Ég held að borgarstjórinn í Reykjavík ætti nú að athuga sinn gang varðandi ummæli sín varðandi meðferð skotvopna í öðrum löndum.
Eðlilegt væri að gaumur væri að því gefin hvernig standi á því að strokufangi frá Litla-Hrauni gengur um þungvopnaður og menn ræði ástand í eigin landi heldur en að vera skamma aðra.
Hvað hefði gerst ef viðkomandi hefði birst í Kringlunni? Sem betur fer gerðist ekkert slíkt.
Hér í einatíð þegar kvótakerfi var sett á í landbúnaði var farið í það að telja allan bústofn og var það ærið verk.
Nú ber brýna nauðsyn til að nota tækifærið til að kalla eftir öllum skotvopnum í landinu og endurnýja skrár um þau. Öll skotvopn eru skráningar skyld en gott er að uppfæra slíka skrá.
Þá þarf að reka áróður fyrir því að byssueigendur hafi byssur sínar á öruggum stað og sérstaklega séu skot og magasín geymd í læstri hirslu.
Hálfvitar með riffla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 26.12.2012 | 17:59 (breytt kl. 18:01) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 10
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 75
- Frá upphafi: 566931
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jón Gnarr er bara bullari og örfáir íslendingar taka mark á bullinu í honum.
Flestir þeirra eru lattelepjandi lýður af kaffibörum 101 Reykjavík og þykjast vita allt og allt er rétt og gott sem kemur frá þeim.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 26.12.2012 kl. 18:40
Held að það skipti engu máli hver er borgarstjóri. Gnarrinn er bara litríkari heldur en atvinnupólitíkusarnir sem stjórnuðu á undan honum, að sjálfsögðu fer það í taugarnar á vitleysingunum sem misstu borgina í hendurnar á Besta flokknum og Samfó.
Maron Bergmann Jónasson (IP-tala skráð) 26.12.2012 kl. 20:49
Það hefur verið skráningarskylda hér í ansi mörg ár og ólöglegt að eiga byssur í dag sem ekki eru skráðar. Það væri nær að fara að taka harðar á því þegar byssur eru ekki geymdar á viðeigandi hátt. Með gikklás/án skotpinna og helst væri best að þær þyrftu að vera í læstum hirslum óháð lágmarksfjölda!
Karl J. (IP-tala skráð) 26.12.2012 kl. 21:26
"Þá þarf að reka áróður fyrir því að byssueigendur hafi byssur sínar á öruggum stað og sérstaklega séu skot og magasín geymd í læstri hirslu." Það er kveðið á um slíkt í vopnalögum, hinsvegar eru áhöld um það hvað telst til "öruggra hirslu" fyrir skotfæri því ef eldur kviknar í húsi skiptir það öllu hvort skotin séu undir pressu eða ekki. Ef skot/púður er laust og frjálst brennur það eins og pappi því það þarf að vera undir pressu til að springa. Einnig hefur þér þegar verið bent á að til er fullnægjandi skráning skotvopna en ríkislögreglustjóri þyrfti að gera átak í að uppræta hin svokölluðu "svörtu byssur" en það eru óskráð-, vitlaust skráð- og stolin vopn en stóran hluta þeirra má uppræta með því einu að leyfa skráningu þeirra
"Eðlilegt væri að gaumur væri að því gefin hvernig standi á því að strokufangi frá Litla-Hrauni gengur um þungvopnaður og menn ræði ástand í eigin landi"Þú segir mér fréttir, hvar komst hann í þungvopn?Alla veganna hef ég ekki heyrt af nokkrum manni hér á íslandi með skriðdreka, mortur, fallbyssur eða nokkur sambærileg vopn, því ég hélt nefnilega að hann Mattías hafi verið léttvopnaður, enda bar hann vopnin á sér.
Brynjar Þór Guðmundsson, 27.12.2012 kl. 08:03
Þakka innlitið.
Þetta eru allt góðar ábendingar.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 27.12.2012 kl. 09:22
Góð ábending, en ég er svo barnaleg að ég vil ganga enn lengra. Banna skotvopn!
Ég lærði á haglabyssu 13 ára og særði hænu þannig að aflifa þurfti hana. Vann fyrstu verlaun 1999 í Kaupmannahöfn í skotfimi á meðal færustu gæsaveiðimanna. Skauð 12 diska af 20 en aðal skytta KLH skaut 11, við vorum um 2000 manns. "Helvede!!....Islændingen har vunnet!"
Þekki tilfinninguna um "vald" sem fylgir byssum og skotvopnum og hef jafnvel tekið þátt í stríði stutt 1991 (Balkan).
Ég fyrirlít byssur og riffla sem "vopn" og sendi son minn á námskeið í skilmingum. Byssur eru fyrir hugleysingja og hrædda, ekkert annað. Þetta vopn hefur breytt siðferði manneskjunnar til hins verra meira en öll vopn mannkyns tilsamans.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.12.2012 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.