Sápuópera

Ólafur: Davíð minn getur þú ekki sent blaðamann og ljósmyndara niður í Kolaport í dag.

Davíð: Hvað eru að gera í Kolaportinu Ólafur?

Ólafur: Kaupa sápu.

Davíð: Af hverju ertu að kaupa sápu?

Ólafur: Ég er svo krímgugur eftir Hrunið. Svo þarf ég að kaupa plástur. Útrásarvíkingarnir meiddu mig.

Davíð: Ólafur minn verður þú bara ekki enn skítugri þarna í Kolaportinu.

Ólafur: Nei, nei. Svo er ég að sýna mig hér í Kolaportinu. Ég verð að vera innan um alþýðuna.

Davíð: Samkvæmt skoðanakönnun kjósa Sjálfstæðismenn þig Ólafur.

Ólafur: Ég treysti engu nú orðið. Ég vakna upp með andfælum á nóttunni.

Davíð: Þetta lagast bráðum. Blessaður.

Ólafur: Þakkað þér Davíð minn. Blessaður.

Leikendur eru tilbúningur færsluhöfundar og ef einhver telur sig þekkja sögupersónur þá er það misskilningur.


mbl.is Ólafur Ragnar brá sér í Kolaportið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband