Ástin á tímum ömmu og afa

Út er komin bókin; Ástin á tímum ömmu og afa, eftir Önnu Hinriksdóttur. Er bókin unnin upp úr bréfum og dagbókum Bjarna Jónassonar kennara,  bónda, sveitarhöfđingja og samvinnumanns í Húnaţingi á ofanverđri 20. öld. Bókin byggir á lokaverkefni Önnu Hinriksdóttur til M.A.-prófs í hagnýtri menningarmiđlun frá Háskóla Íslands haustiđ 2008. Anna er dótturdóttir Bjarna og Önnu Sigurjónsdóttur í Blöndudalshólum í Blöndudal.

Mörg ástarbréfanna eru rituđ á Syđri-Löngumýri í Blöndudal og fleiri bćjum og hefst eitt af bréfunum svona:

" Anna! Viltu verđa konan mín? Heldurđu ađ ţú getir elskađ mig? Jeg biđ  ekki einungis um hönd ţína, jeg biđ um hjarta ţitt. Eigi ég ekki enn huga ţinn, vonast jeg eftir ađ geta unniđ hann,  ţví ástinni er ekkert ómáttugt."

Bjarni Jónasson ( 1891-1984 ) biđlađi fyrst bréfleiđis til Önnu Sigurjónsdóttur ( 1900-1993 ) 4. febr. 1920 og lét ekki hugfallast ţó hann fengi afsvar í fyrstu.

Bjarni var kennari, frćđimađur, bóndi og sveitarhöfđingi og Anna var húsmóđir á bújörđ ţeirra hjóna Blöndudalshólum í Blöndudal. Ţau voru međal helstu máttarstólpa í sinni heimasveit og áttu ríkan ţátt í uppbyggingu samfélagsins í Svínavatns- og Bólstađarhlíđarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu drjúgan hluta tuttugustu aldar.

Bókin  er gefin út af Háskólaútgáfunni í frćđibókaritröđinni Sýnisbók íslenskrar alţýđumenningar, sem ritstýrt er af sagnfrćđingunum Davíđ Ólafssyni, Má Jónssyni og Sigurđi Gylfa Magnússyni.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hlustađi á viđtal viđ Önnu á Rás 2 um daginn og ţađ var ótrúlega áhugavert.  Ţau skötuhjú hittust stundum á böllum í sveitinni og dönsuđu saman en yrtu ekki á hvort annađ.  Síđan fór Björn heim og skrifađi ástmey sinni fögur ástarbréf hiđ sama kvöld og sendi henni. 

Ágústa Björg (IP-tala skráđ) 6.5.2009 kl. 18:24

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband