Á einhverjum tímapunkti var ráðist á ráðherrabíl Steingríms fjármálaráðherra og urðu skemmdir á bifreiðinni. Þetta var sýnt í sjónvarpinu.
Geir Jón hlýtur að upplýsa það í Skýrslunni Miklu sem hann er að vinna að, sem yfirlögregluþjónn og jafnframt frambjóðandi til varaformanns Sjálfstæðisflokkins.
Hverjir fyrirskipuðu árásina og hverjir stjórnuðu henni?. Voru þeir teknir fastir og yfirheyrðir?
Steingrímur komst undan og varð ekkert hræddur eins og búast hefði mátt við.
Svar óskast?
![]() |
Vill fá gögn lögreglunnar á borðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 27.2.2012 | 07:13 (breytt kl. 07:13) | Facebook
Myndaalbúm
Mars 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | 31 |
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
-
Guðjón E. Hreinberg
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.3.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 578526
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það verður að rannsaka þetta vegna þess að viðbrögð ráðamanna í dag gera það að verkum að það er ekki mótmælt...
Það vill enginn lenda í fangelsi fyrir að mótmæla og hvað var búið að ganga á í þjóðfélaginu þegar þetta atvik gerðist sem þú nefnir...
Jú svikinn loforð út um allt....
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.2.2012 kl. 07:51
Steingrímur var nú ekki ráðherra á þessum tíma.
Erlingur Alfreð Jónsson, 27.2.2012 kl. 11:21
Ertu að meina þegar var ráðist á bíl Geir Harde, þegar hann var að koma frá Valhöll eftir að hann tilkynnti veikindi sín, alla vega var Hallgrímur Helga þar í broddi fylkingar, síðan get ég ekki lesið neina bók eftir hann,hann lagðist lágt og varð sér til skammar.
Guðrún BH (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 13:16
Erlingur Alfreð Jónsson,
4.október var ráðist á ráðherrabíl fjármálaráðherra Steingríms J. Sigfússonar. Enda sagði ég í færslunni ,, á einhverjum tímapunkti" var ekki með tímasetninguna á atburðinum.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 27.2.2012 kl. 16:13
2010 átti það að vera.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 27.2.2012 kl. 16:13
Eigum eða áttum VIÐ ekki bifreiðina umtöluðu?
En líklega er eignarhaldið orðið loðið hjá ráðstjórninni.
Sigurjón Benediktsson, 27.2.2012 kl. 20:45
Það er rétt hjá þér Sigurjón bifreiðin er/var obinber eign. Ef til vill ónákvæmt orðalag hjá mér. Ég bið þig velvirðingar á því.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 27.2.2012 kl. 22:08
Af hverju má ekki taka saman skírslu um þetta mál? Af hverju stafar allur þessi pirringur hjá ykkur vinstri mönnum? Af hverju má Geir Jón ekki bjóða sig til starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn öðru vísi en að þið vinstrimen farið í fýlu.
Mér er nákvæmlega sama fyrir hvern þú vinnur og sé enga ástæðu til að reyna að niðurlægja þig þó að þú styðjir einhvern annan flokk en ég.
Þú vilt ljóslega ekki ræða þessa atburði þarna við þinghúsið og ferð að tala um bíl. Auðvita er með öllu ósæmilegt að ráðast á og skemma bíl og þar með ógna þeim æruverðuga drottnara sannleikans Steingrími J.Sigfússinni. Þessi bíll sem er þér svo hugleikinn , er bara ekki til umræðu núna, en hann gæti orðið það og ef þú veist hverjir voru þarna að verki þá átt þú að segja frá því.
Þú átt líka að segja frá því, ef þú veist, hverjir köstuðu skít í lögregluna, hræktu og spörkuðu. Það er nefnilega bannað að ráðast á lögregluna og henni á að hlíða skilyrðis laust, þá verða eingin vandræði.
Hrólfur Þ Hraundal, 27.2.2012 kl. 22:42
Hrólfur ég fór tvisvar eða þrisvar niður á Austurvöll með konu minni.
Þú segir: ,, Mér er nákvæmlega sama fyrir hvern þú vinnur og sé enga ástæðu til að reyna að niðurlægja þig þó að þú styðjir einhvern annan flokk en ég".
Sem svar við þessu vil ég segja að ég er óflokksbundin og tek afstöðu til málefna líðandi stundar á eigin forsendum.
Ég veit ekkert um hverjir hentu skít í lögregluna, hræktu eða spörkuðu.
Það er mitt mat að Búsáhaldabyltingin hafi verið sjálfsprottin.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 28.2.2012 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.