Þorp á öræfum

Það er dýrt fyrir sveitafélögin að bera kostnað af skipulagi og grunnstoðum byggingu þorps upp á öræfum svo sem gatnagerð, vatns- og frárennslilögnum rafmagni, og þessháttar.

Nógu erfitt er nú að reka það sem fyrir er. Og mikið kvartað út af læknisleysi og samgöngum

Svo allur snjómoksturinn hann mundi nú sliga fjárhaginn.

Svo mundi nú norðan stórhríðin slíta einn og einn kínverja út í sortann, þeir eru svo léttir.

Þetta mundi verða ofviða  björgunarsveitunum.

Og hvernig er það með þjóðlendumál þarna, eru þau frágengin?

Held að það ætti að fá vini alþýðunar til að halda sig á skipulaglögum svæðum.

 


mbl.is Ónógar upplýsingar um Grímsstaðaáform
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á Suðurheimskautslandinu eru rannsóknarstöðvar nánast sjálfbærar, með einni og annarri skipakomu.

Grímstaðir á Fjöllum er nákvæmlega sama dæmið!

Kínverjum munar ekkert um að vera nánast sjálfbærir þar.

Kínverst bæjarfélag að öllu leiti, byggt upp af kínverska kommúnistaflokknum og rekið af honum með lepp. Gerfihnettir og beint samband við heimalandið.

Þeir borga sína skatta og skyldur og síðan er það bara "Ding dong, ding dong".

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 09:08

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Strákar! þetta er ekkert grín,fjúkandi kínverjar út um allt. Geta þeir slegið rótum það sem þeir stoppa eftir rokið?

Eyjólfur Jónsson, 14.5.2012 kl. 13:43

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Grímsstaðir á Fjöllum eru ekki "á öræfum" heldur bær inni í miðri bæjaröð í sveit þar sem framleitt var frægt lambakjöt, Hólsfjallahangikjötið. Ofbeit eyðilagði stóran hluta af gróðurlendinu en nú er verið að græða landið upp.

Grímsstaðir eru rétt utan við Hringveginn, byggðamegin. Enn er stór hluti landsins vel gróinn og ekkert því til fyrirstöðu í hlýnandi loftslagi að gera landið grasgefið þar sem það hefur blásið upp.

Að tala um Grímsstaði og rok er út í hött. Það er vindasamara og miklu meiri úrkoma  í Reykjavík.

Ómar Ragnarsson, 14.5.2012 kl. 21:24

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ég er ekki veðurfræðingur Ómar og hef ekki tök á því að fara heimildarleit.

En alla mín ævi hef ég fylgst með veðurfréttum og tekið eftir því að oft er  mest  frostið á Grímstöðum á Fjöllum. Og ef Grímsstaðir á Fjöllum eru á Fjöllum þá eru það öræfi.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 14.5.2012 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband