Fánaberar frjálshyggjunnar sjást ekki mikið þessa dagana. Hvar eru þeir? Ganga þeir ef til vill með veggjum?
Ég held að rétt sé að halda því til haga, hvar uppruni þeirra hremminga er, sem við glímum nú við. Frjálshyggju- og einkavinavæðing Sjálfstæðisflokks og Framsóknar reið við einteyming þar til allt fór á hliðina og frjálshyggjupostularnir ultu af baki.
Bankarnir voru afhentir með helmingaskiptareglu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Herma fegnir að notaðir hafi verið sjóðir Samvinnuhreyfingarinnar til þess í tilfelli Framsóknar. Síðan hófst eitthvert stjórnlaust brjálæði sem endar svo með bankahruninu. Á því bera framangreindir flokkar ábyrgð.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið í lítilsháttar sjálfskoðun út af þessum málum og skrifað um það skýrslu, sem hefur ekki hlotið almennan hljómgrunn í flokknum.
Framsókn hefur ekki skrifað skýrslu en ráðið nýtt fólk í plássin þar sem hin pólitísku lík voru fyrir eða gamalt bæli. Þeir hafa tekið það til ráðs að vera með alþingismenn í förum milli Noregs og Íslands. Virðast þeir hafa tekið upp siði fyrri tíma en þá tíðkaðist mjög að Íslendingar margir væru hirðmenn. Virðist sem Framsóknarmenn séu í einhverskonar fornmannaleik.
Við verðum lengi að jafna okkur eftir Icesave og það er hörmulegt mál. Allra ósk hlýtur að beinast að því að sem mest innheimtist af útlánum og eignum, sem skuldajafnast á móti Icesavekröfunum.
Það er rétt sem Steingrímur J. Sigfússon segir ,, að Icesave mun ekki hverfa". Og eru það orð að sönnu. Alþingi þarf að búa þannig um hnútana að við getu á seinni stigum skotið þessum málum til dómstóla, þá og þegar við höfum náð vopnum okkar.
Icesave mun ekki hverfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 11.12.2009 | 22:20 (breytt kl. 22:29) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 88
- Frá upphafi: 566962
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 65
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér skilst að frjálshyggjumennirnir dvelji í skjáldborginni sem vinstri stjórnin ætlaði að slá um heimilin í landinu.
Sigurður Þorsteinsson, 11.12.2009 kl. 22:58
Er ekki lögfest enn frestun á uppboðum Sigurður?
Og fyrst frjálshyggjumennirnir dvelja í skjaldborginni eru þeir þá að útbúa slátur fyrir veturinn eða í öðrum hauststörfum fyrir heimilin?
Svona klárir karla haf væntanleg ráð undir rifi hverju um lausnir?
Þorsteinn H. Gunnarsson, 11.12.2009 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.