Óvenjulegar aðstæður, Davíð Oddsson

Þetta eru óvenjulegar aðstæður í stjórnmálum sem upp eru eftir margrar ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins og  frjálshyggjustefnu hans og einkavinavæðingu.

Ríkistjórnin hefur komið fjárlagafrumvarpi sínu í gegn um þingið og það þarf ekki að kvart yfir því þó ekki séu allir sammála í þeim efnum.

Ríkistjórnir hefur yfirleitt komið því í gegn um þingið sem hún hefur talið þurfa, en það er rétt að Icesavemálið reynist erfitt. Nú ef það fer á þann veg að fólk vilji ekkert með það mál  gera þá fer það bara sína leið í gegn um dómstóla. En við sjáum nú til hvað setur í þeim efnum.

Það er svakalegt að mínu mati hvernig peningamenn og braskara hafa snúið á forustumenn Sjálfstæðisflokksins og allar eftirlitsstofnanir sem voru með Sjálfstæðismenn í brúnni.

Alvarlegast er það að mínu mati hvernig Framsóknarflokkurinn hefur verið afvegaleiddur af Sjálfstæðisflokknum og samvinnumenn innan Framsóknarflokksins tóku þessa ósið upp og fóru að braska með samvinnufé og vísa ég sérstaklega til eigna Samvinnutrygginga og þeirra mála.

Svo segir í frétt Mbl.is

„Ég átta mig ekki á því. Það virðist sem ráðherrarnir, rétt eins og forseti landsins, hafi haft einhverja ofurtrú á þessum ágætu bankamönnum. Það kom mér þannig fyrir sjónir í samtölum mínum við ráðherrana," segir Davíð í viðtali við Gísla Frey Valdórsson í Viðskiptablaðinu í dag.

Þessi tilvitnun í fréttina finnst mér alveg stórfurðuleg. Það er eins og Davíð hafi verið allan tíman niður við Tjörn að gefa öndunum, áhrifalaus í Sjálfstæðisflokknum, annað er ekki að skilja á þessari tilvitnun, bara eins og próventukarl upp á Arnarhóli.

Svo er það líka meiriháttar skop en jafnframt alvara að upphaflegur grínflokkur veltir meirihluta Sjálfsæðisflokks og Framsóknarflokks  frá völdum í Reykjavík. Hvaða skilaboð eru það?

Við erum að fara inn í nýtt tímabil í sögu lands og þjóðar en það er ,,dómstólatímabilið" þar sem réttarkerfið þarf að gera þessi mál upp. Nú eru það lög landsins sem stjórna og ráða og þetta tímabil þarf að klára.

Á meðan verður ríkistjórnin að andæfa þjóðarskútunni, halda til hlés og jafnvel að fara á lensi undan óveðri og brotsjóum.


mbl.is Davíð: Ekki starfhæf ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg eins og þegar sjalfstæðisflokknum var ýtt úr stól eftir hrun og samspillingin tók við hafa reykvíkingar eins og landsbúar flestir áttað sig á mistökunum í því að kjósa grínflokkin til borgarstjórnar..það er alveg búið að sýna sig að þó að trúður geti stjórnað, þá er hann samt ekki að gera það vel og það sama á við um Jóhönnu...svona eitthvað fyrir þig að hugsa um :)

Jóhann Jóhannsson (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 12:24

2 identicon

Tek undir hvert orð. Með betri pistlum sem ég hef lesið Moggablogginu.

 Þessar söguskýringar Davíðs eru með aumasta sem maður hefur séð.

Jón Ottesen (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband