Yfirheyra þarf fangelsisstjórann og taka fangelsið út.

Það er mikið gert með það að það þurfi að yfirheyra strokufangann sem er sjálfsagt að gera en það er ekki þungamiðjan í þessu máli.

Meginatriðið í þessu máli er  hvernig stendur á því að fangelsið er ekki öruggt og að fangi geti flúið viðstöðulaust vegna þess að girðingar eru ekki mannheldar og hreyfiskynjarar eru í ólagi og flest að því er virðist í hönk.

Þá þarf að kanna það hvernig standi á því að starfsmaður fangelsis kemur fram í fjölmiðlum og þá væntanlega í umboði fangelsisstjóra og lýsir því yfir að fangelsið sé nánast gjaldþrota. Og það er gert í upphafi flóttans.

Það hefur komið fram að pening hefur skort til viðhalds og einnig hefur það verið sagt að fjárveitingar hafi fengist og af hverju  voru þær ekki notaðar til að gera við girðinguna.

Almenningur á kröfu á að þessir hlutir séu í lagi og þess vegna er mikilvægara að rannsaka aðstæður, gæslu verkferla og umsjón með föngum frekar en að eyða miklum tíma að yfirheyra fangann og gera það að aðalatriði umræðunnar.

Öryggi fangelsisins og stjórnun þess er aðalatriði í þessu máli og öryggi almennings.


mbl.is Yfirheyrslum ljúki fyrir áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Þetta er gott blogg, og þú hefur lög að mæla.

Kveðja,KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 27.12.2012 kl. 11:16

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Takk fyrir það Kristján.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 27.12.2012 kl. 12:00

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sökin er starfsmanna. Eðli fangans er að sækja í frelsið.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.12.2012 kl. 13:14

4 identicon

Eru ekki sjúkrahúsin gjaldþrota? Hvað er ekki gjaldþrota í opinbera geiranum? Steingrímur, Jóhanna ? nei þau eru örugglega ekki gjaldþrota, en hvað getur Margret sagt sem ekki fær áheyrn frekar en aðrir.

Það má hengja bakara fyrir smið. Ríkisstjórnin er sökudólgurinn og enginn annar.

Og síðan má diskutera einangrun fanga. Það er sálfræðingur ( með viti ), sem á að dæma um þannig aðgerðir, en ekki fangelsisstjórinn. Eftir þeim myndum sem ég hef séð af þessum ólánsmanni, er einangrun engin lausn.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 28.12.2012 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband