Kommuvilla í Landnámu

Ljóstillífun plantna er undirstaða lífs á jörðinni. Plöntur eru annarsvegar næring sjálfar fyrir menn og svo næring fyrir grasbíta.

Mikilvægt starf plantna er að taka upp CO2 koldíoxíð (gróðurhúsalofttegund) og gefa frá sér O súrefni sem er lífsnauðsynlegt fyrir spendýr. Það þarf að vera nóg súrefni í andrúmsloftinu, annar deyr fólk.

Með hækkandi hitastigi verður meiri gróska í gróðri. Við hækkandi hitastig bráðna jöklar. Við hækkandi hitastig verður uppgufun úr úthöfunum meiri, sem fellur svo til jarðar sem regn og eykur jarðargróður.

Talið er að Ísland hafi verið meira gróið hér áður fyrr en það er núna.

 ,, Landið var viði vaxið milli fjalls og fjörum" segir í Landnámu Ara fróða. Um þetta tala menn á á hátíðarstundum og þegar mikið liggur við.

Ég dreg mjög í efa að rétt sé að landið hafi verið viði vaxið milli fjalls og fjöru um allt land. En það hefur verið vel gróið.

Það er víða sagt frá því í fornsögunum að landnámsmenn hafi farið til Noregs til að ná sér í við í bæi sína. Ingimundur gamli á Hofi í Vatnsdal fór þannig að mig minnir til Noregs til að ná í við í bæ sinn. Ef nógur skógur hefur verið hér hefði þess ekki þurft. Hann hefði reist bæ sinn með íslenskum við.

Ég gróf eitt sinn fyrir vatnsleiðslu upp í fjall (háls) á ábúðarjörð minni í Blöndudal. Á 1.2-1.5 metra dýpt kom ég niður á skógarleifar sem hafa þá verið efrimörk skógarins væntanlega. Sverustu lurkarnir hafa verið að þvermáli 8-10 cm, þannig að þar var engin húsaviður á ferðinni. Enda heitir holtið, Hrísholt.

Skýra þarf setninguna um að ,,landið hafi verið viði vaxið milli falls og fjöru", betur.

Mín kenning er að þetta sé kommuvilla í Landnámu þ.e.a.s. , iið hefir átt að vera í, komman yfir íinu hafi máðst út.

Það hafi átt að standa,, Landið var víði vaxið milli fjalls og fjöru."


mbl.is Landgræðsla gegn gróðurhúsaáhrifum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband