Í mínum búskap voru peningar afar sjaldan notaðir. Ef ég keypti mér t.d. nýja dráttarvél þá kom hún í gegnum Kaupfélagið. Ef maður var rukkaður fyrir vinnu þá skrifaði maður á reikninginn: ,,Óskast greitt af Kaupfélaginu." Maður lagði allar búsafurðir inn hjá Sölufélaginu/Kaupfélaginu og tók út úr Kaupfélaginu vörur og örsjaldan peninga. Allt fékkst í Kaupfélaginu.
Einu sinni fór einkaframtaksmaður að selja timbur í samkeppni við Kaupfélagið. Bændur voru mjög hrifnir að fá timbur á lægra verði. Svo spurðu þeir eftir að hafa borgað í peningum:,,Get ég fengið nagla." Þá sagði timbursalinn: ,,Þú færð þá upp í Kaupfélagi."
Einu sinni seldi sveitungi minn, Haukur á Röðli bíl og vildi fá greitt í reiðufé. Bankamaður á Blönduósi keypti bílinn og greiddi hann í mynt, innpakkaðri í búntum eins og bankar skila myntinni til viðskiptamanna. Haukur reif alla pakkana upp, setti myntina í bala, hrærði í og fór með hann í bankann. Það var ekki létt verk fyrir bankamanninn að telja allt aftur.
Nú nota flestir rafrænar færslur til að skiptast á verðmætum. Sumir vilja nota peninga og greiða reikninga í bönkum, sérstaklega er það eldra fólk. Allflestir eru með heimabanka í tölvunni sinni.
Í Manchester í Englandi, samvinnuborginni, þar sem Ólafur Ragnar, forsetaframbjóðandi lærði samvinnufræði kemur ísbíll á kvöldin í hverfin. Það er afar vinsælt.
Mætti ekki eins hafa það í íslensku dreifbýli. Það kæmi peningabíll í byggðirnar og Haukur á Röðli væri bílstjórinn.
Þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 26.5.2012 | 14:38 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 10
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 75
- Frá upphafi: 566931
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.