Rannsókn kjörbréfa Alþingismanna

Sá háttur er í félagskerfi okkar Íslendinga og þar með talið Alþingis, að þegar kjörnir fulltrúar koma saman þá eru kjörbréf þeirra rannsökuð og athugað hvort þau séu gild. Einnig er athugað ef einhver gerir athugasemdir. Þannig er til dæmis í húsfélögum að ef fundarboðið og umboðið er véfengt og ekki rétt, þá er hægt að fá fundinn og athafnir hans dæmdar ólögmætar eða fundinum frestað þar til hnökrarnir hafa verið lagfærðir.

Fyrsta verk nýkjörins Alþingis var að kjósa kjörbréfanefnd sem tók þegar til starfa.

Úr ræðu formanns kjörbréfanefndar Alþingis Helga Hjörvars, við þingsetningu Alþingis þann 15 maí 2009 kl:16:00 og sagðist honum m.a. svo:

,,Þá tók nefndin fyrir kæru vegna kosninganna samkvæmt bréfi dómsmálaráðuneytisins frá 1. maí sl., grundvallaður 118.–120. gr. laga nr. 24/2000. Í kæru þeirra er krafist ógildingar á kosningu allra frambjóðenda á öllum framboðslistum í öllum kjördæmum í alþingiskosningunum 25. apríl sl. sem kosningu hlutu og er hún reist á því sjónarmiði að í 65. gr. stjórnarskrárinnar þar sem jafnræði manna er tryggt að gengið sé gegn henni eftir misvægi atkvæða eftir kjördæmum og því eigi að úrskurða kosningarnar í heild sinni ólögmætar.

Í ljósi þess að í 5. mgr. 31. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið á um að verði misvægi meira en svo að nemi meira en helmingi skuli landskjörstjórn breyta þingmannafjölda kjördæma þannig að ekki sé farið yfir þau mörk. Þá lítur nefndin svo á að stjórnarskrárgjafinn sjálfur hafi heimilað ákveðið misvægi og sérákvæði þetta gangi því framar 65. gr. Því séu ekki rök eða lagalegar forsendur til þess að úrskurða kosningarnar ólögmætar en nefndarmenn voru einróma um mikilvægi þess að jafna atkvæðisrétt í landinu.

Hv. þm. Margrét Tryggvadóttir, fulltrúi Borgarahreyfingarinnar, ritar á álitið með fyrirvara og lýsir þar sig sammála í meginatriðum efni nefndrar kæru og sé það mannréttindabrot, það misvægi sem hún sem kjósandi í Suðvesturkjördæmi megi við núverandi skipan þola.

Á grundvelli 46. gr. stjórnarskrárinnar, í samræmi við hana og í samræmi við 5. mgr. 1. gr. og jafnframt 5. gr. laga um þingsköp Alþingis leggur því kjörbréfanefnd til að kjörbréf þau sem til umfjöllunar voru verði samþykkt og kosningarnar gildar". 

Svo mörg voru þau orð. Það er vonandi að kjörbréf þessi séu einhvers virði en gengisvísitala þeirra er misjöfn frá 2366- 4850 atkvæði.

Hvor stjórnarskrárgreinin er æðri, 65 eða 31? Og hvernig stendur á því að ein grein stjórnarskrárinnar umfram aðra sé sérákvæði? Þetta er alveg nýtt málfar.  Sérákvæði fyrir flokkana?  Þetta þarf allt saman að gaumgæfa. Hvort eru Alþingiskosningarnar fyrir flokkana eða fólkið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband