Ábyrgð stéttarfélaga-VR verður að bjarga Eir

Hrafnista Dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra sjómanna

Dvalarheimili aldraðra sjómanna, Hrafnista, tók fyrst til starfa á sjómannadaginn 2. júní 1957 í Reykjavík. Tveim áratugum síðar, á sjómannadaginn 5. júní 1977 var opnað annað Hrafnistuheimili í Hafnarfirði.

Heimilin voru byggð fyrir forgöngu stéttarfélaga sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði. Þau mynda með sér Sjómannadagsráð, sem stofnað var 25. nóvember 1937.

Árið 1939 var tekin ákvörðun um það hjá samtökunum að byggja dvalarheimili fyrir aldraða sjómenn. Megintekjur til uppbyggingar Hrafnistu koma frá fyrirtækjum sjómannadagsins, þ.e. Happdrætti DAS og Laugarásbíói.

Heimild: tekið af vef DAS

Ábyrgð stéttarfélaga er mikil í þessu máli. Því skyldi VR ekki eiga hlut í Eir. Ég bara spyr?

Af hverju geta þeir ekki gert eins og sjómennirnir gerðu forðum daga?

Eða bændurnir? Þeir byggðu sér bara hótel, Hótel Sögu, til þess að geta gist þegar þeir komu í kaupstaðinn.

Ég hef meira að segja lagt það einhversstaðar til að Sögu væri breytt í Dvalarheimili fyrir bændur.


mbl.is VR ætlar ekki að eignast hlut í Eir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband