Það má segja að á margan hátt er þetta rétt. Það var svo sem ekki mulið undir forfeður okkar, en þeir voru sterkir og úsjónarsamir og bjuggu við landkosti og var rúmt um þá sem bjargaði tilveru okkar sem þjóðar.
En það sem lifir er öll listin, sönglistin málaralistin verklistin og ýmis tækniundur á seinni tíð.
Sigvaldi Kaldlón var héraðslæknir og tónskáld við Ísafjaraðardjúp og bjó fyrst við Kaldalón sem er stuttur dalur inn að Drangajökli. Hann stóð stutt við en nógu lengi til að taka upp nafnið Kaldalón og bera það með sæmd.
Það var eitthvað lítið um hljóðfæri í dreifbýli, en söngfólk víða. Við kirkjur voru lagvissir menn sem gátu fundið hinn rétta tón með lítilli fyrir höfn og leitt kirkjusönginn. Nú eru slíkir menn vinsælir í partýum til að koma gleðinni af stað Afi Magnús Guðmundsson var forsöngvari við kirkjur , við höfu ekki heimildir hvar hann var forsöngvari en geta má þess að Eyrarkirkja við Seyðisfjörð vestri var næst heimili hans en hann var búaandimaður á Fæti undir Folafæti við Djúpi.
Nú,nú, þegar Sigvaldi var fimmtugur þá ákváðu bændur við Djúp að gefa honu í afmælisgjöf, flygil. Þá var þrautinn þyngri að koma hljóðfærinu fram að Ármúla þar sem Sigvaldi bjó nálægt Höllu vinkonu sinnar sem orti ljóð sem hann gerði svo lög við. Þessi samvinna þeirra var engi hörmungasaga. Hún var töfrasaga.
Bændurnir komu sjóleiðina að Ármúla og báru flygilinn upp úr fjörunni ( Ég vona bar að Afi Magnús hafi verið með í för). Bændunir urðu að rjúfa gat á Ármúlabæinn til að koma hljóððfærini inn og tókst það giftusmalega. Seinna þegar eitthvað var erfitt hjá Sigvalda lagði hann á ráðin að selja flygilinn, en kona hans sagði að það skildi aldrei verða. Þarna mættust hörmungin og töfraævintýrið og tónlistin þróaðist og töfrarnir urðu hörmunginni yfir sterkari.
Ég þekki til karlakórs sem varð til hugmyndafræðilega upp á öræfum Íslands því bændurnir uppgötvuðu að þeir sungu bara ágætlega. Þessi kór vann svo kórakeppnina hér um árið Karlakór Bólstaðrhlíðarhrepps, Svona gerast ævintýrin. Tónlistin og öllu okkar fallega saga sönglaga, dægurtónlist og ættjarðartónlist er á pari við bókmennta arfinn. Það er svo sem engin hörmung.
Ísland er ævintýri Evrópu, þó ekki sé hægt að afneita hörmungunum.
Íslandssagan er náttúrulega bara hörmungasaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 17.10.2021 | 18:20 (breytt 12.5.2023 kl. 09:56) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 39
- Sl. sólarhring: 249
- Sl. viku: 777
- Frá upphafi: 574169
Annað
- Innlit í dag: 33
- Innlit sl. viku: 669
- Gestir í dag: 33
- IP-tölur í dag: 33
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.