Ræs

Eftir því sem best er vitað er sjómannaafslátturinn komin fyrir margt löngu vegna sjómannadeilu um kaup og kjör og til að hæna menn að sjómannastarfinu.

Fiskimenn hafa kauptryggingu og róa upp á hlut. Farmenn höfðu hér í einatíð smá hlunnindi sem fólust í því að þeir gátu verslað í útlöndum og höfðu smá fríðindi í kring um tollinn. 

Þróun í fiskveiðum hefur verið þannig alla síðustu öld að verkfræðingar, tækni- og uppfinningamenn þróuðu nýja tækni í sambandi við veiðarfæri og fiskileitartæki. Skipin veiddu meira og meira og alltaf naut sjómaðurinn hærri hlutar þó hann hafi ekki átt neinn þátt í tæknibyltingunni. Sem betur fer hefur aðbúnaður sjómanna batnað.

Forustumenn sjómanna hafa sett fram þær frumlegu kenningar að sjómenn slíti almannaeigum minna en aðrir þjóðfélagsborgara svo sem heilbrigðiskerfi, vegum o.þ.h. sem er alveg sérstök kenning. Skattafslátturinn er því endurgreiðsla á minni notkun á ríkiseigum.

Sjómenn eru réttilega langdvölum að heiman og eiga að fá umbun fyrir það. En þeir nota almannaeigur væntanlega alveg eins og hverjir aðrir. Þetta hefur bara ekki verið rannsakað og liggja því engin gögn fyrir um það. Í virkjanavinnunni fengu menn þóknun vegna fjarlægðar á vinnustað. Mig minnir að þetta hafi verið 650 kr á viku 1967 í Búrfellsvirkjun en þar starfaði færsluritari við byggingu aflstöðvarinnar.

Dagpeningar koma varla til greina af hendi ríkis og útgerðar. Dagpeningar eru hugsaðir fyrir útlögðum kostnaði.

Það eru margir sem gætu hugsað sér að skella sér á sjóinn eins og staðan er nú um stundir.

Þess vegna er það spurning hvort ekki væri eðlilegast að fram færi starfsmat á sjómannsstarfinu og útgerðin yrði þjóðnýtt? Þetta er hvort sem er allt að sökkva í skuldum og ástæðulaust að láta erlenda vogunarsjóði eignast útgerðina og fiskveiðikvótana.


mbl.is Sjómenn fái dagpeninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband