Það er áhyggjuefni að Framsókn sé að klofna vegna deilna um forustusætið í Reykjavík. Það kann ekki góðri lukku að stýra, þegar deilt er í litlum flokki. Skemmst er að minnast þegar Björn Ingi Hrafnsson hvarf úr forustunni vegna deilna. Var svo komið fyrir flokknum að hann átti örðugt að manna nefndir og var orðinn svo fá liðaður að hann varð að grípa til utanfélagsmanna til að manna nefndir.
Má búast við miklum hjaðningavígum og bak rýtingstungum að hætti Framsóknarmanna hér á höfuðborgarsvæðinu. Ætla má að kvenfélög dragist inn í þessa skálmöld vegna aðdrátta- og lokkandi áhrifa kvenfélaga í svona orrahríð og er þar hægt að minnast þess sem gerðist í Kópavogi.
Er þetta leitt því Framsóknarmenn geta verið geðþekkir menn og almennilegir sérstaklega í göngum og réttum.
Og hver á þá að stjórna borginni ef Sjálfstæðismenn missa Framsókn úr samstarfinu og allt fellur um koll?
Framboðið kom á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 15.11.2009 | 21:18 | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 18
- Sl. sólarhring: 392
- Sl. viku: 819
- Frá upphafi: 570116
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 729
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að það sé spurning um líf eða dauða fyrir Framsókn í borginni að losna við spillingarstimpilinn sem er á Óskari Bergssyni. Ég held að ef þeir fari fram með Óskar sem oddvita, þá fái þeir ekki mann kjörinn hér í borg.
Sigríður Jósefsdóttir, 15.11.2009 kl. 22:24
Þetta verður erfitt hjá flokknum, en vonandi gengur þetta.
Litlir flokkar geta verið gagnsamir, ef þeir eru nógu hlýðnir, og fá eitthvað fyrir sinn snúð.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 16.11.2009 kl. 07:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.