Fyrsti Samfylkingarmaðurinn

Þjóðháttadeild Bændasamtaka Íslands mætti ekki í partíið hjá Samfylkingunni.

Þeir hefðu nú getað komið og sungið; Blessuð sértu sveitin mín eða þá; Yfir kaldan eyðisand einn um nótt ég sveima.

Bændur vilja ekki utanstefnur. Eða er þetta einhverskonar aðskilnaðarstefna sem er komin upp hjá  þeim. En svo getur þetta líka verið spurningin um húsbændur og hjú og hver á að koma til hvers.

Ég hélt nú að bændur þægju nú eitt vínglas, svona fyrir kurteisissakir.

Sennilega hefur Leifur heppni verið fyrsti Samfylkingarmaðurinn en hann er kominn af norrænum mönnum eins og flestir íslenskir bændur.

Búnaðarþingsfulltrúar ættu að fara upp á Skólavörðuholt áður en þeir fara úr bænum og skoða styttuna af Leifi heppna en hann sigldi til Ameríku á sinni tíð.


mbl.is Kalt stríð milli bænda og Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband