Sigurður frá Brún heldur á Holtavörðuheiði í blindbyl á tíma spönskuveikinnar hluti lll

Sigurður var röskur að fara af stað frá Bálkastöðum og var vatnsveðrið stytt upp og borðaði hann engan morgunmat. Hugðist hann borða í Grænumýrartungu. Þangað væri góður liðkunarsprettur. Gekk það eftir og hafði Sigurður ekki töf af því að borða morgunverð ,en svona var hann, gaf sér varla tíma til að borða.

Dimmur kólgubakki lokaði Hrútafirð í norðri og mikið veðurhljóð heyrðist. Sigurður skálmar af stað en var varla komin úr hvarfi við bæinn í brekkunum þegar helltist niður bunandi kuldarigning sem gerði hann bjórvotan hæls og hnakka milli áður en hann komst í Miklagil. Úrkoman breyttist í snjó og sá ekki út úr augum. Fötin frusu á honum en urðu um leið vindþétt. Ekki reyndist hann skriðdrjúgur þótt hann hefði veðrið í baki. Hríðin var orðin glórulaus og hvein í veðrinu. Sigurður hitti á brautarjaðarinn þegar til hæðar dróg. Hann kunni lítið af örnefnum á þesum slóðum en vissi af sæluhúsi við veginn hið efra. Ákvað hann að fara þangað og taka stöðuna. Hann hitti á það en þar áttu að vera hitunartæki, en þá vantaði eldspítur og hans eldspítur voru orðnar blautar. Var ill aðkoma að sæluhúsinu og hafði ver illa gengið um brotnar rúður og flest í hönk. Hann var ekki par ánægður að landar hans gengju þannig um. Fannst skrítið að trúnaðarmenn og eftirlitsmenn bönnuðu ekki svona meðferð á sæluhúsinu og viðkomandi sættu ábyrgð.

Fór Sigurður engu bættar af þessum stað og þótti lítið til landa sinna koma. Mjög dróg úr veðurhæð eftir að undan fór að halla suður af og batnaði til muna, þegar niður af heiðarsporðinum kom. Var hann kaldur og hrakinn þegar hann kom að Fornahvammi. Hann bað um kaffi og tók það langan tíma að reiða það fram, en svo kom stór kanna og drakk Sigurðu mikið kaffi. Langaði hann að halda áfram og með kvöldinu batnaði veðrið og leið Sigurði vel niður dalinn að Sveinatungu. Þegar þangað leit hann upp í glugga og sá hann þar par vera kyssast og þótti heldur bágt að geta ekki á einhvern hátt notið þess. Eigi að síður fékk hann þessa dýrindis steik og borðaði sig saddan. Var honum fljótt boði til sængur og datt hann útaf. Síðari hluta nætur varð hann þess var að veður mundi vera þægilegt. Fór hann því tímanlega á fætir og var kominn í hálfbjörtu niður að Sanddalsá þar sem birkið og fjalldrapinn grær.  Þá var þrautin þyngri að komast yfir Norðurá og þverár því þær vori í vexti. Gekk hann norðan megin dalsins og á móti Hafþórssöðum sá hann bónda við að ber á skít og veifar honum. Bóndi er fljótur að leysa hrossið frá ækinu og rekur hestin yfir ána. Komst Sigurður þannig yfir Norðurá og hélt suður hálsinn til bæja í Þverárhlíð. Var þar fagurt land og að horfa á og til Baulu. Hann skoðaði nokkra stund stór steinsteypta rétt sem hefu væntanlega verið Þverárrétt og bar hana saman við réttir sem hann var kunnugur. Voru það Stafnsrétt og Auðkúlurétt og spekúleraði fram og aftur í samanburðinum. Þar var einnig Norðurtunguskógur og þótti honum hann vera sveitarprýði. Gekk hann áfram þar til hann kom að kirkju og brú og gekk yfir. Nokkru seinna kom hann að Deildartungu. Gerði vart við sig og bað um kaffi. Þá var hann spurður hvaðan hann kæmi og hann sagið sem var, að norðan. Bóndi spyr hvort hann hafi komið að bæ þarna í nágrenninu. Nei hann átti ekki þar leið um.

Komdu inn. Spánska veikin er þar. Kaffið kom og þeir röbbuð saman og bóndi sagði honum hvar veikin væri, hún er þarna og þarna og þarna. Var Sigurður nú algerlega upplýstur um hvernig hann ætti að verjast veikinni. Sigurður spurð um Reykjadalsá, hún er ekki í hné. Kvaddi bóndi hann svo og var Sigurður kominn að Stórakroppi fyrr en varði. Skiljumst við nú við Sigurð á Kroppsmelum en þar er flugvöllum. Stefnum á að hitta kappann þar á morgun.

Framhald.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Thorberg Friðþjófsson

 Góðan dag Þorsteinn.

Það er gaman að lesa þessa frásögn þína um Sigurð frá Brún. Þannig er að ég var að vinna í olíustöð Shell í Skerjafirði á árunum 1956-1958 (þá 16-18 ára). Á stöðinni voru vaktmenn um nætur og helgar, yfirleitt gamlir karlar að okkur fannst, og þar á meðal Sigurður frá Brún. Ekki þekkti ég neitt til hans, annað að það var haft á orði að hann væri mikið við lestur og ljóðagerð og hreyfði sig lítið til eftirlits útávið, á vaktinni

Var hann ekki úr Svartárdal? Ég var þar í sveit árið 1948,á Hóli, en sá bær er horfinn núna, bara tóftir eftir.

Bestu kveðjur.

Jón Thorberg Friðþjófsson, 1.4.2020 kl. 15:51

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Sæll Jón Sigurður frá Brún í Svartárdal. Jörð sem nú er komin í eyði. Hún er fyrir framan Skeggstaði nokkuð hátt upp í hálsinu. Þar eru bara núna gænar húsarústi grónar. Hvar þessi Hóll sem þú varst í sveit?

Þorsteinn H. Gunnarsson, 1.4.2020 kl. 16:01

3 Smámynd: Jón Thorberg Friðþjófsson

Bærinn Hóll var nokkuð innarlega í dalnum, að ég held. Það þurfti að aka inn dalinn og síðan yfir ána á grynningum og bærinn var ofarlega í hlíðinni. Er ekki komin brú þar núna? Bóndinn hét Sveinn, gamall og kominn í kör, kerlingin nokkuð hressari og stjórnaði búskapnum. Sonurinn hét Pétur eða Páll, að ég held. Hann var haltur og bjó lengst af á Blönduósi, orðaður við kveðskap og þá aðallega níðvísur, frétti ég seinna meir.

Ég held að Skeggstaðir hafi verið töluvert neðar í dalnum. Eitt sinn um sumarið fórum við með yxna belju til Skeggstaða og þótti mér það heilmikið ferðalag.

Jón Thorberg Friðþjófsson, 1.4.2020 kl. 16:52

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ef þetta er Hóll í Svarárdal að þá var byggt íbúðarhús þar 1956, sem stóð á hólnun fyrir neðan eru mjög góð fjárhús með vélgangu kjallara fyrir 300 fjár hesthús yfir 8 hross. Hlaða 820 rúmmetrar. Jakob Sigurðsson bjó þar lengi fá 1959. Heimild: Húnaþing ll bls. 201

Jakob Sigurðsson bjó þar frá 1959. Hann var haltur minnir mig. Þar var fyrirmyndar bú og góð umgengni. Túni var gott og grasgefið. Held að Jakob hafi verið til heimilis á Steiná. Nú er þar held ég nafni hans. Hóll er því engan veginn Kominn í eyði og þú þarft Jón að drifa þig norður og heilsa upp á fólkið. Það tekur vel á móti þér.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 1.4.2020 kl. 17:17

5 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Birgir Ingólfsson frá Bollastöðum í Blöndudal sendi mér eftirfarandi leiðréttinu um Hól, sem ég kem á framfæri hér:

Varðandi Hól. Sonur Sveins og Vilborgar sem bjuggu á Hóli hét Torfi. Annar fótur hans var styttri svo hann var haltur. Torfi var fljúgandi hagmæltur og Gísli Ólafsson frá Eiríksstðum var móðurbróðir hans. Jakob Sigurðsson á Steiná keypti svo Hól og byggði þar ein flottustu fjárhús síns tíma. Jakob var með snúinn fót og því haltur. Nú býr Jakob Sigurjónsson frá Steiná á Hóli með aðsetur á Steiná.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 1.4.2020 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband