Offjárfesting

Ætli að ekki sé um offjárfestingu að ræða í þessu skipi og þjóðhagslega óhagkvæmi.

Það er spurning dagins?

Betra að veiða með minni skipum og leyfa fleiri sjómönnum að fá pláss.

Olían er orðin dýr og afskriftir miklar að svona miklu kapítali.

Nú berast álfa- og tröllasögur úr Vestmannaeyjum.


mbl.is Nýjasta skipið selt úr landi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Myndi ekki hafa hátt um olíu eyðslu á þessum bát. Hef verið á nokkrum loðnu bátum og hafa þeir allir átt það sameiginlegt að vera eldri en ég, er fæddur 87. Ef þú tekur til dæmis Vestmannaeyjar þá voru 10 bátar gerðir út á loðnu á síðustu vertíð og aðeins tveir þeirra eru yngri en ég, Guðmundur og Huginn. Þetta skip fer svo miklu betur með olíuna en þessir gömlu dallar að það er mikill sparnaður hvað olíuna varðar þó að hann sé 6200 hö.

Daði (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 10:37

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það er engin að hafa á móti því að framleiðslutæki séu endurnýjuð. Það er nauðsyn.

Að sjálfsögðu eru nýrri vélar með betri nýtingu á olíu og eyðslu minni.

En það gildir þá væntanlega líka með minni ný skip, sem eru smíðuð.

Tæknin er góð að ákveðnu marki og aukið vélarafl.

En þegar þarf að fara veiða alltaf meira og meira til að standa undir meiri tækni, stærri vélum, stærri skipum þá þarf að fara spyrja spurninga.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 16.5.2012 kl. 21:07

3 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Þorsteinn, ef Ísfélagið fær ekki verk fyrir dallin verður að minka flotann og þá er alltaf það nýjasta látið fara, það er þannig í öllum iðnaði.

Brynjar Þór Guðmundsson, 16.5.2012 kl. 21:41

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Brynjar, er það nú ekki frekar eðli atvinnurekstrar að losa sig við það sem er gamalt og lúið.

Til þess er endurnýjunin.

En allir verða að snýða sér stakk eftir vexti.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 16.5.2012 kl. 22:09

5 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

"Brynjar, er það nú ekki frekar eðli atvinnurekstrar að losa sig við það sem er gamalt og lúið." það er eðlið í "góðæri" þegar nóg er að gera, ef gamla og nýja virka bæði en þú hefur kaupendur að nýja en ekki gamla þá er aldrei í vafa hvort fer, þar fyrir utan halda nýjir hlutir verðgildi sínu frekar en gamlir. Ef Ísfélagið á að losa sig við gamalt skip er ekki um margt að velja, það græðir enginn á því að henda skipi

Brynjar Þór Guðmundsson, 17.5.2012 kl. 17:05

6 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Afskriftarhlutföll og fyrning skipa og skipsbúnaðar eru 10-20% samkvæmt skattalögum og bókhaldi. Það er sú upphæð sem færð er til hliðar til að eiga fyrir endurnýjun.

Á heimasíðu Ísfélags Vestmannaeyja má sjá að yngsta skipið í eigu félagsins er smíðað 1991 og því orðið 21 ára gamalt og því máætla að flest skip félagsisn sé búið að afskrifa að stofni til.

Fram hefur komið hjá formanni félagsins að félagið standi þokkalega sem er lofsvert. 

Með öðrum orðum, félagið hefur væntanlega safnað afskriftunum í afskriftarsjóð og ætti því að eiga fyrir skipinu og þarf því ekki að vera gefa yfirlýsingar um að það þurfi að selja skipið.

Þannig horfir málið frá mínum bæjarhóli og ég gleðst yfir því.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 17.5.2012 kl. 18:03

7 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

"og ætti því að eiga fyrir skipinu og þarf því ekki að vera gefa yfirlýsingar um að það þurfi að selja skipið." En þá erum við komnir aftur að byrjun sem er, ef Ísfélagið fær ekki næg verkefni fyrir skipin þá verður það nýasta selt úr landi, það er engin tilgangur í að láta skip liggja bundið við höfn í reiðuleysi. Hagnaður myndast ekki nema það sé stöðugt í notkun. Hvernig myndi horfa við bónda sem myndi kaupa 1 til tvær nýja tragtóra á hverju ári án þess að selja þá eldri og hafa á sama tíma fjárhúsin hálf tóm því hann hefði ekki "veiðiréttindi" til að hafa fleiri?

Ég hugsa að sterk staða ísfélagsinns sé til komin í skynsamlegri nýtingu skipa og vinnslu félagsinns, alla veganna varð sú staða ekki til við að binda flotann við höfnina langtímum saman. Þannig horfir það við mér

Brynjar Þór Guðmundsson, 18.5.2012 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband