Margskonar hlaup, höfrungahlaup og pokahlaup t.d..

Til er markskonar, hlaup spretthlaup grindahlaup boðhlaup höfrungahlaup og pokahlaup og vafalaust fleiri tegundir.

Mikið er talað um höfrungahlaup meðal ráðamann nú um stundir og það gert að einhverskonar samnefnara fyrir auknum launahækkunum ef slík hlaup ætti sér stað.

Höfrungahlaup er þannig að reynt er að hlaupa yfir röð af fólki sem er bogið í baki og stokkið klofvega yfir það. Svo gengur runan og halarófan áfram og hver stekkur yfir annan, svo hlaupið tekur tæplega enda og í hagkerfinu verða eintómar launahækkanir.

Betra væri að viðhafa pokahlaup, það gæti dregið úr launahækkunum  hugsanlega. Stjórnmálafólk setur báða fætur í strigapoka eða seglpoka og hleypur svoleiðis, með því að stökkva eins og kengúra. Bæði þessi hlaup voru tíðkuð þegar bloggari var í göngum  fyrir 60 árum. Keppenda skalinn var breiður frá 14 ára- 70 ára. Þetta var gert til skemmtunar og ná úr sér styrðleikanum eftir að vera á hestbaki allan daginn. Stjórnmálafólk gæti notað þetta til að halda jafnvægi.

Spretthlaup var notað hér áður fyrr, fyrir hrun til að  kaupa banka. Sá sem var fljótastur upp í fjármálaráðuneyti  vann.

Boðhlaup gætu bændur t.d. notað við að koma sínum málum fram. Þá væri fyrst samþykkt einróma tillaga sem gæti hljóðað einhvern veginn svona: Aðalfundur búnaðarfélags X-hrepps harmar víxlhækkanir verðlag og telur verð á áburði orðinn allt og hátt og óviðráðanlegt fyrir nýliða. Síðan væri þessi tillaga borinn upp á aðalfundi búnaðarsambandsins og fulltrúarnir færu með hana þangað og afhentu hana. Til sannindismerki um afhendingu væri notaður hrossleggur og kerfið færi með þetta  til Búnaðarþings sem ályktaði um málið og sendi þetta inn í landbúnaðrráðuneyti og þar væri engin til að taka við því, vegna þess að allir væru hættir að vinna þar og skrifstofur læstar. Þá gengju leggirnir til baka og ekkert gerðis og engin sigurvegari.

Grindahlaup væri hægt að nota fyrir stjórnmálaflokka á fundarferð til að stökkva yfir þéttbýlisstaði til að þurfa ekki að mæta í pontu og halda ræður og fá svo á sig vammir og skammir frá vanþakklátu fólki sem færi ekki snjómokstur o.þ.h.

Grindahlaup gætu sjómenn notað til að príla aftur á bátaþilfar og reyna að ná brottkasti inn í skipið. Þetta hlaup væri einungis notða á netaveiðum.

Gönuhlaup væri það kallað þegar álitsgjafar væru að fjalla um að allt færi á hliðina ef launþegar fengju eðlilegan arð af vinnuframlagi sínu.

Allt búið.


mbl.is „Vissulega mjög persónuleg barátta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband