Landakaup Kínverja á Íslandi

Toppurinn á tilverunni hjá Kínverjum  og forseta Íslands í þessari opinberu heimsókn hafa sennilega átt að vera undirritun um kaup á jörðinni Grímstöðum á Fjöllum, en forseti Ísland hr. Ólafur Ragnar Grímsson  hefur verið áhugasamur um það mál.

Af því varð hinsvega ekki. Kemur þar til andstaða við að selja Kínverjum svo stórt land, óskipulagt. Mikil munur er á eignarlandi og leigulandi. Eignarland er fyrirstöðu lítið hægt að girða mannheldum girðingu. Þó reikna megi með að Kínverjar mundu fara að íslenskum lögum varðandi allar athafnir innan landamerkja jarðarinnar er ekki fullvíst að stjórnvöld gætu haft yfirsýn yfir alla þætti starfseminnar.

Þannig háttar til að við höfum ekki her og lögreglu er þröngur stakkur skorinn og ýmsir þættir stjórnvalda og framkvæmdavalds ófullburða. Það má t.d. merkan á að við eigum fullt í fangi með að líta til með sorpbrennslum, fjármálafyrirtækjum og ýmissi starfsemi.

Nú hafa komið fram hugmyndir að sveitarfélögin á Norðausturlandi fái lán frá Huang Nubo og leigi honum síðan landið. Þetta verður náttúrlega að vera mál íbúa á svæðinu.

Mörg dæmi eru um að sveitarfélög hafi keypt jarðir vegna ýmissa sjónarmiða og hagsmuna almennings og verður svo að telja að þessi leið sé fær sé jörðin leigð í friðsamlegum tilgangi.

Í fréttablaðinu í dag er getið um að þetta umsóknarferli sé á lokametrunum. Þar kemur hinsvegar ekki fram hvaða ráðuneyti fer með eigendamálefni Grímstaða á Fjöllum en ríkið á ca 25% hlut í jörðinni óskiptri og hvað ríkið hugsi sér í málinu.


mbl.is Wen gætt af öryggisvörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Í bókinni Íslenskir kommúnistar eftir Hannes Hólmstein Gissurason segir frá því að íslenskir kommúnistar hafi efnt til söfnunar til að kaupa dráttarvél handa rússneskum bændum. Sú ættarsaga hefur gengið í minni fjölskyldu að móðurafi og amma mín hafi verið svo fátæk að þau hafi ekkert haft til að gefa, svo þau brugðu á það ráð að gefa giftingarhringana í söfnunina.

Nú er svo komið fyrir Þingeyingum að þeir eru svo fátækir að þeir hafa ekki efni á að kaupa jarðir í eigin héraði nema að fá lán hjá kínverskum kommúnistum.

Ja, það er af sem áður var að bændur byggðu eitt stærsta hótel í Reykjavík, Hótel Sögu og fóru létt með það.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 21.4.2012 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband