Sauðfé smalað úr Strákagöngum

Þessa dagana eru bændur og búalið að smala í göngum. þ.e. heiðargöngum og reka fá til rétta.

Færsluhöfundur lenti í kyndugum aðstæðu um daginn ásamt konu sinni. Þau lenti í því að smala í göngum, veggöngum.

Sauðfé í StrákagöngumEkið var sem leið liggur frá Ólafsfirði í gegn um Héðinsfjarðargöng, áð í Héðinsfirð sem er mikil útivistarparadís. Þaðan lá leiðin til Siglufjarðar og skoðuð uppbyggingin á athafnasvæði Rauðku.

Þar hefur Róbert Guðfinnsson athafnamaður hjá Þormóði ramma sett fé í að endurbyggja skemmur Rauðku og er þarna komin fyrirmyndar aðstaða fyrir bæjarbúa og ferðamenn niður við höfnina.

Það er þakkar og ánægjulegt þegar athafna- og útgerðarmenn setja fjármuni í uppbyggingu í sinni heimabyggð.

Sauðfé í StrákagöngumLeiðin lá svo út úr bænum og þá skipti það engum togum að ekið var inn í 15 kinda fjárhóp inn í Strákagöngum. Engin slys urðu á kindunum enda lágu þær flestar út með veggjum í gangnamunnanum. Færsluhöfundur varð nú hálf ringlaður en skynjaði hættuna sem hafði skapast ef bílar kæmu aðvífandi og setti hasarljós bifreiðarinnar á og bakkaði út úr göngunum. 

Síðan var farið í það að smala þessum gangna- og vegrollum út úr göngunum og gekk það greiðlega.

Sauðfé í StrákagöngumSíðan var lögreglunni gert viðvart og kom þá í ljós að þetta er viðvarandi vandamál þarna. Myndirnar eru teknar þegar smalað er út úr göngunum.

 Sauðfé í Strákagöngum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband