Landbúnaðarhægræðing upp á 1 krónu, en endar með okri á pylsum.

Þeir bjóða 1 krónu í tollkvóta á innfluttu kjöti. Eins og umræðin hefur verið þá er Þetta drýgð með erlendu svína kjöti. Þetta er helgiréttur Íslendinga Þegar fátækt fólk fer á 17. júní með barnaskara sinn og kaupir pylsu með öllu. Þá er boðið upp á hagræðingu samkvæmt ljótu lögunum sem kosta ekki nema 1 krónum. Hver græðir þá af hagræðingunni? Mér er spurn? Ég hef sem bóndi gengið í gegn um allskonar hagræðingar, jarðræktarstyrkir lækkaðir verulega. Viðhaldi á mannvirkjum vegagerðarinnar hefur verið velt yfir mig. Maður þarf vinna kauplaust vor og haust við að laga girðingar Vegagerðarinnar. Vegagerðin leggur til staura og girðinagkengi. Á mínum ábúðarjörðum gætu þessar girðingar slagað upp í 10km áætlað eftir minni á hvorri jörð. Svo kemur maður eftir svona hrotur þreyttur og aldrrei er þakkað fyrir þessa sjálfboðavinnu og hvergi er þetta skýrt í lögum hvernig fara á með.

Svo verður náttúrlega saltket og baunir túkall hækkað. Þá leggst það á gamla fólkið sem fer í IKEA. Svona er nú hagræðingin. Það var hagrætt í mjólkurframleiðslunni sagt um 3 milljarða og svo þegar var verið að fjalla um þetta í fjölmiðlum, þá kom öllum að óvörum hækkun á mjólurvörum. Þessi hagræðing var bar tölur í hugum manna og til að afskrifa mjólkurstöðvar og stækka mörk jaðarbyggða. Næsta stig verður að hætta að ná í mjólk á jaðarsvæðum.  Svona heldur dellan áfram og útlendu ferðamennirnir segja, hva erum við komnir á Hornstrandir, engin býli.Ósköp er þetta lélegt allt niðurnítt.


mbl.is Þjóðarréttur Íslendinga hefur rokið upp í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. apríl 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband