Stjórnarskrárdómstóll

Halldór Blöndal þáverandi forseti Alþingis lenti einhverju sinni í erfiðleikum með mál sem var í meðförum þingsins, sem ég er búinn að gleyma um hvað snerist. Vildi þingheimur fá úr því skorið áður en það yrði afgreitt hvort það bryti í bága við stjórnarskrána. Tók Halldór þá það til bragðs að skrifa upp í Hæstarétt og óskaðu umsagnar eða álits á málinu. Þetta var ef til vill ekki svo vitlaust en var ófær leið vegna þrískiptingar ríkisvaldsins.

Enn fer Alþingi þá leið að reyna tengja svona álitamál við Hæstarétt með því að leita til tveggja fyrrverandi hæstaréttardómara um lögfræðiálit varðandi stjórnarskrá. Sem betur fer sáu viðkomandi fyrrverandi hæstaréttardómarar, að það er ekki viðeigandi að þeir séu að tengja sig deilumálum á Alþingi með úrskurðum eða álit sem enga grundvöll eða bakgrunn hefur í lögum eða stjórnarskrá.

Alþingi heldur uppteknum hætt í mikilli tímaþröng og biður nú íslenskan dómara við Mannréttindadómstólin í Strassborg og íslenskan lögfræðing sem er ritari EFTA-dómstólsins, að vinna álitsgerð fyrir fjárlaganefnd út af frumvarpi ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð á Icesave-skuldbindingum. Þessir menn eru náttúrlega störfum hlaðnir við þær stofnanir sem þeir vinna við að slík vinna væri vart samræmanleg starfskyldum þeirra.

Fyrir mér er þetta mál einfalt litið til framtíðar. Við þurfum að koma okkur upp þriggja manna stjórnarskrádómstóli sem Alþingi gæti spurt um álitaefni áður en frumvarp verði að lögum.

Dómstóllinn gæti verið þannig skipaður að Háskólasamfélagið kysi einn fulltrúa. Lögmannafélagið kysi einn fulltrúa og launþegasamtökin, bændur og sjómenn kysu einn fulltrúa.


mbl.is Hafna að vinna lögfræðiálit á Icesave-frumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ekki vitlaus hugmynd það.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.12.2009 kl. 09:57

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Þetta gengur náttúrlega ekki að Alþingi komist ekki áfram í verkum sínum vegna þess að alþingismenn viti ekki hvort frumvörp sem eru til afgreiðslu stangist á við stjórnarskrá. Og hafi ónógar bjargir til þess og hafi engan formlegan farveg til að leita til.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 12.12.2009 kl. 10:21

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það liggur ekkert á þessu og við eigum að  fresta þessu máli um eitt til tvö ár. Það er ekki líklegt að við getum borgað þetta og því eigum  ekki að taka áhættu á.

Sigurður Þórðarson, 12.12.2009 kl. 13:13

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Já Sigurður, við getum bara sagt að við séum allir komnir á vertíð upp úr áramótum og megum þar af leiðandi ekkert vera að því að sinna Icesave.

Svo væri fróðlegt að sjá hvert þanþolið er í málinu, hjá Bretum og Hollendingum.

En Steingrímur segir að allar dyr muni lokast. Ekki veit ég það.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 12.12.2009 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband