Listamenn á Alþingi

Landsfundur Alþýðubandalagsins var eitt sinn haldinn. Þar var fjölmenni. Þar var margt skrafað.

Össur Skarphéðinsson átti það til að dreifði gjarnan listum með nöfnum fólks sem æskilegt væri að kjósa. Voru listar þessir kallaðir lyfseðlar. Enn heldur Össur áfram að dreifa lyfseðlum, en nú í formi tillögu um að ganga í ESB.

Í tengslum  við Landsfundinn var haldið Listamannþing á vegum flokksins. Ragnar Arnalds fv. ráðherra var m.a. þar með framsögu en eins og kunnugt er hefur hann ritað leikrit og skáldsögur. Ragnar fékk spurningu úr sal, um það hvort hann teldi sig listamann. Ragnar sagðist ekki lýta á sig sem listamann. Fyrirspyrjandi ítrekaði spurninguna; " Jú Ragnar ertu ekki listamaður?". Ragnar færðist mjög undan þessu. En að lokum sagði hann;

" Það má til sannsvegar færa að ég sé listamaður, ég er búinn að að vera á lista til Alþingiskosninga mestan part starfsævi minnar, jú ég er listamaður".

Nú eru listamenn sestir á þing. Sumir eru ef til vill meiri listamenn en aðrir eftir því hvernig á það er litið. Stjórnmál er list og þá list geta allir stundað þar sem lýðræði ríkir.


mbl.is Þjóðin tók valdið í sínar hendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ORG endanlega gengin af vitinu ?

Orn Johnson (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 16:14

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Orn, þú verður að spyrja Dorrit.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 15.5.2009 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband