Plástur á munninn á Árrrrrrrr?

Forstjóri Samkeppnismála Evrópusambandsins varaði strax við því október 2008,  þegar hver ríkisstjórnin á fætur annarri í álfunni fóru að lýsa því yfir að þær myndu tryggja bönkunum fé ef á bjátaði og ef þeir færu á hausinn. Það væri ríkisstuðningur og raskaði samkeppnisstöðu á markaði. Bankarnir væru hlutafélög og almenningur bæri ekki ábyrgð á hlutafélögum.  Síðan hefur ekkert heyrst frá honum  og virðist sem það hafi verið settur plástur á munninn á honum.

Ég vil því spyrja í lok þessarar umræðu, er ekkert eftirlitskerfi á þessum sameiginlega Evrópumarkaði?

Er þetta bara bjálfamarkaður?

Á það bara að vera þannig að hægt sé að elta almenning uppundir jökla á Íslandi til að greiða óreiðuskuldir  óreiðuhlutafélaga á Evrópumarkaði.

Það á að vera löngu búið að kúpla Evrópusambandinu inn í þessa deilu. Icesave er afsprengi kexruglaðra reglna sem Evrópusambandið hefur sett og ber fulla ábyrgð á. Ekki almenningur á Íslandi.

Og ég veit ekki betur en það sé saknæmt samkvæmt hlutafjárlögum ef verið er að halda áfram rekstri slíkra félaga sem er löngu fyrir séð að eru komin með neikvæðan höfuðstól og í þrot.


mbl.is Kostnaður vegna Icesave hærri ef samkomulag verður fellt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband