Dýravernd

Í Fréttablaðinu í dag 22.des. segir Stefanía Inga Lárusdóttir, bóndi á Stórhóli í Álftafirði, að vissir menn vilji hana burt af jörðinni. Það sé undirrót ákæru vegna fjárbúskapar hennar. Lungnaveiki og tannlos sé orsakir að veikar kindur geti ekki nýtt fóðrið.

Stefanía segir að aldrei hafi skepna verið svelt á Stórhóli.

Þá eru spurningarnar þessar:

Hver eru viðbrögð ákæruvaldsins við þessum fullyrðingum bóndans?

Hverju svara dýralæknar og forðagæslumenn þessum rökstuðningi?

Hverju svara  Bændasamtökin Íslands, að aldrei hafi verið svelt skepna á Stórhóli?

Af myndinni sem fylgir fréttinni er ekki annað að sjá en ærin sé grindhoruð.

Hvar standa Dýraverndarsamtök Íslands í þessu máli?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband