Ég óska lesendum mbl.is, starfsfólki Morgunblaðsins og bloggfélögum gleðilegs nýs árs og farsældar og kærar þakkir fyrir það liðna.
Ég þakka heimsóknir og athugasemdir við skrif mín hér á blogginu á árinu, sem er að líða.
Ég segi að gömlum sið: Komi þeir sem koma vilja og fari þeir sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu.
http://www.youtube.com/watch?v=pf8Drp9JntM
Góðar tíðir,
Þorsteinn H. Gunnarsson
Stjórnmál og samfélag | 31.12.2012 | 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er mikið gert með það að það þurfi að yfirheyra strokufangann sem er sjálfsagt að gera en það er ekki þungamiðjan í þessu máli.
Meginatriðið í þessu máli er hvernig stendur á því að fangelsið er ekki öruggt og að fangi geti flúið viðstöðulaust vegna þess að girðingar eru ekki mannheldar og hreyfiskynjarar eru í ólagi og flest að því er virðist í hönk.
Þá þarf að kanna það hvernig standi á því að starfsmaður fangelsis kemur fram í fjölmiðlum og þá væntanlega í umboði fangelsisstjóra og lýsir því yfir að fangelsið sé nánast gjaldþrota. Og það er gert í upphafi flóttans.
Það hefur komið fram að pening hefur skort til viðhalds og einnig hefur það verið sagt að fjárveitingar hafi fengist og af hverju voru þær ekki notaðar til að gera við girðinguna.
Almenningur á kröfu á að þessir hlutir séu í lagi og þess vegna er mikilvægara að rannsaka aðstæður, gæslu verkferla og umsjón með föngum frekar en að eyða miklum tíma að yfirheyra fangann og gera það að aðalatriði umræðunnar.
Öryggi fangelsisins og stjórnun þess er aðalatriði í þessu máli og öryggi almennings.
![]() |
Yfirheyrslum ljúki fyrir áramót |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.12.2012 | 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég held að borgarstjórinn í Reykjavík ætti nú að athuga sinn gang varðandi ummæli sín varðandi meðferð skotvopna í öðrum löndum.
Eðlilegt væri að gaumur væri að því gefin hvernig standi á því að strokufangi frá Litla-Hrauni gengur um þungvopnaður og menn ræði ástand í eigin landi heldur en að vera skamma aðra.
Hvað hefði gerst ef viðkomandi hefði birst í Kringlunni? Sem betur fer gerðist ekkert slíkt.
Hér í einatíð þegar kvótakerfi var sett á í landbúnaði var farið í það að telja allan bústofn og var það ærið verk.
Nú ber brýna nauðsyn til að nota tækifærið til að kalla eftir öllum skotvopnum í landinu og endurnýja skrár um þau. Öll skotvopn eru skráningar skyld en gott er að uppfæra slíka skrá.
Þá þarf að reka áróður fyrir því að byssueigendur hafi byssur sínar á öruggum stað og sérstaklega séu skot og magasín geymd í læstri hirslu.
![]() |
Hálfvitar með riffla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.12.2012 | 17:59 (breytt kl. 18:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nýjustu rannsóknir , óstaðfestar, herma að jólasveinarnir komi til höfuðborgarsvæðisins í gegn um Svínaskarð úr Kjósinni, en skarðið er milli Móskarðshnjúka, sem er austasti hluti Esjunnar og Skálafells.
Talið er að þeir gangi niður að Esjumelum og steli þar gömlum jeppum úr skemmum fornbílamanna og komi sér þannig í bæinn.
Áhöld eru um að hér sé bara um einn flokk jólasveina að ræða og er talið að þeir séu skipulagðir í ,,gengjum" því það verður vart við þá víða um land á sama tíma.
Hafa þeir oft valdið bændum óskunda svo sem að hleypa hrútum í blæsma ær, löngu fyrir hefðbundna fengitíð sem hefur valdið bændum ama og óskunda vegna það leiðir aftur til þess að ær bera mikið fyrr á vorin og veldur fyrirhöfn og veseni.
Þó lítið verði vart um jólasveina á öðrum tímum er það hald manna að þeir blandist við gangnamannahópa á haustin og smokri sér þá gjarnan inni í sönghópinn þegar gangnamenn eru orðnir kenndi. Vilja þessir fírar þá oft verða hávaðasamir og raupgjarnir og er þá gjarnan sagt að þessi eða hinn sé hálfgerður jólasveinn.
Jólasveinar þessir fylgja oft gangnamönnum niður að byggðabrún. Þegar fé verður latrækt kemur það fyrir að einn og einn ákafamaður sker slíkt fé og er það látið átölulaust af gangnaforingja. Sennilega er raunin sú að þetta eru jólasveinar sem stunda slíka iðju sér til lífsviðurværis.
Erfðafræðidraumurinn er að rannsaka erfðir jólasveina. Óstaðfestar sögur herma að fjárveiting sé á teikniborði samninganefndar um ESB. Grunsemdir eru um að gen jólasveina séu strýtulaga og litningarnir ekki gormlaga heldur stöpla- eða fernislaga.
Þá er áhugi á því að gera samanburðarannsóknir á erfðaefni jólasveina og alþingismanna en allt verður þetta að bíða, og líða nú jólin við kertaljós og klæðin rauð..........
![]() |
Íslensku jólasveinarnir í EVE |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.12.2012 | 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér greinir frá því að hestur hafi frosið fastur í tjörn við fangelsið að Litla-Hrauni.
Ég hef nú bara aldrei heyrt um svona atburð áður. Hugsanlega er hrossið að elta stör eða annan gróður við tjörnina. Ekki gott að segja.
Sjáanlega þarf þetta svæði aðgæslu við og er ekki beitarhæf á þessum tíma.
Það verður fróðlegt að heyra skýringu hrosseigandans.
![]() |
Hestur var frosinn fastur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 21.12.2012 | 04:59 (breytt kl. 05:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hrafnista Dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra sjómanna
Dvalarheimili aldraðra sjómanna, Hrafnista, tók fyrst til starfa á sjómannadaginn 2. júní 1957 í Reykjavík. Tveim áratugum síðar, á sjómannadaginn 5. júní 1977 var opnað annað Hrafnistuheimili í Hafnarfirði.
Heimilin voru byggð fyrir forgöngu stéttarfélaga sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði. Þau mynda með sér Sjómannadagsráð, sem stofnað var 25. nóvember 1937.
Árið 1939 var tekin ákvörðun um það hjá samtökunum að byggja dvalarheimili fyrir aldraða sjómenn. Megintekjur til uppbyggingar Hrafnistu koma frá fyrirtækjum sjómannadagsins, þ.e. Happdrætti DAS og Laugarásbíói.
Heimild: tekið af vef DAS
Ábyrgð stéttarfélaga er mikil í þessu máli. Því skyldi VR ekki eiga hlut í Eir. Ég bara spyr?
Af hverju geta þeir ekki gert eins og sjómennirnir gerðu forðum daga?
Eða bændurnir? Þeir byggðu sér bara hótel, Hótel Sögu, til þess að geta gist þegar þeir komu í kaupstaðinn.
Ég hef meira að segja lagt það einhversstaðar til að Sögu væri breytt í Dvalarheimili fyrir bændur.
![]() |
VR ætlar ekki að eignast hlut í Eir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 12.12.2012 | 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
,,Bjarni gaf lítið fyrir svör Guðbjarts og sagði að enn kæmi engin skýr svör um það hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera í málinu. Sagðist hann telja að í því kristallaðist vandi sem ríkisstjórnin gæti ekki leyst. Ef standa ætti undir þeim væntingum sem fólk gerði til velferðarkerfisins væri ekki hægt að fylgja þeirri efnahagsstefnu sem fylgt hefði verið með sífelldum skattahækkunum og minni fjárfestingum."
Í þessum ummælum Bjarna felst mikil þversögn. Ekki er hægt að auka útgjöld velferðarkerfisins nema afla fjár til þess og það er gert með sköttum.
Fjárfestingar leiða ekki endilega til betra efnahagslífs, ef fjárfestingin fer í eintóma vitleysu og gefur ekkert af sér.
Hægt er að auka framleiðslu og verðmætasköpun án þess að endilega að auka fjárfestingu. Það er gert með því að nýta betur það sem fyrir er. Dæmi; góður bóndi getur aukið heyfeng sinn með endurræktun gamalla túna.
Aftur á móti er erfitt fyrir efnahagslífið og ríkissjóð þegar hann er að selja framleiðslufyrirtæki eins og t.d Sementsverksmiðju ríkisins og andvirðri er ekki greitt og ríkissjóður verður af söluandvirðinu og líka framleiðslutækinu.
Þetta þurfa þeir Bjarni og Sigmundur Davíð að velta fyrir sér og ræða í sínum flokkum.
![]() |
Vandi sem stjórnin gæti ekki leyst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.12.2012 | 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þeir sem fengu verksmiðjuna sem ég kalla ,,yfirtökumenn", virðast aldrei hafa borgað hana, höfðu yfirráð yfir framleiðslu verksmiðunnar í 8 ár og gátu afhent henni (selt) möl og sand og tekið út sement sem þeir notuðu áfram m.a. í eigin þágu (BM Vallá ).
Þegar verksmiðjan er afhent var allur bílaflotinn nýendurnýjaður og á þeim tíma var sá bílafloti meira virði en það sem verksmiðjan í heild sér var seld á. Þá voru allir lagerar verksmiðjunnar fullir af sementi, að verðmæti einhverra hundruð milljóna króna, eftir mínum heimildum. Væntanlega hafa verið þarna skuldir á móti. Fróðlegt væri að efnahagsreikningur verksmiðjunnar væri birtur á þessum tímapunkti sem hún var seld svo hið rétta komi í ljós.
,,Yfirtökumenn" hafa því ráðið yfir verksmiðjunni í 8 ár. Þeir skila henni svo á lokum inn í nauðasamninga og fékk ríkið 12 milljónir og varla von á meiru þegar ekki var gengið eftir greiðslu.
Það væri nú fróðlegt að fjölmiðlamenn færu nú yfir þetta mál á blaðamannafundinum á morgun sem Víglundur Þorsteinsson fv. framkvæmdastjóri BM Vallár og fv. formaður Vinnuveitendasambands Íslands að mig minnir, hefur boðað til.
![]() |
12 milljónir fyrir Sementsverksmiðjuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 3.12.2012 | 23:29 (breytt kl. 23:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 0
- Sl. sólarhring: 39
- Sl. viku: 496
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 399
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar