Vorið 1999 lauk hefðbundnum búskap hjá mér eftir riðuniðurskurð að Reykjum í Torfalækjarhreppi. Allt hestastúss mitt miðaðist við göngur og smalamennskur.
Frá upphafi búskapar á Syðri-Löngumýri var ræktunarstefna mín skýr. Ég átti grá hross eins og Sigurður Ólafsson í Laugarnesi og tel ég þau áhrif komin þaðan en ég ólst upp í Laugarnesinu um tíma. Eftir að ég flutt úr Húnavatnsýslu suður, átti ég á annan tug hrossa, flest grá um nokkurn tíma. Seldi hrossin og gaf og hætti hrossastússi 2008.
Hér læt ég til minnis fara annál um þær ferð sem ég hef farið ríðandi um landið, eftir búskaparlok og sem hafa veitt mér gleði og gert mér kleift að kynnast landi mínu með sama hætti og forfeður mínir hafa kynnst því í návígi.
2001
Sleppitúr í Hallanda. Riðið frá Reykjavík yfir Hellisheiði og í Langholt í Hraungerðishreppi.
Hestaferð í Grindavík. Við Inga, Arnbjörn bróðir og ég riðum í kring um fjallið Þorbjörn.
2002
Farið með hesta í kerru upp á Uxahryggi. Þar kom Þorsteinn Marinósson vinnufélagi minn og saman riðum við inn að Hlöðufelli og niður í Haukadal að Gígjahóli í Biskupstungum. Erfið ferð.
Daginn eftir reið ég einn niður Biskupstungur austanmegin við Tungufljót niður í Krók.
Gegnum Reykholt og Skálholt að Sandlæk á Skeiðum. Upplifun að koma að Skálholti á hestum.
2003
Hestaferð með Arnbirni bróður frá Hafnarfirði í Vigdísarvelli yfir Sveifluháls til Grindavíkur.
Seinn um sumarið reið ég Fljótshlíðina í ,, litklæðum.
2004
Átta daga ferð með Fák um Fjallabaksleið niðri og syðri. Mikil ferð og frábærir ferðafélagar.
2005
Fákur Löngufjörur. Riði frá Snorrastöðum að Skógarnesi og til baka seinni daginn. Þórólfur sonur minn var aðalferðafélagi minn. Þá skildi ég för Þórðar Kakala Sighvatsonar á flótta undan Kolbeini unga á Sturlungaöld.
Um mitt sumar reið ég upp frá Kvíum í Þverárhlíð yfir í Kjarrárdal niður hann og til Þverárréttar.
Um haustið reið ég um bújörðina Neðra-Nes í Stafholtstungum þar sem ég var með hross mín.
2006
Fljótstunga- Húsafell. Fór með hestana í kerru yfir Kaldadal í Húsafell. Farið með hóp í kringum fjallið Strút.
Riðið niður Þverárhlíð að Bakkakoti til skólabróður míns þar, Kristjáns Axelssonar.
2007
Vorferð Fáks. Riðið frá Stíflisdal til Þingvalla í Skógarhóla. Daginn eftir var farið einhesta hestagötu um þjóðgarðinn í gegn um Skógarkot upp hjá Öxará og í Skógarhóla. Grillað um kvöldið. Afbragðsfólk í Fáki sem stjórnaði öllu með mildri hendi. Bauð Birgi frænda með í ferðina og við skiptumst á.
Aðrar ferðir Þingvellir til Laugarvatns, ótímasett. Skíðaskálinn Hveradölum til Hafnafjarðar ótímasett. Þar kom ég á götur í hrauninu sem voru eins á eftir naglahjólför í helluhrauninu og uppgötvaði ég að þetta var þjóðleið úr Selvogi, merkilegar minjar.
Síðasta hestaferðin mín var frá Esjumelum upp í gegn um Svínaskarð, gömul þjóðleið, að Möðruvöllum í Kjós. Daginn eftir reið ég frá réttinni upp frá Grjóteyri og upp á Esju.
Það var mikil upplifun, en því miður komst ég ekki nema í 720 m.y. sjó, vegna þess að ég lenti í grjóthrauni. Frábær upplifun, en erfið.
Stjórnmál og samfélag | 31.12.2010 | 15:11 (breytt 10.9.2015 kl. 10:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta eru óvenjulegar aðstæður í stjórnmálum sem upp eru eftir margrar ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins og frjálshyggjustefnu hans og einkavinavæðingu.
Ríkistjórnin hefur komið fjárlagafrumvarpi sínu í gegn um þingið og það þarf ekki að kvart yfir því þó ekki séu allir sammála í þeim efnum.
Ríkistjórnir hefur yfirleitt komið því í gegn um þingið sem hún hefur talið þurfa, en það er rétt að Icesavemálið reynist erfitt. Nú ef það fer á þann veg að fólk vilji ekkert með það mál gera þá fer það bara sína leið í gegn um dómstóla. En við sjáum nú til hvað setur í þeim efnum.
Það er svakalegt að mínu mati hvernig peningamenn og braskara hafa snúið á forustumenn Sjálfstæðisflokksins og allar eftirlitsstofnanir sem voru með Sjálfstæðismenn í brúnni.
Alvarlegast er það að mínu mati hvernig Framsóknarflokkurinn hefur verið afvegaleiddur af Sjálfstæðisflokknum og samvinnumenn innan Framsóknarflokksins tóku þessa ósið upp og fóru að braska með samvinnufé og vísa ég sérstaklega til eigna Samvinnutrygginga og þeirra mála.
Svo segir í frétt Mbl.is
Ég átta mig ekki á því. Það virðist sem ráðherrarnir, rétt eins og forseti landsins, hafi haft einhverja ofurtrú á þessum ágætu bankamönnum. Það kom mér þannig fyrir sjónir í samtölum mínum við ráðherrana," segir Davíð í viðtali við Gísla Frey Valdórsson í Viðskiptablaðinu í dag.
Þessi tilvitnun í fréttina finnst mér alveg stórfurðuleg. Það er eins og Davíð hafi verið allan tíman niður við Tjörn að gefa öndunum, áhrifalaus í Sjálfstæðisflokknum, annað er ekki að skilja á þessari tilvitnun, bara eins og próventukarl upp á Arnarhóli.
Svo er það líka meiriháttar skop en jafnframt alvara að upphaflegur grínflokkur veltir meirihluta Sjálfsæðisflokks og Framsóknarflokks frá völdum í Reykjavík. Hvaða skilaboð eru það?
Við erum að fara inn í nýtt tímabil í sögu lands og þjóðar en það er ,,dómstólatímabilið" þar sem réttarkerfið þarf að gera þessi mál upp. Nú eru það lög landsins sem stjórna og ráða og þetta tímabil þarf að klára.
Á meðan verður ríkistjórnin að andæfa þjóðarskútunni, halda til hlés og jafnvel að fara á lensi undan óveðri og brotsjóum.
![]() |
Davíð: Ekki starfhæf ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 30.12.2010 | 11:58 (breytt 31.12.2010 kl. 19:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þorsteinn Pálsson fv. formaður Sjálfstæðisflokksins og fv. forsætisráðherra segir að það sé tómarúm í Sjálfstæðisflokknum og svo hefur verið talað um nýjan flokk.
Nafni gaf það út að hann er ekki á leið út í stjórnmál að nýju eins og Jón Baldvin er búin að vera síðasta áratug liðinn aldar.
Margir þingmenn sendu landsmönnum jólakveðjur í útvarpinu og yfir leitt sameinuðust þingmenn hlutaðeigenda flokka um að vera saman með kveðjuna.
Eftir því var tekið að þingmenn Framsóknarflokksins í NV kjördæmi voru ekki saman á jólakveðjunni þegar hún var lesin upp á Þorláksmessu í Ríkisútvarpinu. Aðeins var lesið nafn Gunnars Braga Sveinssonar, en nafn Guðmundar Steingrímssonar vantaði.
Hvort hann hafi setið á hljóðskrafi með Degi B. Eggertssyni Samfylkingarmanni og vini sínum vita menn ekki. Guðmundur var Samfylkingarmaður áður en hann gekk í Framsóknarflokki og bauð sig fram í NVkjördæmi. Eða Gunnar hafi ekki viljað hafa með sér er óupplýst.
Þannig það er allt að gerast í pólitíkinni. En verst finnst mér þetta með tómarúmið í Sjálfstæðisflokknum.
Er ekki hægt að skýra það þannig að stórt svæði innan flokksins sé mannlaust? Tómarúm er ekki neitt.
Ríkistjórnin hefur aftur á móti 32 Alþingismenn á bakvið sig eins og við blasir.
![]() |
Telur óvíst að stjórnin lifi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 28.12.2010 | 23:08 (breytt kl. 23:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Biskup Íslands hr. Karl Sigurbjörnsson ritar pistil á vefinn Trúin og lífið sem hann nefnir;
,, Hvað eru jólin?".
Þetta er áferðafallegur texti og svo sem mörgu hægt að vera sammála svo sem;
,,Leyfum okkur að hrífast og njóta í helgri kyrrð við jötu jólabarnsins. Leyfum yndisleik jólanna að snerta við okkur eins og milda englavængi, og laða okkur að birtu og fegurð himnanna" segir biskupinn.
Svona texta geta svo sem allir verið sammála og textinn er fallegur og fer vel.
En er þetta ekki ,, bara" uppdiktað píp sem engin innistaða er til fyrir? Skoðum þetta;
,, Við grípum til strengjanna sem innst og dýpst liggja og þreifum á barnslegu öryggi þegar helgi jólanætur er yfir og allt um kring og kvíði, áhyggja og órósemi hjartans og kröfurnar þungu eru svo fjarri", segir biskupinn".
Mér er spurn, hvaðan biskup hefur það að kvíði og áhyggjur séu fjarri?
Meðal annarra orða hefur biskup ekki fylgst með þjóðmálum undan farið. Hér er þjóðfélag í uppnámi. Hefur kirkjan einhverju yfirsýn yfir hvernig komið er þjóðríki okkar. Hafa verið gerðar einhverjar mælingar á áhyggju og kvíðastigi þjóðarinnar.
Hér skjóta menn upp dyr á aðfangadag með haglabyssu. Stöð 2 er með sérstakan þátt um meðferð axa til heimabrúks, væntanleg til átaka eða varna.
Séra Jónmundur í Grunnavík notaði axir við að kljúfa rekavið og séra Snorri á Húsafelli notaði þær til skógarhöggs.
Biskup þarf að vera afdráttalausari í máli sínu um það sem er að gerast í þjóðfélagi okkar. Til þess hefur hann vit, getu og bakgrunn til að standa ekki lengur á hliðarlínunni.
Ég skora á hann að koma með eitthvað bitastæðara um áramót.
Í Guðs friði og gleðileg jól.
![]() |
Hvað eru jólin? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.12.2010 | 12:52 (breytt 24.4.2011 kl. 20:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Ég er alinn upp í torfbæ - burstabæ - sem var allur viðarklæddur að innan. Hann var ekki stór en notalegur og þar bjó bjargálna fólk. Jólin voru sérstakur tími.
Á aðfangadag kláruðu piltarnir gegningarnar á fyrra fallinu. Fjárhús voru birgð svo sem kostur var til að ekki fennti inn og dýrunum liði vel. Það var farið snemma í fjósið og ekki örgrannt um að kúm væri frekar hyglað með meiri töðugjöf og mingrað mjólkurdreitli í kálfinn. Við það var miðað að vera kominn inn fyrir útvarpsmessu kl 18 þegar heilagt var orðið.
Mikill hangikjötsilmur var í bænum og þegar farið var að líða að því allra heilagasta voru ljós tendruð, olíulampar, olíulugtir og kerti og sett inn í hvern króka og kima og var þetta allt saman mjög hátíðlegt.
Ég lenti í miklu taugastríði fyrstu jólin mín í sveit árið 1954 þá 8 ára gamall. Átti von á jólapökkum frá fjölskyldu minni, en á Þorláksmessu hafði engin pakki borist í hús og færð farin að þyngjast í sveitinni.
Ekki var laust við að ég væri kominn með skeifu og væri farinn að beygja af og orðinn heldur hnípinn. Fóstra mín taldi í mig kjark og fullvissaði mig að gjafirnar rötuðu á leiðarenda.
Á Þorláksmessukvöld, seint, kom mjólkurbíllinn en bílstjórinn átti heima í næsta hrepp, Bóas Magnússon blessuð sé minning hans og kom hann með alla jólapakkana.
Ég varð glaður og átti góð jól í 94 ára gömlum burstabæ að Syðri-Löngumýri.
Gleðileg jól kæru vinir, ættingjar, lesendur mínir og bloggarar.
Stjórnmál og samfélag | 24.12.2010 | 16:36 (breytt 11.12.2024 kl. 19:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gamalt máltæki segir ,,Að leggja stein í götu einhvers" þýði að hefta framgang einhvers.
Hægt er að velta því fyrir sér hvað Steingrímur á hér við þegar hann endar pistill sinn með svofelldum orðum;,, Steinum sem velt er í götuna fylgir mikil ábyrgð,
Varla á hann við það að, Lilja Ásmundur og Atli hafi velt steini í götu ríkistjórnarinnar, því það gerðu þau ekki heldur sátu á steini sínum og borðuðu nestið sitt og vildu ekki fara lengra. Það má aftur á móti skýra með orðatiltækinu; ,,Illt er stórum stein að kasta" það er að segja þau höfðu ekki afl til þess sem þeim langaði til.
Hann gæti verið að aðvara atvinnulífið, verkalýðsfélög og atvinnurekendur að fara varlega þar sem allir kjarasamningar eru nú senn lausir og það sé ekkert upp úr því að hafa að fara berast á banaspjótum í verkföllum og verkbönnum. Ekkert komi út úr því. ,,Um veltan stein vex trauðla gras".
Það sem kemur til álita að orðatiltækinu sé beint til forsetans um lyktir Icesavemálsisns.
Mér sýnist að athuguðu máli en þó með öllum fyrirvörum að forseti Íslands hafi brotið á ríkistjórninni við meðferð Icesavemálsins þegar hann setti það í þjóðaratkvæðagreiðslu. Honum var það að sjálfsögðu frjálst. Hann tók sér frest til að ákvarða um málið og tilkynnti það á ríkisráðsfundi, en stormaði síðan nokkrum dögum seinna inni stofu á Bessastöðum og tilkynnti það í fjölmiðlum að hann vísaði málinu í þjóðaratkvæði.
Forseti átti fyrst að tilkynna þessa ákvörðun á ríkisráðsfundi samkvæmt starfsreglum um ríkisráð. Þar hefði ríkistjórnin eða viðkomandi ráðherra, hér Steingrímur J. Sigfússon, geta gert athugasemd og láti bóka hana. Þann rétt tók forseti af Steingrími.
Þess vegna sýnist mér hið gamla máltæki sé að koma í ljós; ,, Harðir steinar tveir mala sjaldan smátt".
![]() |
Mikil ábyrgð að velta steinum í götuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.12.2010 | 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fjárlagafrumvarp hverrar ríkistjórnar er mikilvægasta mál hvers árs og því skiptir miklu að það fáist í gegn með sæmilegri sæmd.
Ok, Lilja, Ásmundur og Atli eru óánægð með frumvarpið en vilja ekki standa í vegi fyrir því og ákveða að sitja hjá og fara ekki gegn frumvarpinu. Þetta er ákveðið á síðustu stundu, án samráðs við hinn stjórnarflokkinn og eigin flokksmenn.
Látum okkur nú sjá. Í Samfylkingunni er tekin samskonar ákvörðun að fjórir þingmenn taka ákvörðun um það í hljóði að sitja hjá án samráðs og láta engan vita fyrir fram.
Nú, nú, stjórnarandstaðan tekur skyndiákvörðun um það í bakherbergjum, sem ekki spyrst út að greiða öll atkvæði á móti fjárlagafrumvarpinu. Þá er staðan þessi: 28 samþykkja frumvarpið, 7 sitja hjá og stjórnarandstaðan greiðir atkvæði á móti 28 atkvæði.
Frumvarpið falli á jöfnum atkvæðum. Þetta er bara sett upp sem hugsanlegt dæmi.
Hvaða herfræði er þetta? Engin veit hvað annar er að gera. Er þetta ekki of mikil áhætta?
Spyr sá sem ekki veit eða hverju svarar þú Atli, málefnalegri spurningu minni?
Eru það bara Vinstri Grænir sem hafa sérleyfi á því að sitja hjá við atkvæðagreiðslu fjárlagafrumvarps?
![]() |
Lilja lögð í pólitískt einelti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 21.12.2010 | 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú er spilaður vinstri póker í stjórnmálum og virðast Sjálfstæðismenn bara vera með eintóma hunda á hendinni og geta ekkert sagt.
Samfylkingin komin í hálfgerðar kvíar og farið að færa frá hjá Vinstri Grænum.
Lilja, Ásmundur og Atli eru í hjásetu sem kallað er en Ögmundur er yfirsetu maður. Svo hafa VG, Þráinn Bertelsson til að smala Þingvallasvæðið og þjóðgarðinn en hann er kunnugur á þeim slóðum.
Það verður mikið spilað með fólk og spil um jólin við kertaljós og klæðin rauð.
Hreyfing er hjá Hreyfingunni og þau bera sig mannalega og telja að það hafi komið til tals á göngum Alþingis að einhverjir séu að hugsa um að ganga í Hreyfinguna, það séu öll skilyrði fyrir því.
Framsóknarmenn eru utan við þetta allt saman enda uppteknir við lestur Möðruvallahreyfingunnar. Ef til vill breytist Hreyfingin í Möðruvallahreyfinguna eftir áramótin, þegar forsetinn er búinn að hugsa næstu leiki.
![]() |
Hjáseta kom ekki til greina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 20.12.2010 | 17:20 (breytt kl. 17:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég kom þarna að á slystað en sá ekki aðdraganda slyssins. Það fór um mig hrollur þegar ég sá hvernig bíllinn var útleikinn. Einhver borgari leiðbeindi umferð framhjá en eins og alltaf þarf hver og einn sem framhjá fer að lóna hægt framhjá.
Í þessari frétt segir að bíllin hafi ekið utan í annan bíl en á vísir .is er sagt að bíllinn hafi keyrt á staur. Ekki veit ég hvað er rétt.
Ég ók mínum bíl á bílaplan þarna skammt fram hjá og aðgætt vettvang en þá var lögregla ekki komin. Sá ég að bílstjórinn var inn í bílnum og var verið að hlynna að honum þannig að ég hafði mig ekki í frammi. Samkvæmt umferðarlögum ber vegfarendum að veita hjálp ef nauðsynlegt er. Og brýnt er að tryggja öryggi vettvangsins.
Bíllinn er mikið skemmdur og nánast ónýtur, 3 ungmenni voru uppistandandi í kring um bílinn og var það góðsviti. Svo komu þarna 2 sjúkrabílar og 3 lögreglubílar og einn á mótorhjóli og einn brunabíll.
Svo þegar sjúkraflutningamennirnir fóru að huga að bílstjóranum að þá gat hann sem betur fer staðið upp og gengið og vonandi hefur hann ekki farið illa.
Manni líður illa að koma að svona löguðu og léttir við það að ekki fór verr en á horfðist.
Nú þurfum við að vanda okkur, Íslendingar, í jólaumferðinni svo allir geti gengið heilir kring um jólatréið um jólin.
![]() |
Keyrði utan í bíl við Gullinbrú |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 19.12.2010 | 17:59 (breytt kl. 18:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Halldór Runólfsson er víst góður og gegn maður og vel menntaður dýralæknir. Ástæða er til að óska honum til hamingju með næsta 5 ára starfstímabil.
Það þarf að gefa gaum að meðferð dýra aðbúnaði og hollustu háttum þeirra.
Ég held að bændur séu yfirleitt dýravinir og vilji fara vel með dýr. Þó er nú pottur sumstaðar brotinn í þeim efnum. Stundum verða menn samdauna ákveðnu umhverfi og skynja ekki að það þurfi að gera úrbætur og forvarnir svo dýr séu örugg í umhverfi sínu og líði vel.
Í Bændablaðinu sem kom út í gær er er gerð grein fyrir aukinni tíðni stórbruna í landbúnaði og hefur brunamálastjóri Björn Karlson þungar áhyggjur af þeim.
Eftirfarandi tafla er þar birt um stórbruna þar sem búpeningur hefur brunnið inni:
Knörr árið 2004 Um 600 fjár
Grænahraun árið 2005 3600 hænur
Húsatóftir árið 2006 Um 40 nautgripir
Stærri Árskógur árið 2008 Um 200 nautgripir
Vestara Fífuholt árið 2008 um 120 nautgripir
Ásmundarstaðir árið 2008 um 4000 hænur
Tjörn árið 2010 á þriðjahundrað landnámshænur.
Heimild: Bændablaðið 22. tölublað 2010 16. desember
Ég minnist þess ekki að það hafi verið tekið viðtal um þessi mál í fjölmiðlum við ráðamenn í landbúnaði eða aðra sem láta sig dýravernd skipta.
Ég vakti athygli á þessum málum á Málþingi um ábyrgt búfjárhald sem Dýraverndarsamband Íslands hélt í nóvember 2009 og lagði þar fram skýrslu sem ég útbjó og dreifði henni til stjórnar sambandsins en hef ekkert verið að flíka henni frekar.
Ég held að það verði að grandskoða umhverfi og aðbúnað dýra á Íslandi og gera úrbætur.
Til þess er nýskipaður yfirdýralæknir vel til forustu fallinn.
![]() |
Halldór áfram yfirdýralæknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 17.12.2010 | 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 487
- Frá upphafi: 601429
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 404
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar