Fundur SÁÁ í Háskólabíó

SÁÁ hélt fund um alkohólisma í Háskólabíó í fyrra,að mig minnir, einhver baráttufundur eða um eitthvert málefni. Þar voru mættir Þórarinn Tyrfingsson og Kári Stefánsson með framsögu. Áttu fyrirspurnir að vera leyfðar úr sal.

Þar sem ég hef mátt þola riðuniðurskurð á rúmlega þrjú hundruð kinda fjárstofni, að vori til, daginn fyrir sumardaginn fyrsta Þá langaði mig að spyrja einnar spurningar um nýjustu rannsóknir á varnargeninu sem búið er að uppgötva. Það á að koma í veg fyrir að kindur fái riðu.

Ég hafði verið að velta fyrir mér og hafði áhuga á að fá svar við var hvort einhverjar rannsóknir væru á því hvort til væri arfgerð í fólki sem hefði svipuð áhrif á alkóhólisma, þ.e. nokkurs konar varnargen fyrir alkóhólisma.  

Ég hef verið ráðunautur í búfjárækt á svæði þar sem riða hefur verið um langt árabil og hef áhuga á hvernig riða dreifir sér. Þessar nýju uppgötvanir sem vísindamenn á Keldum hafa staðfest í rannsóknum á sýnishornum af riðuveikum kindum er að arfgerðin skiptir máli. Og nú er búið að uppgötva varnargen sem veitir mótstöðu gegn veikinni ef einstaklingurinn hefur þessa arfgerð.

Þá er hægt að segja að gamlir menn hafa lengi haldið því fram að riðan væri ættgeng. Eitt dæmi hef ég um riðu þar sem riða kom upp í heimafénu en ekki á beitarhúsum þar sem stofninn var komin út af einni kind að mestu.

Dæmi er um að allur stofn einum bæ hefur verið felldur þó bóndi hafi neitað niðurskurði og krafist þessa að sannað verði að það væri riða í hans stofni. Tekin voru sýni úr allri hjörðinnni en engin riða fannst.

Á fundinum  var gefin kostur á að spyrja og lagði ég ósköp meinleysislega spurningu fram, hvort þessi nýja uppgötvun á varnargenum og arfgerðum gæti átti við fólk.

Því svaraði Kári með hálfgerðum galgopahætti og sagði mér að hér væri verið fjalla um fólk en ekki skepnur sem ég vissi náttúrlega. 

Þórarinn Tyrfingsson fór eitthvað að liðsinna mér og útskýra fyrir Kára eftir hverju ég væri að leita með spurningu minni. Mér fannst mínar aðstæður þarna vera þannig að ég hafi verið kveðinn í kútinn, eins og sagt er. Enn er spurt og er spurningin í gildi enn. En kúturinn hans afa er nú tómur og víðar í fjölskyldunni

Afi fór í kaupstaðinn með kútinn og kaupmaður vildi ekki fylla á hann, sennilega hefur afi ekki átt neitt inni eða kaupmanni hafi þótt hann drekka of mikið. En hann hætti að drekka áfengi upp frá þessu og var galvaskur það sem eftir lifði ævinnar og leið býsna vel.


mbl.is Kanna möguleika á samstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband