Hættuleg svæði útigangshrossum

Hér greinir frá því að hestur hafi frosið fastur í tjörn við fangelsið að Litla-Hrauni.

Ég hef nú bara aldrei heyrt um svona atburð áður. Hugsanlega er hrossið að elta stör eða annan gróður við tjörnina. Ekki gott að segja.

Sjáanlega þarf þetta svæði aðgæslu við og er ekki beitarhæf á þessum tíma.

Það verður fróðlegt að heyra skýringu hrosseigandans.

 


mbl.is Hestur var frosinn fastur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Dapurlegt kæruleysi eiganda hrossins.

Guðjón Sigþór Jensson, 21.12.2012 kl. 23:00

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það sem er eftirtektarvert við framvindu þessa máls í fréttum er hvað eigendurnir hryssunnar eru góðir menn að hafa bjargað henni. Jafnvel svo góðir að þeir ætla að skíra hana í höfuðið á björgunarþyrlunni.

En í fréttum er ekkert spurt hvers vegna tryppið var þarna í reiðileysi.

Samkvæmt flestum fjallskilareglugerðum, að ég best veit, á að smala heimalönd af hrossum 1. þriðjudag í hverjum mánuði eftir október og fram yfir áramót.

Svo væri nú ágæt fyrir eigendur að huga að hrossum sínum annað slægið sérstaklega ef land er hættulegt svo sem vegna jarðfalla, bleytu, grunnra tjarna o.þ.h.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 22.12.2012 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband