Hvað er verðbólga?

Vinna er frumuppspretta verðmæta og auðs. Án vinnu verða engin verðmæti til, hvorki efnisleg né huglæg.

Það er mikill misskilningur að fjármagnið sé uppspretta auðsins. Fjármagnið er uppsöfnuð vinna + nýting náttúruauðlinda. Fjarmagnið er mikill efnahagslegur hvati og sameiginlega getur fjármagnið og vinnan skapað mikinn efnahagslegan auð.

Segjum að við vildum koma okkur upp kartöflugörðum. Fjármagnið kæmi að landinu í formi dráttarvélar. Ekkert mundi gerast. Síðan kæmu nokkrir verkamenn og bændur. Þeir gætu stungið garðinn upp, en dráttarvélin ynni enga vinnu fyrr en einhver settist upp á hana og færi að herfa.

Þegar mikil verðbólga, er tala menn um víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags og skýra það ekkert nánara út. En verð á vöru og þjónustu hækkar. Hjá okkur er þetta þannig að fjármagnið er verðtryggt en vinnan óverðtryggð. Það skapar misgengi og er í raun ekki réttlátt gagnvar vinnunni.

Á þessum tímapunkti byrja átök milli þessara þátta. Milli þeirra sem hafa ekkert að selja nema vinnu sína og svo þeirra sem selja framleiðsluvörur og þjónustu.

Mín niðurstaða er því sú að verðbólga er átök milli vinnuafls og fjármagns og þeirra sem hafa aðgang náttúruauðlindum og framleiðslutækjum.

Verðbólgan og dýrtíðin eru systur. Dýrtíðin hækkar verð á vörum þegar þær fer að skorta. Dýrtíði getur fylgt í kjölfarkreppu og hækkar verð á vöru og þjónustu.

Þess vegna segi ég, hollur er heimafenginn baggi.

Baráttukveðjur á 1. maí.


mbl.is „Kreppa nærð af græðgi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband