Þrettán kvíslar í Þegjanda, Þegjandi í Beljanda, Beljandi í Blöndu þó. Blanda rennur út í sjó.

Það getur verið erfitt að taka við stjórnmálaflokki eins og Samfylkingunni sem ekki tókst að stofna,eins og aðvar stefnt og þó.Og eiginlega má segja að Samfylkingin hafi aldrei náð andanum

Gott er íhuga hvernig það tókst ekki að Samfylkja öflum sem standa fyrir félagshyggju og samhyggju. Hugmyndir voru uppi að reyna að gera þetta innan frá og á fá það samþykkt þar. Gera eina tilraun frekar en að fara gömlu leiðina að ætla að setja saman lista í afmörkuðum hópi þar sem úfar höfðu risið með mönnum. Svo var settur saman listi og allt klofnaði tvist og bast og spítanabrakið fór í sérframboð eða stofnaði annan flokk si sona. Gott dæmi um það er þegar Hannibal og Björn Jónsson stofnuðu Frjálslynda og vinstrimenn 1969 og fengu 5 menn 1971 inn á Alþingi.

Svona var þetta allan lýðveldistímann. Smákongar að potast áfram, sprengja allt upp og vígvöllurinn eftir kosningar spítna brak og tómar tunnur. Þá var nú betra að reyna, Samræmt göngulag fornt. En það gekki ekki sumir voru útskeifir, aðrir kiðfættir og og allmargir hjólbeinóttir þannig,  innanbúðarformúlan gekk ekki upp.

Framsókn og Sjálfstæðisflokkur voru ríkjandi með sín héraðsmót. Þar sem voru flutt foringjaávörp og punturæður, Bessi eða Ómar komu og skemmtu fólki, svo var dans og fyllerý síðast atriðið. Þetta gekk þangað til ættarmótin komu inn með samkeppni um fólkið. Þá fóri Héraðsmótin að dala og menn fóru upp til dala og tjölduð þar og vöknuðu í tjaldi með konu sem þeir þekktu ef til vill ekki.

Ég held að þessi formúla Kristrúnar sem er hægt að kalla fyrirframformúlan að segja hvað hún ætlar að gera og lýsa því yir að ef hún ná ekki sigri þá skipti hún bara um yfirhöfn, takk fyrir. Stjórnmál geta verið svolítð lumsk.

En aðalega eru þau að forminu til eins og öræfavísan: Þrettán kvíslar í Þegjanda/ Þegjani í Beljanda/ Beljandi  í Blöndu þó/ Blanda rennur út i sjó.

Fyrst þarf að stofna heimafélag eða vettvangsfélög allt efti hentuleikum um stærð og staðháttu en oftast er best að miða við ákveðið umhverfi og þá samstöðu um málefni sem liggja í loftinu hjá viðkomandi aðiljum, eða stéttum. Síðan er kerfið formað. Hvað margir félagsmenn þurfa að standa að baki hverjum fulltrúa að vera kosnir til að koma fulltrúa áfram. t.d. á landsfund og svo þekkir fólk framhaldið. Félagslög og samþykktir þarf að smræmað að heildar hugsunum og tilgang verkefnisins.

 Þetta er svona í mínum huga þráðurinn sem spinna þarf.

Oft þegar nýir aðilar koma í dagsljósið þá fara þeir um landi til að hlusta, eins og indjána gera. En koma til baka með fáar og smáar tillögur ef þeir hafa þá ekki týnt þeim.

Erfiðasta málið er að almenningur nennir oft og tíðu ekki að stunda skipuleg stjórnmál, en getur haf gaman að því að fara niður á Austurvöll eða aðra staði og mótmæla. Stundum samþykkja svoleiðis fundir tillögur og ekki ber að vanmeta það. En lítið er kaupið að vera í félagsmálu og ætt stjórnmálaöfl að dreifa þeim fjámunum til grunnkerfisins að einhverju leiti sem þeir fá frá ríkinuu. Þetta hefur Egill Skallagrímssson ætlað að gera þegar hann vildi strá gullinu yfir þingheim og var hrapalega misskilinn.


mbl.is Kristrún segir Sjálfstæðisflokkinn erfiðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þrettán vötn í Þegjanda lærði ég.

Björn S. Stefánsson (IP-tala skráð) 20.5.2023 kl. 18:17

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Heimild  mín er Húnaflói -kvæða og- vísnasafn. Sjálfur lærði ég þetta svona. Þessar kvíslar koma úr Seiðisárdrögum. Þær renna sem sagt niður og enda í Blöndu. Bestu kveðjur til þín Björn.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 20.5.2023 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband