Sagan af Hrafnaflóka er okkur Íslendingum kunn. Hrafnaflóki aflaði ekki fóðurs fyrir búsmala sinn og féll búpeningur úr hor eftir fyrsta veturinn.
Jóhannes Nordal fv. seðlabankastjóri gætti þess alltaf að til væri raunverulegur gjaldeyrisvarasjóður í landinu ef eitthvað bjátaði á með öflun gjaldeyris. Maður skynjaði það alltaf að svo og svo mikið væri til í gjaldeyrisvarsjóðinum. Hann var eins og góður og gætinn bóndi sem hafði nóg fóður fyrir bústofninn. Það væri hægt að kaupa nauðþurftir ef eitthvað klikkaði.
Síðan komu gamlir stjórnmálamenn sem engin vissi hvað átti að gera við og settust í seðlabankastól. Þá fór fyrst að ganga á fyrningarnar og að lokum var engin gjaldeyrisvarasjóður til og engin virtist hafa áhyggjur af því. Og svo kom þetta svakalega frelsi með fjármagnið frá Evrópu.
Og nú horfum við um Jökulfirði.
Hugmyndafræði Hrafnaflóka er nær en við höldum. Og hún blómstrar sem aldrei fyrr. Að halda að það sé einhver raunverulegur gjaldeyrisvarasjóður, sem tekinn er að láni og fara að eyða honum í að styrkja krónuna, kalla ég hugmyndafræði Hrafnaflóka. Þeir eru nefnilega farnir að hugsa eins og Hrafnaflóki, upp í Seðlabanka og engin þorir að segja bofs.
Það er í lagi að taka lán ef við lendum í vanskilum og lengja í lánum. Sparnaður og viðskiptaafgangur við útlönd er það sem verður að rétta okkur við.
Það er ekki hægt að eyða meiru en aflað er.
Gjaldeyrisforðinn styrkist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 25.11.2009 | 20:02 (breytt kl. 20:34) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 38
- Sl. sólarhring: 108
- Sl. viku: 188
- Frá upphafi: 573506
Annað
- Innlit í dag: 37
- Innlit sl. viku: 155
- Gestir í dag: 37
- IP-tölur í dag: 37
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.