Þessa dagana eru bændur og búalið að smala í göngum. þ.e. heiðargöngum og reka fá til rétta.
Færsluhöfundur lenti í kyndugum aðstæðu um daginn ásamt konu sinni. Þau lenti í því að smala í göngum, veggöngum.
Ekið var sem leið liggur frá Ólafsfirði í gegn um Héðinsfjarðargöng, áð í Héðinsfirð sem er mikil útivistarparadís. Þaðan lá leiðin til Siglufjarðar og skoðuð uppbyggingin á athafnasvæði Rauðku.
Þar hefur Róbert Guðfinnsson athafnamaður hjá Þormóði ramma sett fé í að endurbyggja skemmur Rauðku og er þarna komin fyrirmyndar aðstaða fyrir bæjarbúa og ferðamenn niður við höfnina.
Það er þakkar og ánægjulegt þegar athafna- og útgerðarmenn setja fjármuni í uppbyggingu í sinni heimabyggð.
Leiðin lá svo út úr bænum og þá skipti það engum togum að ekið var inn í 15 kinda fjárhóp inn í Strákagöngum. Engin slys urðu á kindunum enda lágu þær flestar út með veggjum í gangnamunnanum. Færsluhöfundur varð nú hálf ringlaður en skynjaði hættuna sem hafði skapast ef bílar kæmu aðvífandi og setti hasarljós bifreiðarinnar á og bakkaði út úr göngunum.
Síðan var farið í það að smala þessum gangna- og vegrollum út úr göngunum og gekk það greiðlega.
Síðan var lögreglunni gert viðvart og kom þá í ljós að þetta er viðvarandi vandamál þarna. Myndirnar eru teknar þegar smalað er út úr göngunum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 9.9.2012 | 11:57 (breytt kl. 11:59) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 573262
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.