Vetrarbeit roskins fjár á útbeitarjörðum

TungunesErlendur Pálmason Dennebrogsmaður í Tungunesi ritaði grein í Þjóðólf 1852 að beiðni Lestrarfélags Svínhreppinga um vetrarbeit sauðfjár.

Endursögn:

Þar kom fram að best væri að vera ekki með ofmargt fé í hverjum hópi  helst innan við 100. Þetta er skiljanlegt því auðveldara er að fylgja slíkum hópi eftir og hafa vald á öllum aðstæðum. Tungunes hefur líka sem beitarjörð gefið möguleika á að beita í allar áttir vegna legu bæjarhúsa. Norður á flóa, norður í brekkur, niður í nes, suður í brekkur og upp í háls eða hjalla. Hægara er að fylgjast betur með hverri kind í litlum hópi og afla vitneskju um ef eitthvað er fara úrskeiðis hjá einstaklingnum og hvort fleiri eru að lenda í því sama svo sem minkandi holdstig og veikindi. Þá taldi hann að best væri að byrja að beita fyrst lengst frá fjárhúsum og láta féið ekki valsa um stórt svæði í einu. Semsagt spara landið og klára uppskeruna á hverju svæði og færa sig svo nær húsum eftir því sem liði á. Hvenær ætti að fara að hýsa var reglan sú: Þegar kindin þýddi ekki bælið sitt. Margskonar ávinningur væri að því að hýsa fé. Féðið lenti ekki í hrakningum kæmi vont veður fyrirvaralaust, slagveður eða hríð. Féið væri betur búið undir það að fara á beit daginn eftir. Væri þurrt, eyddi ekki orku í ráp og hefði grið fyrir dýrbit þegar rökkva tæki. Svona beitaraðferð krafðis mannafla sem nóg var af góðum vetrarmönnum.

2012-09-28 11.23.30Margt fleir benti Erlendur á svo sem um húsavist og umhirðu þar og kunnáttu yfirstöðumanna. Þessa grein fékk ég með tilvísun úr Sjálfsævisögu Björns Eysteinssonar sem var mikill beitarmaður sauðfjár eins og kunnugt er fyrritíðar mönnum.

Svona vísind hafa svo sem enga pragtíska þýðingu núna og þó. Hægt vær þó fjarlægt væri að selja hey til Evrópu og beita ef gnægð beitar væri innan seilingar á bújörð.

Sjálfur hefur síðuhöfundur prufað að standa yfir fjárhóp sér til lærdóms og eins til að spara hey svo ekki þyrfti að kaupa hey hjá heysala, því viðkvæðið var, alltaf, þegar komið var að kaupa, þá hafði heyið hækkað í verði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband