.
Þar fyrir ofan er komið fyrir tunnu, t.d trétunnu gömlum síldarstrokk sem reykurinn kemur í gegn um. Járntunnur töldust óheppilegar vegna þess að þær urðu mjög heitar.
Í tunnuna er síðan hægt að setja ýmis matvæli og var oftast reyktur silungur, síðubitar, bjúgu og smærri stykki. Þessi reykingaraðstaða var notuð ef til vill vegna vanefna þeirra tíma, en ég sé fyrir mér að ekkert sé til fyrirstöðu að þróa þessa hugmynd þannig að greiðara væri að komast að gryfjunni og svo gæti aðstæðan við efrihluta rásarinnar verið stærri, svo sem snyrtilegur smákofi sem væri þægilegur að ganga um. Aðalatriði var að aðstæðian væri í allmiklum halla til að reykurinn nýttist vel.
Teki skal fram að ekki er heppilegt að óvanir séu að stunda svona reykingu, aðeins vanir menn. Ekki kemur til álita að vera með svona aðstöðu í þéttbýli.
![]() |
Reyndu að reykja kjöt í holu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 6.4.2012 | 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 2
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 482
- Frá upphafi: 601411
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 401
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar