Steinar í Bessastaðalandi?

Gamalt máltæki segir ,,Að leggja stein í götu einhvers" þýði að hefta framgang einhvers.

Hægt er að velta því fyrir sér hvað Steingrímur á hér við þegar hann endar pistill sinn með svofelldum orðum;,,  Steinum sem velt er í götuna fylgir mikil ábyrgð,“

Varla á hann við það að, Lilja Ásmundur og Atli hafi velt steini í götu ríkistjórnarinnar, því það gerðu þau ekki heldur sátu á steini sínum og borðuðu nestið sitt og vildu ekki fara lengra. Það má aftur á móti skýra með orðatiltækinu; ,,Illt er stórum stein að kasta" það er að segja þau höfðu ekki afl til þess sem þeim langaði til.

Hann gæti verið að aðvara atvinnulífið, verkalýðsfélög og atvinnurekendur að fara varlega þar sem allir kjarasamningar eru nú senn lausir og það sé ekkert upp úr því að hafa að fara berast á banaspjótum í verkföllum og verkbönnum. Ekkert komi út úr því. ,,Um veltan stein vex trauðla gras".

Það sem kemur til álita að orðatiltækinu sé beint til forsetans um lyktir Icesavemálsisns.

Mér sýnist að athuguðu máli en þó með öllum fyrirvörum að forseti Íslands hafi brotið á ríkistjórninni við meðferð Icesavemálsins þegar hann setti það í þjóðaratkvæðagreiðslu. Honum var það að sjálfsögðu frjálst. Hann tók sér frest til að ákvarða um málið og tilkynnti það á ríkisráðsfundi, en stormaði síðan nokkrum dögum seinna inni stofu á Bessastöðum og tilkynnti það í fjölmiðlum að hann vísaði málinu í þjóðaratkvæði.

Forseti átti fyrst að tilkynna þessa ákvörðun á ríkisráðsfundi samkvæmt starfsreglum um ríkisráð. Þar hefði ríkistjórnin eða viðkomandi ráðherra, hér Steingrímur J. Sigfússon, geta gert athugasemd og láti bóka hana. Þann rétt tók forseti af Steingrími.

Þess vegna sýnist mér hið gamla máltæki sé að koma í ljós; ,, Harðir steinar tveir mala sjaldan smátt".


mbl.is „Mikil ábyrgð að velta steinum í götuna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband