Sigurður frá Brún fer sjóleiðina til Reykjavíkur í spönskuveikinni.llll hluti

Nú er að huga að næsta og síðasta áfanga þessa ferðalags Sigurðar í Kennaraskólann.

Á Kroppsmelum dimmdi og kom suddarignig. Hugmyndin var að ná Kletti í Reyholtsdal en áður en það hefðist lenti Sigurður í miklu vandræðum, ætlaði að fara yfir Flókadalsá. Var komið myrkur og skellti Sigurður sér í ána, hélt að hún væri væð og lítið í henni. Var vatnið komið upp í klof og leyst honum ekkert á þetta í hálfgerðu myrkri og óð til lands, Var jafn vel að halda að hann væri kominn að Hvíta, en sá þá ljós í glugga. Náði hann loks að Kletti og gisti.

 Um morgunin var bjart veður og leit allt vel út. Ískaldur Eiríksjökull blasti við og vissi allt sem talað var í sveitinn.

Stefndi Sigurður nú sem leið liggur yfir Hestháls og stefndi að Varmalæk Eftir að hafa spekulerað mikið í landslagi og gróðri kom hann að Grund í Skorradal og þáði þar góðan beina.

Hélt hann nú á Geldingadraga kom við á Litlu-Drageyri og fékk þar gert við skó. Hann kom að Draghálsi og sá þar ferðaáætlun báta milli Hvalfjarðarstranda og Reykjavíku og þótti gott í efni en var tjáð að áætlunin væri óviss og veikindi hjá skipshöfn svo hann gaf það alveg frá sér. Var morgun matur borinn að rúm ef hann færi snemma. Reif hann sig upp klukkan 4 um nóttina. Þá kom þar inn falleg stúlka og þótti honum gott að fá heitt kaffi. Var nú erfitt að átta sig á bókinn hvert skildi halda fyrir útúrdúrum og málæði og römmum lýsingum á lanslagi . Honum var sagt að helst væri hægt að hitta skip í Brautarholti á Kjalarnesi. Náði hann loks að Ferstiklu. En var að hlaupa til Saurbæjar tilað ná í bát sem hugsanleg gat flutt hann yfir Hvalfjörð og gekk það eftir. Sá hann nú í endann á Reynivallahálsi og blöstu þá flúðir  Laxár við og var land tekið að Eyri í Kjós. Hann hélt áleiðis götuna. Sá hann engan úti við bæina en tók víða eftir því að haustverk voru víða óunnin. Hann hafði gott auga fyrir þessu. Sennilega veiki um allt. Hann sisaðit út hlíðan og kom a klettastöppli sem hefir væntanlega verið Staupastein. Var hann þá kominn í Tíðarskar. Sá til Reykjavíkur og Kollafjarðar. Þar hitti hann gamla karl með staf og kastað á hann kveðju og spurði um bátsferðir til Reykjavíkur. Karlin var hóstandi og fölur og sagði Sigurði að fara ekki í þann andskota. Þar eru allir að deyja. Skildu þeir þar. Eitt sin skal hver deyja hugsði Sigurður og hljóp á stað, hugðist ná bát í Brautarholti á Kjalarnesi. Tók hann þá ákvörðun að ná þangað og varð þá að ganga.

Þegar að Brautarholti kemur fréttir hann að þangað sé læknis von en allt svo en óvíst vegna annríkis og sjúkleika þeirra sjáfra.

 Hann fékk leyfi til að bíða þarna sem varð svo að gistingu.

Nú þurfti Sigurður að far gangndi það sem eftir var leiðarinnar, Þótti honum það kvíðvænlegt, en hleypti í sig illsku og fór á stað. Kom hvergi við og leit varla úr götu, og vildi ná hlaðspretti í Reykjavík slíkur var metnaðurinn.

Lokins var hann Komin til Reykjavíkur.

Fór hann þá til klæðskera, lét taka mál af sér og valdi sér efni, fann sér gistihús, keypti blað. Gekk að því loknu Suður í Kennaraskóla og frétti að kennsla væri byrjuð eftir veikindahlé. Keypti sér námsbækur og fór í háttin. Líkur svo hér að segja frá ferðalagi Sigurðar jónssonar frá Brún í Svartárdal í Kennaraskólan.

 Eftirmáli:

Ástæðan fyrir því að ég fer í það að endursegja þetta feralag Sigurðar er að ég var búin að lesa söguna tvisvar og komst þá að því að leiðin sem hann fór var ekki glögg í huga mér. Var  þar einkum um að ræða að Sigurður skrifaði fram og aftur, var að tala um fólk og landslag svo ferðalínan týndist stundu og vissi maður ekki hvort hann gisti þarna eða þarna. Málskrúðið var kyngimagnað og raunveruleg mikil kjafavaðall, þó ég segi það ekki í neikvæðri mynd. Ég þekkti Sigurð einungis í sjón en  man eftir honum nokkrum sinnum ríða hjá garði á Syðri-Löngumýri þar sem ég átt heima. Afleggjarinn upp frá Blöndubrú er ca 1km. Sigurðu reið þá svörtum hesti og var gangtegundin valhopp. Var hann ansi skriðdrjúgur á því spori. Beygði hann svo fram Blöndudal og var úr augsýn á augabragði slík var ferðin á honum. Frekar lítði var um það að mennn notuðu gangtegundina valhopp. Held að mönnum hafi ekki þótt hún nógu fín. Ég kannast við einn anna sem notað þessa gangtegund  úr bíómyndum það var Roy Rogers á Trygger. Sigurður hefur fundið það að þetta var góður ferðagangur léttara fyrir hestin og fór betur með ferðalangan. Ættu Íslendingar alveg gefa þessari gangtegund gaum og, helst að hafa langferðir sem keppnisgrein undir eftirliti dýralækna.

Heimild að þessum þáttum er að sjálfsögðu  saga Sigurðar sjálfs Einn á ferð og oftast ríðandi. Engin réttindi eru um að ekki megi nota efnið eins og ég geri. Þetta er bara eins og maður segir sögu af öðrum og það varðar ekki lög.

 Þegar ferðin er skoðuð nú af sjónarhóli nútímamans er þetta ótrúlegt þrekvirki að fara svona án þess að vera með nesti og ódrepandi kjarkur að lát sér ekki hugfallast, alltaf komu ráð.

Takk fyrir ef einhver hefur gaman að lesa þetta. ÞHG


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband