Inngangur og aðdragandi að minningagreinarinnar.
Þorsteinn H. Gunnarsson skrifar:
Hér kveður Ámundi Loftsson, Sigurð Líndal og greinir frá samskiptum OKKAR bænda sem lögðumst í vörn vegna setningu búvörulaga nr.46 1985 og reglugerðarkraðaki sem þeim fylgdu, sem engin maður skildi nema þá helst Sigurður Líndal sem þó átti fullt í fangi með það. Með því að taka það að sér að aðstoða okkur þá stappaði hann stálinu í OKKUR bændurna sem stóðum höllum fæti vegna þessara breytinga á landbúnaðarkerfinu. Við héldum bæði sjálfsvirðingu okkar og baráttuþreki við slíka liðveislu.
Sigurður vann í bæjarvinnunni, var strákur í sveit á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal V-Hún., var farmaður á Dettifossi og sjómaður á síðutogaranum Hallveigu Fróðardóttur, ungur maður var hann leiðsögumaður við Kjarrá og síðar lagaprófessor við Háskóla Íslands, geri aðrir betur.
--------------------------------------------------------
Minningagrein birt í Morgunblaðinu 14. sept 2023. Hér birt nú, með leyfi Morgunblaðsins og samþykki Ámunda.
-------------------------------------------------------
Kynni okkar Sigurðar Líndals urðu á umbrotatímum í íslenskum landbúnaði á níunda áratugnum. Kvótakerfi var komið á og aðgangsharka stjórnvalda og bændasamtaka að bændum á þeim tíma raskaði svo afkomu þeirra að fljótlega var sýnt að margir þeirra yrðu frá að hverfa.
Á þessum tíma hef ég ugglaust verið meðal margra, sem veittu Sigurði athygli fyrir skýr svör og lögskýringar í ýmiskonar álitamálum sem sífellt koma upp í þjóðfélagi örra breytinga og óstöðugra stjórnmála. Skýringar hans þóttu bæði svo rökréttar og auðskildar að ekki var um þær deilt, enda var mikil virðing fyrir honum borin, jafnt sem fræðimanni og alþýðlegri jarðbundinni persónu sem laus var við allt sem kalla mæti menntaoflæti.
Þetta leiddi til þess að ég afréð eftir nokkra umhugsun að hringja í hann heim til hans til að láta á það reyna hvort hann hefði þolinmæði til að hlusta á mig rekja raunir bænda í þessum nýtilkomnu erfiðu aðstæðum og hvað mér fákunnandi ómenntuðum þætti um stjórnarfarslega og lagalega umgjörð þessara mála.
Er skemmst frá því að segja að eftir þetta símtal vorum við meira og minna í stöðugum samskiptum í
nokkur ár.
Voru þau ýmist í síma, með bréfasendingum, með samtölum heima hjá honum á Bergstaðastrætinu eða á skrifstofu hans út í Háskóla og á fundum með bændum úti á landi.
Afrakstur þessara samskipta varð svo bók hans Stjórnkerfi búvöruframleiðslunnar og stjórnskipan Íslands sem kom út í apríl 1992 og vakti þá verulega athygli og umtal. Þar lýsir Sigurður stjórnarháttum í
landbúnaði og hvernig þeir komu engan vegin heim og saman við ýmis ákvæði stjórnarskrárinnar,
einkum um eignarrétt og atvinnufrelsi og hvernig vald til afskipta af málum bænda hafði verið framselt
til hagsmunaaðila.
Eftirminnilegur er svo fundur sem haldinn var vorið 1992 á Hrafnagili í Eyjafirði þar sem Sigurður rakti
efni bókarinnar í fyrirlestri sem tók hátt í þrjá klukkutíma. Þarna voru saman komnir nokkrir tugir bænda
víðsvegar að og mátti vart sjá nokkurn þeirra depla auga meðan á yfirferð Sigurðar á ritgerðinni stóð. Slík var athyglin sem hann fékk.
Nokkru síðar áttum við Kári Þorgrímsson í Garði fund með Sigurði í stjórnarráðinu um efni ritgerðarinnar og þaðan gengum við svo vestur í Háskóla. Á þeirri göngu sýndi Sigurður okkur á sér nokkuð óvænta og skemmtilega hlið, en þá hafði hann uppi lifandi lýsingu á sögu nær allra húsa í á þeirri leið og rak aldrei í vörðurnar.
Sigurður Líndal var fræðimaður sem greinilega lifði fyrir öflun og miðlun þekkingar. Þetta mikla verk
hans um landbúnaðarkerfið ber þess líka glöggt vitni að hann var fræðimaður fræðanna vegna en ekki til
fjár eins og of tíðkast nú á dögum.
Það er með hlýju og þakklæti sem ég kveð Sigurð Líndal og geri það óbeðinn fyrir alla þá sem ýmist áttu samskipti við hann og fylgdust með þeim verkum hans sem hér hafa verið nefnd og votta fjölskyldu og vinum hans samúð okkar.
Ámundi Loftsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 20.9.2023 | 21:54 (breytt 21.9.2023 kl. 19:56) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 139
- Sl. sólarhring: 230
- Sl. viku: 2053
- Frá upphafi: 571376
Annað
- Innlit í dag: 122
- Innlit sl. viku: 1829
- Gestir í dag: 118
- IP-tölur í dag: 118
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.