Blendnar tilfinningar

Forseti Íslands er búinn að greiða atkvæði. Víst er það gleðiefni að þjóðin hafi nú fengið það staðfest að hún hafi þann rétt óskoraðan sem 26 gr. stjórnarskrárinnar mælir fyrir um.

En það eru blendnar tilfinningar líka og sorg að vita af þeim ósköpum sem dunið hafa á íslenskum fjölskyldum og heimilum þar sem foreldrar eru að farast úr fjárhagsáhyggjum og börn búa við takmarkað öryggi í uppvexti sínum sem er framundan.

Allt er þetta að kenna aumri landstjórn og fyrirhyggjuleysi. Við sem hefðum átt að geta haft það svo gott.

Tökum dæmi um sveitarfélag sem forsetinn býr í, Álftanes. Þar er búið að skipa sveitarfélaginu sérstaka fjárhaldsstjórn vegna háskalegrar fjármálastjórnar undan farinn ár. Þar hefur verið fjárfest í sundlaug og dýrum götum sem engin grundvöllur hefur veri fyrir og raunverulega að gunnskólabarn hefði geta reiknað það dæmi á A4 með því að deila íbúafjölda í upphæð áætlaðan framkvæmdakostnað.

Forseti Íslands hefur talað upp og mært útrásarvitleysuna og ber sem þjóðarleiðtogi sem slíkur vissa ábyrgða á þessum hörmungum þó hann falli ekki undir lög um ráðherraábyrgð og sé sem slíkur ábyrgðalaus í stjórnarathöfnum sínum samkvæmt stjórnarskrá.

Ég veit ekki hvað er hægt að ráðleggja forsetanum. Hann fleytir sér ekki nema að takmörkuðu leyti gegnum söguna á því að hafa rutt þjóðaratkvæðagreiðslu veginn þó þar fái hann prik.

Það eina sem ég gæti ráðlagt forsetanum er að taka til endurræktunar tún á Bessastöðum og skipta um sáðgresi í þeim svo og aðra garða sem hann hefur umgengist.


mbl.is Ólafur Ragnar búinn að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Handhafar löggjafarvalds klofnir

Tveir aðilar fara með löggjafarvald á Íslandi.

Alþingi og forseti Íslands. Alþingi hefur bein áhrif á setningu löggjafar en forseti Íslands óbein áhrif með undirritun sinni á lög frá Alþingi eða ekki.

Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands mælir svo fyrir um formleg samskipti þessara aðila vegna lagasetningar:

26. gr. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.

Forseti Íslands ákvað að skrifa ekki undir Icesave lögin hin seinni og þar með hefur hann vísað þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar með ber þjóðinni að úrskurða um þessi mál í atkvæðagreiðslu.

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur ákveðið að að greiða atkvæði á morgun. Það er hans réttur. 

Forustufólk ríkistjórnarinnar Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar og Steingrímur J. Sigfússon formaður VG grænna hafa ákveðið að mæta ekki til kjörstaðar og greiða því ekki atkvæði.

Það er þeirra réttur að ráða hvað þau gera. Þann rétt ber að virða.

Það eina sem ég hef áhyggjur af þessa stundina er hvort ég fái að gera grein fyrir atkvæði mínu á kjörstað með bókun, af því að þetta er lagaúrskurðaratkvæðagreiðsla.


mbl.is Ólafur Ragnar ætlar að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þekkt bragð

Það er alþekkt bragð að draga fólk út undir réttarvegg og reyna þannig að hafa áhrif á það.

Það er hrein og klár aðför að stjórnarskránni að reyna að vera draga úr því vægi sem þjóðaratkvæðagreiðslan hefur og jafn vel að eyðileggja hana. Vera að blaðra um að hún sé skrípaleikur og það hafi engin áhuga á henni.

Í þjóðaratkvæðagreiðslu hafa allir Íslendingar jafnan atkvæðisrétt, svo mun og að lokum verða við Alþingiskosningar, en hann er misjafn eftir búsetu við þær kosningar.

Hér er lýðveldi en ekki furstaveldi. Það er mjög erfitt fyrir suma að venjast þessu.


mbl.is Vildu hitta formennina eina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsti Samfylkingarmaðurinn

Þjóðháttadeild Bændasamtaka Íslands mætti ekki í partíið hjá Samfylkingunni.

Þeir hefðu nú getað komið og sungið; Blessuð sértu sveitin mín eða þá; Yfir kaldan eyðisand einn um nótt ég sveima.

Bændur vilja ekki utanstefnur. Eða er þetta einhverskonar aðskilnaðarstefna sem er komin upp hjá  þeim. En svo getur þetta líka verið spurningin um húsbændur og hjú og hver á að koma til hvers.

Ég hélt nú að bændur þægju nú eitt vínglas, svona fyrir kurteisissakir.

Sennilega hefur Leifur heppni verið fyrsti Samfylkingarmaðurinn en hann er kominn af norrænum mönnum eins og flestir íslenskir bændur.

Búnaðarþingsfulltrúar ættu að fara upp á Skólavörðuholt áður en þeir fara úr bænum og skoða styttuna af Leifi heppna en hann sigldi til Ameríku á sinni tíð.


mbl.is Kalt stríð milli bænda og Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ís á Svínavatni

Eitt sinn var hópur fólks veðurtepptur vegna ófærðar fram í Svínavatnshreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Var fólkinu nauðsyn að komast í veg fyrir Norðurleiðarrútu áleiðis til Reykjavíkur.

Þá voru aðalleiðir einungis mokaðar 1-2 í viku. Þá var leitað ráða hjá Sigurgeiri Hannessyni bónda í Stekkjardal. Hann sá þá leiða eina færa að aka á ís út Svínavatn en það er 11 km langt. Var Sigurgeir inntur eftir því hvort það væri örugg slíkt ferðalag. Hann kvað svo vera.

Var nú lagt af stað á Land Rover model 1962. Var bifreiðin með keðjur á öllum hjólum. Veður gekk á með dimmum éljum og sá ekki til lands þegar út á vatnið var komið. Bar nú fólkið ugg í brjósti að vera úti á ísnum, en Sigurgeir kvað öllu óhætt. Gekk nú ferðin þó seint færi.

Sigurgeir hafði mestar áhyggjur að hitta á réttan stað við norðanvert Svínavatn í svokallaðri Reykjabót en þar er afleggjararæksni niður að vatninu. Gekk nú allt vel og náði hópurinn landi nákvæmlega á afleggjarann. Furðuðu ferðalangar sig  á því hvernig Sigurgeiri hafði tekist að hitta á réttan stað því ekki var auðvelt að komast upp á bakkann.

Kom þá í ljós að Sigurgeir hafði á þeirri tíð er mjólkurflutningar hófust úr sveitum oft ekið á trukk á Svínavatni og var öllum staðháttum kunnur.

Einungis staðkunnugir menn eiga að taka ákvörðun um að fara út á ís á vötnum. Það sem ræður burðarþoli íss er þykktin, sem helgast af lengd þess tíma sem frost hefur verið og frost hæðar.


mbl.is Bíll niður um ís á Rauðavatni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannúðarsjónarmið

Það var nú löngu kominn tími á það að stoppa þessi sjórán með einhverjum hætti.

Það hefur orðið niðurstaðan að sökkva móðurskipi sómalskra sjóræningja.

Af mannúðarástæðum á að gefa viðkomandi færi á að yfirgefa skipið með einhverjum hætt og bjargast.

Það kemur aftur á móti ekki fram í fréttinni hvernig það mál var leyst. 

Svo er eðlilegt að NATO gangi næst í það að láta rannsaka með hvaða hætti Bretar beittu aðra bandalagsþjóð NATO, Ísland, hryðjuverkalögum út af krónum og aurum.

Það verði undanbragðalaust upplýst hvort það samrýmist NATO-samningnum. Hvort tilefni um beitingu hryðjuverkalaga hafi verið til staðar og meðalhófs gætt.

Utanríkisráðherra þarf að óska eftir skýrslu frá NATO um þetta mál. Þetta er grafalvarlegt mál fyrir óvopnaða og friðsama þjóð og undarlegt hve málinu hefur verið lítill gaumur gefinn og væri nú útláta lítið að hefja það. Eitt lítið bréf.

Það þarf aðeins smá útsjónarsemi, frumlegheit í stjórnmálum og hyggindi. Ef til vill þarf að velja réttan tímapunkt. T.d. daginn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna.


mbl.is Absalon sökkti sjóræningjaskipi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband