Hestaferðir annáll

Vorið 1999 lauk hefðbundnum búskap hjá mér eftir riðuniðurskurð að Reykjum í Torfalækjarhreppi. Allt hestastúss mitt miðaðist við göngur og smalamennskur.

ÁningFrá upphafi búskapar á Syðri-Löngumýri var ræktunarstefna mín skýr. Ég átti grá hross eins og Sigurður Ólafsson í Laugarnesi og tel ég þau áhrif komin þaðan en ég ólst upp í Laugarnesinu um tíma. Eftir að ég flutt úr Húnavatnsýslu suður, átti ég á annan tug hrossa, flest grá um nokkurn tíma. Seldi hrossin og gaf og hætti hrossastússi 2008.

Hér læt ég til minnis fara annál um þær ferð sem ég hef farið ríðandi um landið, eftir búskaparlok og sem hafa veitt mér gleði og gert mér kleift að kynnast landi mínu með sama hætti og forfeður mínir hafa kynnst því í návígi.

2001

Sleppitúr í Hallanda. Riðið frá Reykjavík yfir Hellisheiði og í Langholt í Hraungerðishreppi.

Hestaferð í Grindavík. Við Inga, Arnbjörn bróðir og ég riðum í kring um fjallið Þorbjörn.

2002

Farið með hesta í kerru upp á Uxahryggi. Þar kom Þorsteinn Marinósson vinnufélagi minn og saman riðum við inn að Hlöðufelli og niður í Haukadal að Gígjahóli í Biskupstungum. Erfið ferð.Undecided

Daginn eftir reið ég einn niður Biskupstungur austanmegin við Tungufljót niður í Krók.

Gegnum Reykholt og Skálholt að Sandlæk á Skeiðum. Upplifun að koma að Skálholti á hestum.Halo

2003

Hestaferð með Arnbirni bróður frá Hafnarfirði í Vigdísarvelli yfir Sveifluháls til Grindavíkur.

Seinn um sumarið reið ég Fljótshlíðina í ,, litklæðum“.Smile

2004

Átta daga ferð með Fák um Fjallabaksleið niðri og syðri. Mikil ferð og frábærir ferðafélagar.

2005

ForingjarFákur Löngufjörur. Riði frá Snorrastöðum að Skógarnesi og til baka seinni daginn. Þórólfur sonur minn var aðalferðafélagi minn. Þá skildi ég för  Þórðar Kakala Sighvatsonar á flótta undan  Kolbeini unga á Sturlungaöld.Devil

Um mitt sumar reið ég upp frá Kvíum í Þverárhlíð yfir í Kjarrárdal niður hann og til Þverárréttar.

Um haustið reið ég um bújörðina Neðra-Nes í Stafholtstungum þar sem ég var með hross mín.

2006

Fljótstunga- Húsafell. Fór með hestana í kerru yfir Kaldadal í Húsafell. Farið með hóp í kringum fjallið Strút.

Riðið niður Þverárhlíð að Bakkakoti til skólabróður míns þar, Kristjáns Axelssonar.

2007

ÁningVorferð Fáks. Riðið frá Stíflisdal til Þingvalla í Skógarhóla. Daginn eftir var farið einhesta hestagötu  um þjóðgarðinn í gegn um Skógarkot upp hjá Öxará og í Skógarhóla. Grillað um kvöldið. Afbragðsfólk í Fáki sem stjórnaði öllu með mildri hendi. Bauð Birgi frænda með í ferðina og við skiptumst á.Wizard

Aðrar ferðir Þingvellir til Laugarvatns, ótímasett. Skíðaskálinn Hveradölum til Hafnafjarðar ótímasett. Þar kom ég á götur í hrauninu sem voru eins á eftir naglahjólför í helluhrauninu og uppgötvaði ég að þetta var þjóðleið úr Selvogi, merkilegar minjar.

Síðasta hestaferðin mín var  frá Esjumelum upp í gegn um Svínaskarð, gömul þjóðleið, að Möðruvöllum í Kjós. Daginn eftir reið ég frá réttinni upp frá Grjóteyri og upp á Esju.Cool

Það var mikil upplifun, en því miður komst ég ekki nema í 720 m.y. sjó, vegna þess að ég lenti í grjóthrauni. Frábær upplifun, en erfið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband