Fólkið milli húsnæðissamninga

Það er full ástæða að óska Framsóknarfólki til hamingju með þennan ótrúlega kosningasigur. Framsóknarmenn eru svo sem ekki öfundsverðir, ef þeim mistekst með ætlunarverk sitt að laga til í fjármálum heimilanna, en vonandi tekst það og er raunar brýn nauðsyn að það takist. Fólk getur orðið óvinnufært og hugsjúkt út af fjárhagsáhyggjum og slíkt bitnar á börnum og innviðum heimilisins og starfsgetu fólks.

Mig langar að fjalla hér um þann hóp fólks sem er á milli íbúðarsamninga. Búinn að selja sína eign og væntanlega að taka skellinn hækkuðum skuldum og rýrnun eiginfjár vegna húsnæðissamnings seldrar eignar og er svo í starholunum að reyna að eignast nýtt húsnæði. Sumir jafnvel fluttir úr landi.

Það þarf að fá svör við hinum ýmsu afbrigðum sem geta verið í þessum málum og margir velta fyrir sér.

Það er vont að detta milli stafs og hurðar þegar gerðar eru lagfæringar á kerfum og ný kerfi tekin í notkun. Þau verða að vera réttlát og taka á sem flestum afbrigðum sem geta verið í farvatninu og ráðuneytisfólk sér, ef til vill ekki strax, þegar verið er að semja reglur sem farið er eftir í úrlausn mála.


mbl.is Gangi tiltölulega hratt fyrir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband