Er ekki ágæt höfn í Norðurfirði? Ég þekki það ekki nógu vel, en er ekki hægt að nýta samgöngur á sjó að vetri til og gæti það ekki verið hagfelldara fyrir ríkið?
Mínir frændur fóru þarna um þvers og kruss að vetri til, voru að vísu oft á litlum bátum og lentu í hættum sem ekki var svo sem til fyrirmyndar, en um þetta er hægt að lesa og fullvissa sig um að samgöngur á sjó eru kostur og við Íslendingar vanmetum það mjög.
Mér er nærtækt að koma sjónarmiðum systur minnar Halldóru Gunnarsdóttur á framfæri hún er nú Hrafnistukona en var mikill sjóhundur hér áður fyrr, lifir báða eiginmenn sína, skipstjóra og vélstjóra. Hún skammast sín fyrir að þjóðin hafi ekki strandferðaskip hvað þá heldur millilandaskip. Svo geta verið flóabátar, en slík útgerð er vafalaust erfið í rekstri.
En að skjótast með fólk inn á Hólmavík ætti nú að vera gerlegt.
Alls engin viðbrögð við neyðarkalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 9.12.2018 | 09:08 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 257
- Sl. sólarhring: 322
- Sl. viku: 407
- Frá upphafi: 573725
Annað
- Innlit í dag: 244
- Innlit sl. viku: 362
- Gestir í dag: 237
- IP-tölur í dag: 235
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Þorsteinn
Það er alveg magnað að sú samgönguleið sem sennilega er hagkvæmust fyrir land og þjóð, skuli vera aflögð. Þetta á ekki bara við um siglingar til Norðurfjarðarhafnar heldur strandsiglingar um allt landið.
Þegar skipafélögin ákváðu að færa stórann hluta vöruflutninga af sjó á land átti auðvitað að láta þau taka þátt í auknu viðhaldi veganna.
Hitt er annað mál að vel er hægt að skilja sjónarmið íbúa Árneshrepps. Þeir vilja hafa sömu möguleika og aðrir landsmenn til frelsis í ferðalögum. Fyrir ekki svo löngu síðan voru víða byggðir um landið sem voru í sömu sporum og Árneshreppur nú. Það réttlætir þó ekki að einum hrepp sé sleppt frá þeirri þróun sem aðrir landsmenn hafa upplifað.
Heyrst hafa raddir um að fólkið velji sjálft að búa þarna og því eigi ekki að kasta fé úr samneyslunni til þess. Það getur bara farið líki því ekki vistin. Þá kemur stóra spurningin; hvar skulu mörkin liggja? Það verður alltaf eitthvað eitt sveitarfélag sem er verr í sveit sett en önnur og ef alltaf á að leggja verst setta í eyði verður landið fljótt snautt af íbúum, nema auðvitað á mölinni við sunnanverðan Faxaflóann.
Strandsiglingar eru aftur kostur sem myndi gagnast þjóðinni allri. Þar á ekki að reikna dæmið út frá einum punkti, eins og skipafélögin gera, heldur heildarmyndinni. Gaman væri ef Vegagerðin legði mat á þann kostnaðarauka í viðhaldi vegakerfisins, sem hlaust af því að allir vöruflutningar um landið voru færið á það.
Kveðja
Gunnar Heiðarsson, 9.12.2018 kl. 20:22
Það var klassi að ferðast með Heklunni á fyrsta farrými norður um frá Vopnafyrði til Reykjavíkur, og læra á öll hnífapörin sem þjónarnir voru endalaust að bera til okkar til leiðréttingar vegna þessa að við tveir níríkir strákar notuðum þessi amboð alltaf rangt.
En þetta smásaman lærðist enda var skipstjórinn við næsta borð við okkur og lærðum við margt af honum með því að fylgjast með í laumi, en hann var virkilega virðinga verður við að taka taka á móti fínum konum og koma þeim til sætis við borðið þrátt fyrir velting við Langanes.
Á þessum tíma voru fjögur strandferðaskip, Esjan, Heklan, Skjaldbreið og Herðibreið. Skjaldbreið og Herðubreið voru lítil flutningaskip en Hekla og Esja voru farþegaskip með ágæt lestarými líka. En í dag þyrfti ekki þrjú farrými en þau þyrftu samt að vera tvö vegna reiðhjóla og bakpoka túrista.
Þessi skip sáu um alla megin mann og vöruflutninga á þessum tíma og ég sakna þess mjög að geta ekki ferðast milli landshorna með strandferðaskipi. Auðvita er fljótlegra að fljúga og jafnvel að aka á bíl. En að koma um borð og horfa á ströndina og koma í lítinn bæ, stundum um morgun og svo um kvöld eða um miðja nótt það er ævintíri.
Hrólfur Þ Hraundal, 10.12.2018 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.