Forðagæsla í ógöngum

Það er leitt að heyra hvernig það er að verða árviss atburður að upp komi svona mál sem greint er frá í fréttinni. Óviðunandi er fyrri hinn almenna sauðfjarbónda sem að öllu jafna hugsar vel um sinn bústofn að hafa svona umræður hangandi yfir sér.

Sú breyting hefur átt sér stað varðandi skoðun fóðurbirgða á hausti að bændum er sent eyðublað þar sem þeir tilgreina fjölda búfjár og metnar heybirgðir. Þetta er breyting frá fyrra kerfi þar sem forðagæslumenn fóru að jafnaði á hvern bæ og skráðu niðurstöður.

Fjórar ástæður geta legið til þess að svona fer. Ásetningur glannalegur þ.e.a.s. of litlar heybirgðir og of margt fé. Mikil skuldastaða og því ekki hægt að kaupa fóður. Fákunnátta um hirðingu búfjár og svo persónulegar aðstæður, svo sem þunglyndi, hirðuleysi, drykkjuskapur og félagsleg einangrun, sorg og rangt mat á stöðu viðkomandi.

Til að komast hjá svona atburðum þarf ásetningur og eftirlit að vera í lagi. Nauðsynlegt er að fara vel yfir heilsufar búfjár að hausti svo sem hvort ær séu með heilar tennur og komi til með að fóðrast vel. Gætnir búmenn flokka fé eftir aldri og fóðra sér. Fylgjast vel með ef fé fer að misgangast. Sérstaklega þarf að aðgæta eldra féið og taka jafnharða frá og fóðra sér. Færsluhöfundur ólst upp við að eldri ám var gefið rúgmjölsdeyg til að rétta þær af í fóðurstigi þar sem fóðurbætir var dýr og áðstæðulaust að gefa öllu fénu fóðurbætir.


mbl.is Kindum lógað vegna vanfóðrunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Sælir.

Þetta er frábært hjá þér og þarft. Alveg sammála um að það þurfi að senda menn á bæi til að fylgjast með og ekki síður ráðleggja.

Kv. Sigurjón (alinn upp í sveit)

Sigurjón, 1.5.2012 kl. 03:46

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Takk fyrir kommentið Sigurjón.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 1.5.2012 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband