Dýravernd

Í Fréttablaðinu í dag 22.des. segir Stefanía Inga Lárusdóttir, bóndi á Stórhóli í Álftafirði, að vissir menn vilji hana burt af jörðinni. Það sé undirrót ákæru vegna fjárbúskapar hennar. Lungnaveiki og tannlos sé orsakir að veikar kindur geti ekki nýtt fóðrið.

Stefanía segir að aldrei hafi skepna verið svelt á Stórhóli.

Þá eru spurningarnar þessar:

Hver eru viðbrögð ákæruvaldsins við þessum fullyrðingum bóndans?

Hverju svara dýralæknar og forðagæslumenn þessum rökstuðningi?

Hverju svara  Bændasamtökin Íslands, að aldrei hafi verið svelt skepna á Stórhóli?

Af myndinni sem fylgir fréttinni er ekki annað að sjá en ærin sé grindhoruð.

Hvar standa Dýraverndarsamtök Íslands í þessu máli?


Almannaheill í fyrirrúmi

Þar er komið sögu okkar að hrundir eru bankar og atvinnufyrirtæki og fé vort margt týnt.

Eru þetta fyrn mikil og skaði almennings bæði tilfinningalegur og efnahagslegur og mikið rót á lífi fjölda fólks og óvissa um framtíðina.

Enn erum við Íslendingar og eigum sameiginlega tiltölulega gott land og höfum aðgang að víðáttumiklum fiskimiðum þó náttúruöflin geti stundum  verið harðdræg við landsmenn.  

Við eigum allmikla sögu í landinu, ráðum yfir löggjafarvaldi og dómstólum höfum ríkistjórn sem er að vinna að okkar málum þó umdeilt sé og stjórnarandstöðu sem er að reyna að gera gagn sem einnig er umdeilt.

Hér verður engin friður nema niðurstaða skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis verði leiddar fram og hið rétta komi í ljós um þetta óskaplega mál og með það farið að landslögum.

Flokkshagsmunir verði látnir víkja fyrir framtíðar þjóðarhagsmunum svo við getum öll lifað í bærilegri sátt saman.

Því hefur verið lofað að skýrslan verði birt á netinu og má búast við kvöldvökum og húslestrum fram á vor hjá almenningi um þetta efni.


mbl.is Fjölluðu um rannsóknarskýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hestavísur

Allt var slétt þá Rauður rann:

ruggaði toppur síður,

gatan rauk og gneistinn brann

-gangurinn var svo tíður

Jón Hinriksson

 

Blakkar frýsa og teygja tá,

tunglið lýsir hvolfin blá,

knapar rísa og kveðast á,

kvikna vísur til og frá.

Jóhannes úr Kötlum

 

Hef ég fundið heyrt og reynt

hestsins vit og snilli,

þegar ekki gat ég greint

götujaðra milli.

Guðmundur Ingi Kristjánsson

 

Hófa snjöll þá heyrast sköll,

hrynja spjöll á kletta,

ærast tröll en færast fjöll

fram á völlu slétta.

Guðmundur Torfason

 

Ríður fríður rekkurinn,

rjóður, móður, vel búinn,

keyri blakar klárinn sinn

kvikar vakur fákurinn.

Gamall húsgangur 

Heimild : Ferskeytlur, Kári Tryggvason valdi, Almenna bókafélagið


mbl.is Hestar á götum borgarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjargarlaus á Alþingi

Guðmundur Steingrímsson bauð sig fram í Alþingiskosningunum í Norðvesturkjördæmi en á heima í Suðvesturkjördæmi.

Þegar hann var spurður af hverju hann væri að bjóða sig fram fyrir norðan og vestan svaraði hann því einatt að hann ætti kærustu á Snæfellsnesi og sumarbústað í Borgarfirði. Svo hefði afi hans og pabbi verið þingmenn á þessu slóðum.

Auðvita kusum menn hann strax, þó engin hafi vitað af hverju hann var að bjóða sig fram á þessum slóðum. Frekar að hann byði sig fram í sínum heimakjördæmi Suðvesturkjördæmi sem er fjölmennasta kjördæmi landsins með um 58 þús. kjósendur.

En þar var galli á gjöf Njarðar að þar hafa menn bara 1/2 atkvæði og lítill séns að verða þingmaður þar.

Nú er Guðmundur kominn í vandræði á Alþingi og vill ekki taka þátt í málunum. Enda allir sjóðir tómir og engu fé hægt að veita til kjósenda og það er ekkert gaman að svoleiðis þingstörfum.

Úff vonandi að maður fá kaupið sitt.


mbl.is „Ég tek ekki þátt í þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisrekið kerfi vegna Alþingiskosninga

Fyrsta verk núverandi fjármálaráðherra Steingríms J. Sigfússonar var að vísitölutengja beingreiðslur sem eru hluti af svokölluðum búvörusamningi. Sjálfstæðisflokkurinn með Árna Matt og Einar Guðfinns höfðu afnumið vísitölutenginguna. Engi efni stóðu sérstaklega eða knúðu á um það að vísitölutengja beingreiðslurnar. Þar er misræmi milli framleiðenda búvöru og launamanna þar sem þeir síðar nefndu eru ekki með verðtryggingu á það sem þeir selja þ.e. launin sín.

Aðgerðin var pólitísk og var gerð til að getað sópað til sín fylgi í dreifbýli í hönd farandi Alþingiskosninga og virkaði bærilega. Í dreifbýli vega atkvæði til Alþingiskosninga helmingi meir en á Suðvesturhorninu. 

VG fengu til dæmis 3 þingmenn í Norðvesturkjördæmi sem hefur ekki áður gerst, þar sem atkvæðavægi er helmingi meira en í Suðvesturkjördæmi. Þar á Guðmundur Steingrímsson alþingismaður á heima. Hann var ekki að hafa fyrir því að bjóða sig fram í sinn i heimabyggð þar sem íbúar hafa bara 1/2 atvæði. Hann tók rútuna norður og nældi sér í þingsæti út á þennan mismun.

Steingrímur J. Sigfússon getur gert það sem honum sýnist varðandi launamenn og persónuafslátt og þarf ekki að hafa áhyggjur af því þó miðstjórn ASÍ veifi rauðum spjöldum. Það gerir atkvæðamisvægið.

Hans vígi er Bændahöllin. Þangað eys hann fjármunum, öllum vísitölubundnum í ýmsa starfsemi, svo sem ráðgjafarstarfsemi, þannig að þeir sem mundu vilja vera með landbúnaðarráðgjafarstofur og hefðu reynslu og menntun að starfa við slíka starfsemi, fá ekki rönd við reyst og geta ekki keppt við ríkisrekið kerfi.

Á meðan ASÍ og önnur launþegasamtök átta sig ekki á þessu ríkisrekna svindlkerfi vegna Alþingiskosninga- ræður Steingrímur J.


mbl.is Miðstjórn ASÍ mótmælir vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þetta marktækar tölur?

Úrtakið er 1172 persónur og 63.7% svarhlutfall, það gera 747 sem tóku afstöðu og af þeim voru 64% ánægðir eða 478 persónur.

Eru þetta ekki fremur lágar tölur og spurningin hvort þær séu marktækar?

95% af Sjálfstæðismönnum eru ánægður með störf hennar, sem segir okkur samkvæmt könnuninni á hún enga keppinauta, sem ef til vill kemur á óvart.

Hanna Birna er á blússandi fart og aðrir kandídatar Sjálfstæðisflokksins með áhuga á 1.sætinu týnast í rykmekkinum.


mbl.is Ánægja með störf Hönnu Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímabært verk

Þetta er tímabært verk og gott að menn séu búnir að átta sig á þessu.

Eitt atriði: Það er ástæðulaust að nota vatn og saltpækil. Það er nógur sjór í höfninni og hann er saltur.

Það væri a.m.k.s ástæða að gera tilraun með það á afmörkuðu svæði að smúla göturnar með sjó og sjá hvernig það reyndist.

Það gæti sparað peninga. Nú verðum við að standa saman sem einn maður og spara peninga.


mbl.is Götur borgarinnar þvegnar í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flötin grænkar

Ég er ekki frá því að flötin fyrir framan húsið hafi grænkað núna í þessum hlýindum. Ég hef aldrei upplifað annað eins á þessum tíma árs.

Hvort plönturnar eru farnar að taka upp CO2 koldíoxíð og skila O súrefni er óvíst. Það skiptir máli að vaxtartími  plantna sé sem lengstur en birtumagnið er takmarkandi þáttur hér á norðurhveli jarðar.

Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki gott að plöntur sem hafa búist til vetrardvalar fari að bæra á sér nú. Það getur leitt til kals að vori og þær deyi.

En hlýindin hafa svo sannarlega áhrif á vöxt plantna.

Ég vona bara að Ban Ki-moon aðalritari átti sig á þessu öllu saman og sérstaklega að flötin er að grænka.


mbl.is Ban Ki-moon hæfilega bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarskrárdómstóll

Halldór Blöndal þáverandi forseti Alþingis lenti einhverju sinni í erfiðleikum með mál sem var í meðförum þingsins, sem ég er búinn að gleyma um hvað snerist. Vildi þingheimur fá úr því skorið áður en það yrði afgreitt hvort það bryti í bága við stjórnarskrána. Tók Halldór þá það til bragðs að skrifa upp í Hæstarétt og óskaðu umsagnar eða álits á málinu. Þetta var ef til vill ekki svo vitlaust en var ófær leið vegna þrískiptingar ríkisvaldsins.

Enn fer Alþingi þá leið að reyna tengja svona álitamál við Hæstarétt með því að leita til tveggja fyrrverandi hæstaréttardómara um lögfræðiálit varðandi stjórnarskrá. Sem betur fer sáu viðkomandi fyrrverandi hæstaréttardómarar, að það er ekki viðeigandi að þeir séu að tengja sig deilumálum á Alþingi með úrskurðum eða álit sem enga grundvöll eða bakgrunn hefur í lögum eða stjórnarskrá.

Alþingi heldur uppteknum hætt í mikilli tímaþröng og biður nú íslenskan dómara við Mannréttindadómstólin í Strassborg og íslenskan lögfræðing sem er ritari EFTA-dómstólsins, að vinna álitsgerð fyrir fjárlaganefnd út af frumvarpi ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð á Icesave-skuldbindingum. Þessir menn eru náttúrlega störfum hlaðnir við þær stofnanir sem þeir vinna við að slík vinna væri vart samræmanleg starfskyldum þeirra.

Fyrir mér er þetta mál einfalt litið til framtíðar. Við þurfum að koma okkur upp þriggja manna stjórnarskrádómstóli sem Alþingi gæti spurt um álitaefni áður en frumvarp verði að lögum.

Dómstóllinn gæti verið þannig skipaður að Háskólasamfélagið kysi einn fulltrúa. Lögmannafélagið kysi einn fulltrúa og launþegasamtökin, bændur og sjómenn kysu einn fulltrúa.


mbl.is Hafna að vinna lögfræðiálit á Icesave-frumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fánaberar frjálshyggjunnar

Fánaberar frjálshyggjunnar sjást ekki mikið þessa dagana. Hvar eru þeir? Ganga þeir ef til vill með veggjum?

Ég held að rétt sé að halda því til haga, hvar uppruni þeirra hremminga er, sem við glímum nú við. Frjálshyggju- og einkavinavæðing Sjálfstæðisflokks og Framsóknar reið við einteyming þar til allt fór á hliðina og frjálshyggjupostularnir ultu af baki.

Bankarnir voru afhentir með helmingaskiptareglu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Herma fegnir að notaðir hafi verið sjóðir Samvinnuhreyfingarinnar til þess í tilfelli Framsóknar. Síðan hófst eitthvert stjórnlaust brjálæði sem endar svo með bankahruninu. Á því bera framangreindir flokkar ábyrgð.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið í lítilsháttar sjálfskoðun út af þessum málum og skrifað um það skýrslu, sem hefur ekki hlotið almennan hljómgrunn í flokknum.

Framsókn hefur ekki skrifað skýrslu en ráðið nýtt fólk í plássin þar sem hin pólitísku lík voru fyrir eða gamalt bæli. Þeir hafa tekið það til ráðs að vera með alþingismenn í förum milli Noregs og Íslands. Virðast þeir hafa tekið upp siði fyrri tíma en þá tíðkaðist mjög að Íslendingar margir væru hirðmenn. Virðist sem Framsóknarmenn séu í einhverskonar fornmannaleik.

Við verðum lengi að jafna okkur eftir Icesave og það er hörmulegt mál. Allra ósk hlýtur að beinast að því að sem mest innheimtist af útlánum og eignum, sem skuldajafnast á móti Icesavekröfunum.

Það er rétt sem Steingrímur J. Sigfússon segir ,, að Icesave mun ekki hverfa". Og eru það orð að sönnu.  Alþingi þarf að búa þannig um hnútana að við getu á seinni stigum skotið þessum málum til dómstóla, þá og þegar við höfum náð vopnum okkar.


mbl.is Icesave mun ekki hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband