Lög og reglugerð um Stjórnarráð Íslands mæla ekki fyrir um hvar ríkisstjórnarfundir skuli haldnir. Þeir hafa alltaf verið haldnir í Reykjavík og nokkrum sinnum á Þingvöllum. Það er hið besta mál að halda ríkistjórnarfundina annarstaðar og í þetta sinn á Akureyri. Það eykur hagvöxtinn að kaupa flugfargjöld og aðra aðstöðu á Akureyri. Í kreppu er gott að þeir sem hafa peninga eyði þeim.
Í NA-kjördæmi voru 28.362 kjósendur á kjörskrá við síðustu Alþingiskosningar. Þar voru kosnir 10 þingmenn. Þar eru 2.836 kjósendur á bak við hvern þingmann. Með réttu ættu þar að vera 8 þingmenn.
Næst væri rétt fyrir ríkistjórnina að halda fund í NV-kjördæmi. Þar voru 21.293 kjósendur á kjörskrá. Kjördæmið hefur 9 þingmenn. Þar eru frekar ódýrir þingmenn hvað atkvæðavægi varðar. Það þarf ekki nema 2.366 atkvæði að baki við hvern þingmann. Í NV- kjördæmi getur ríkistjórnin tekið almenningsvagn á fundarstað og sleppur þannig við að borg í göngin og sparar þannig fyrir ríkisjóð. Með réttu lýðræði ætti NV-kjördæmi að vera með 6 þingmenn.
Í þessari törn væri gott að ríkistjórnin væri með fund í SV-kjördæmi. Þar voru á kjörskrá 58.202 kjósendur. Þetta er stærsta og þéttbýlastakjördæmið. Þar eru þingmenn dýrir. Kjördæminu hefur verið skammtað 12 þingmönnum og á bak við hvern þingmann þarf hvorki meira né minna en 4.850 kosningabæra menn. Kjördæmið ætti með réttu lýðræði að vera með 16 þingmenn. Í þessu kjördæmi býr forseti Ísland. Hann er þjóðkjörinn og hafa landsmenn jafnan atkvæðisrétt við þá kosningu. Það er rétt lýðræði.
Eins og áður segir er SV-kjördæmi með 12 þingmenn og 58.202 kjósendur. Það er 1 þingmanni fleira en í Reykjavíkurkjördæmunum, en þar eru 11 þingmenn í sitthvoru kjördæminu með 2x43.747 atkvæði. Með öðrum orðum standa 15.000 atkvæði á bak við tólfta þingmann SV-kjördæmi miðað við Reykjavík og það er geysilegur lýðræðishalli að mínu mati. (58.292-43.747=14.728). Ekki er hægt að réttlæta eða færa nokkur rök fyrir þeim mismun miðað við NV-kjördæmi með 2366 atkvæði á bak við hvern þingmann.
Ég held að Alþingi verði að fara skoða þessi lýðræðismál. Hér er hvorki þjóðveldi né goðorðs fyrirkomulag.
Fundinum á Akureyri að ljúka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 12.5.2009 | 19:21 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 14
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 1397
- Frá upphafi: 566781
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 1247
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það er skömm af þessu. Þetta er svartur blettur á lýðræðinu.
Hvað varð um einn kjósandi. Eitt atkvæði ?
Birgir Hauksson (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 22:22
Þú segir "með réttu ættu þeir að vera 8". Þetta er kannski rétt miðað við stærðfræðina þína, en það má ekki líta framhjá því að þau kjördæmi sem eiga flesta starfsmenn í stjórnsýslunni hafa miklu meira vægi heldur en þau sem fáa starfsmenn eiga.
Til þessa þarf að taka tillit, og þú getur séð það að Washington DC hefur til að mynda ekki kjörmann í forsetakosningum, einmitt afþví að forsetinn situr í Washington DC og þannig geta þeir sem búa næst honum haft áhrif á stjórnina. Svo má náttúrulega deila um útfærsluna eins og alltaf.
Allavega, þá má ekki gleyma þessum þætti.
Völundur Jónsson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 02:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.