Hvaðan koma jólasveinarnir?

Nýjustu rannsóknir , óstaðfestar, herma að jólasveinarnir komi til höfuðborgarsvæðisins í gegn um Svínaskarð úr Kjósinni, en skarðið er milli Móskarðshnjúka, sem er austasti hluti Esjunnar og Skálafells.

Talið er að þeir gangi niður að Esjumelum og steli þar gömlum jeppum úr skemmum fornbílamanna og komi sér þannig í bæinn.

Áhöld eru um að hér sé bara um einn flokk jólasveina að ræða og er talið að þeir séu skipulagðir í ,,gengjum" því það verður vart við þá víða um land á sama tíma.

Hafa þeir oft valdið bændum óskunda svo sem að hleypa hrútum í blæsma ær, löngu fyrir hefðbundna fengitíð sem hefur valdið bændum ama og óskunda vegna það leiðir aftur til þess að ær bera mikið fyrr á vorin og veldur fyrirhöfn og veseni.

Þó lítið verði vart um jólasveina á öðrum tímum er það hald manna að þeir blandist við gangnamannahópa á haustin og smokri sér þá gjarnan inni í sönghópinn þegar gangnamenn eru orðnir kenndi. Vilja þessir fírar þá oft verða hávaðasamir og raupgjarnir og er þá gjarnan sagt að þessi eða hinn sé hálfgerður jólasveinn.

Jólasveinar þessir fylgja oft gangnamönnum niður að byggðabrún. Þegar fé verður latrækt kemur það fyrir að einn og einn ákafamaður sker slíkt fé og er það látið átölulaust af gangnaforingja. Sennilega er raunin sú að þetta eru jólasveinar sem stunda slíka iðju sér til lífsviðurværis.

Erfðafræðidraumurinn er að rannsaka erfðir jólasveina. Óstaðfestar sögur herma að fjárveiting sé á teikniborði samninganefndar um ESB. Grunsemdir eru um að gen jólasveina séu strýtulaga og litningarnir ekki gormlaga heldur stöpla- eða fernislaga.

Þá er áhugi á því að gera samanburðarannsóknir á erfðaefni jólasveina og alþingismanna en allt verður þetta að bíða, og líða nú jólin við kertaljós og klæðin rauð..........


mbl.is Íslensku jólasveinarnir í EVE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband